Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 56

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 56
mun í för með sér hagsbætur fyrir neytendur. III. Alþýðuflokkurinn telur nauðsynlegt, að hér starfi öflug neytendasamtök, er gæti hags- muna neytenda, ekki aðeins að því er varðar verðlag, heldur ekki síður vörugæði. Alþýðu- flokkurinn telur að Neytenda- samtökin eigi að reka um- fangsmikla fræðslustarfsemi varðandi vörugæði og vöru- verð og telur raunar að slík starfsemi sé fullt eins vel kom- in í höndum frjálsra neytenda- samtaka en opinberra stofn- ana. í stefnuskrá Alþýðuflokks- ins segir m.a. á þessa leið: „í samvinnu við fulltrúa neytenda, ber að stórauka öflun og miðlun upplýsinga um verðlag og vörugæði til að leiðbeina neytendum og veita seljendum nauðsynlegt aðhald.“ Ennfremur: „Al- þýðuflokkurinn vill tryggja með lögum fjölþætt eftirlit með verslun og vörudreifingu og heimild til hverra þeirra ríkisafskipta, sem geta haldið verðlagi í skefjum og tryggt hag neytenda.“ Þingmenn Alþýðuflokksins hafa á hverju þingi flutt fjöl- mörg þingmál er varða hags- muni neytenda. Minnt skal á, að nær árlega, síðan 1977, hafa verið flutt frumvörp til laga um breytingu á lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Þau frumvörp hafa ekki náð fram að ganga. Ennfremur má minna á mál, eins og frumvörp til laga um lokunartíma sölubúða, skatt- frádrátt vegna tannviðgerða, eftirlit með gjaldskrám og verð- töxtum einstakra stétta og þjónustuaðila, lækkun fast- eignagjalda, orkustyrk og fleira og fleira mætti til taka. Pví miður hafa fæst af þessum málum náð fram að ganga. Fyrir hönd Alþýðuflokksins vænti ég þess, að ofanritað þyki fullnægjandi svör við spurningum yðar. Pingflokkur Alþýðuflokksins væntir þess að eiga gott samstarf við Neyt- endasamtökin og árnar sam- tökunum allra heilla í starfi sínu. F.h. þingflokks Alþýðuflokksins, Eiður Guðnason Svör Framsóknarflokksins: I. Framsóknarflokkurinn á stóran þátt í setningu laga um Framleiðsluráð landbúnaðrins og almennt skipulag og vinnslu á sölu landbúnaðarafurða. Framsóknarflokkurinn telur að með slíkum lögum hafi neytendum verið tryggðar ein- hverjar þær bestu landbúnað- arafurðir sem fáanlegar eru. Er mikil breyting orðin frá þeim tíma, þegar mjólk var seld ógerilsneydd á brúsum á götuhornum í Reykavík. Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir endurskoðun á lögum um Framleiðsluráð landbún- aðrins 1979 til þess að draga úr þeirri offramleiðslu sem verið hefur á landbúnaðarafurðum. Að hluta hefur það þegar skil- að góðum árangri. Lög og reglur um sölu og 'dreifingu landbúnaðarafurða þurfa jafnframt að vera í nokk- uð stöðugri endurskoðun með tilliti til hagsmuna neytenda og framleiðenda. II. Framsóknarflokkurinn tel- ur almennt að framleiðsluráðs- lögum beri að beita til hags- bóta fyrir neytendur og fram- leiðendur, þegar því er að skipta. Flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til deilu um skipulag eggjasölu. Flokkurinn leggur áherslu á að slíkt mál verði leyst ekki síst með hagsmuni neytenda í huga. Ódagsett egg og án gæðaeftirlits samræmast ekki þeim gæðakröfum sem gerðar eru í dag. III. Framsóknarflokkurinn styður Neytendasamtökin heilshugar. Þótt ekki hafi verið sett beinlínis ákvæði í stefnu- skrá flokksins þess efnis, hefur Framsóknarflokkurinn í fjölda samþykkta lagt áherslu á, að tryggja þurfi hag neytenda ekki síður en framleiðenda. Framsóknarflokkurinn telur að Neytendasamtökin þurfi að eflast og verða öflugur aðili í raunhæfu eftirliti með verði, gæðum og þjónustu við neyt- endur í landinu. F.h. Frammsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson Svör Alþýðubandalagsins: I. Á síðustu árum hefur Al- þýðubandalagið ekki flutt á Alþingi tillögur til breytinga á lögunum um Framleiðsluráð landbúanðarins o.fl. Liggur ekki fyrir nein flokkssamþykkt um þessi mál frá síðustu árum. Okkur er hins vegar Ijóst að hér er um mikilvægan þátt að ræða í okkar þjóðfélagi. Hefur oft komið í Ijós að reglum um dreifingu landbúnaðarafurða er ábótavant. í því sambandi má minna á þá galla í mjólk sem fram komu ár eftir ár uns heilbrigðisráðuneytið og Neyt- endasamtökin lögðust á eitt um úrbætur í þeim efnum. Sér- staklega kemur þetta þó fram þegar verðlag landbúnaðar- afurða er ákveðið þar sem dreifingarkostnaður er mjög hár og margt bendir til þess að vinnslustöðvar geta tekið til sín aukið fjármagn á sama tíma og neytendur verða að þola umtalsverða kjaraskerð- ingu. Alþýðubandalagið er reiðubúið til viðræðna við Neytendasamtökin um þessi efni og tekur öllum ábending- um um lagfæringar með þökkum. II. Svarið við fyrri spurning- unni á einnig við um hluta af þessari spurningu. Pví skal hins vegar aðeins bætt við að undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að ástæða sé til þess að breyta núverandi sölufyr- irkomulagi á eggjum. III. Alþýðubandalagið telur nauðsynlegt að efla starf Neyt- endasamtakanna og hefur sýnt vilja sinn í verki á liðnum árum þegar flokkurinn hefur haft að- stöðu til þess. í því sambandi má sérstaklega minna á stóraukin framlög til neytendamála 1979, þar sem Alþýðubandalagið fór með viðskiptaráðuneytið. Pá var sérstök áhersla lögð á stofnun nýrra deilda víðsvegar um landið. Alþýðubandalagið leggur jafnframt sérstaka áherslu á að Neytendasamtök- in séu sjálfstæð og óháð opin- berum aðilum jafnt sem einka- fyrirtækjum. Loks skal bent á að mjög er vegið að hagsmunum neytenda um þessar mundir. Neytendur verða að una stórfelldri kjara- skerðingu og bannað er með bráðabirgðalögum að semja um kaup og kjör í landinu. Hefur það aldrei gerst áður í sögu lýðveldisins að þannig sé vegið að grundvallarmannrétt- indum. F.h. Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson. Svör Sjálfstæðisflokksins: I. Varðandi stefnu Sjálfstæðis- flokksins í sambandi við sölu og dreifingu landbúnaðar- afurða og varðandi lögin um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins vill Sjálfstæðisflokkurinn taka eftir farandi fram: Lögin um Framleiósluráð landbúnaðarins eru nú til endurskoðunar og því erfitt að drepa á einstaka þætti í þeim. Markmið þeirrar endurskoðun- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.