Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 58

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 58
RÉTTARREGLUR TIL VERNDAR NEYTENDUM í almennum hegningarlögum hafa lengi verið ákvæði, sem leggja refsingu við því að hafa eitraðar vörur á boð- stólum. Segja má, að í þessum ákvæðum felist allra frum- stæðasta réttarvernd neytenda. Reynt er að koma í veg fyrir, að menn týni lífinu í neytendastellingum. í ársbyrjun 1979 tóku gildi í Svíþjóð opinberar leiðbeiningarreglur um verslun með bleiur, þar sem svo var kveðið á um, að landslýður þar skyldi um það upplýstur á umbúðum bleia í sérstökum aðvörunartexta, að óráðlegt væri að láta börn liggja lengi bleiublaut. Þótt mikið djúp virðist staðfest milli þessara ákvæða, þá er með þeim það ættarmót, að þau varða bæði hag neytenda með nokkrum hætti. Neytendaréttur. Hagsmunamál neytenda eru margvísleg. Kappsmál neyt- enda hlýtur fyrst og fremst að vera það, að ávallt sé nægilegt framboð af góðum vörum og þjónustu við sem hagstæðustu verði. Engu að síður hlýtur neytendum að varða miklu, hversu löggjöf er háttað varð- andi réttindi þeirra og vernd, enda geta lagareglur að Enda þótt skiptar skoðanir séu um það, hversu langt eigi að ganga í neytendavernd, munu trúlega fáir telja fyrr- nefnd hegningarlagaákvæði nægilega réttarvernd fyrir neytendur nú á dögum, en margir munu eflaust álíta bleiubálkinn kynjamynd öfg- anna á þessu sviði. En hvernig er réttarstöðu neytenda háttað samkvæmt lögum hér á landi og hvernig er hún í saman- burði við rétt neytenda í lög- gjöf nágrannaþjóðanna? í þessu greinarkorni er ætlunin að gera örfáum höfuðatriðum þessa efnis nokkur skil. Um- fang viðfangsefnisins leyfir ekki ítarlega umfjöllun. Við samanburð verður litið til Norðurlanda, enda hefur einkum verið horft til þeirra á þessu sviði og almennt mun álit ið, að þau standi fremst í þess- um efnum. í öðrum ríkjum en Norðurlöndum mun ekki vera fyrir hendi jafn víðtæk og sam- stæð löggjöf, sem gagngert tekur mið af hagsmunum neyt- enda. Mál fyrir dómstólum hérlendis getur tekið mörg ár. Það er þvt ekki vœn- legt fyrir hinn almenna neytanda, nema því aðeins að um þess hœrri upphœð er að rœða. 56 nokkru leyti stuðlað að fyrr- nefndum hagsmunum. Líklegt er, að löggjafarvald hafi fyrrum litið á seljendur og kaupendur sem jafnoka á markaðnum og talið þá hafa haft jafnmikil tök á því að semja um viðskipti og skilmála þeirra. Þróun viðskiptalífs og vöruframboðs hefur hins vegar leitt til þess, að tekið hefur að halla á kaupendur smám saman. Þeir hafa misst fótfestu og tapað allri yfirsýn í stór- auknu vöruframboði, tækni- nýjungum og auglýsinga- skrumi. Þá hefur verið sótt að þeim með sífellt meiri þunga með einhliða samningsskilmál- um seljenda, einkum við kaup á svo nefndum „varanlegum neysluvörum“. Því hefur al- mannavaldið orðið að bregðast við með sérstakri stefnu til þess að vernda neytendur. Framkvæmd slíkrar stefnu hefur síðan leitt til þess, að sett hafa verið ýmiss lög gagngert til þess að styrkja stöðu neyt- enda. Þessi þróun er tiltölulega ný af nálinni. Á Norður- löndum hafa margvísleg laga- ákvæði verið sett, sem sérstak- lega stefna að því að tryggja hagsmuni neytenda. Eru þau af ýmsu tagi og yrði skipað í ólíka flokka í svonefndu fræði- kerfi lögfræðinnar. Sú nýlunda hefur verið tekin upp að skipa þessum ákvæðum til hægðar- auka í einn flokk, svokallaðan neytendarétt (konsumentret), vegna fyrrnefnds, sameiginlegs einkennis þeirra, þótt óskyldar séu að öðru leyti. Ekki geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.