Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 63

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 63
ákveðnu marki til kaupa í einu eða fleiri tilteknum fyrirtækj- um samkvæmt samningi þeirra við lánveitanda. Samkvæmt þessu taka nýjustu lög um þetta efni ekki aðeins til hefðbundinna af- borgunarviðskipta, heldur einnig til viðskipta, sem að formi til eru staðgreiðsluvið- skipti, en fjármagnið til kaup- anna kemur úr ýmsum láns- uppsprettum í tengslum við kaupin. Notkun lánskorta (kreditkorta) fellur hér undir. Þessar lagabreytingar hafa einkum verið gerðar með hags- muni neytenda fyrir augum. Hér er um flókin málefni að ræða og ekki gerlegt að gera þeim viðhlítandi skil nema í alllöngu máli. Þess eins skal getið hér, að mikil áhersla er lögð á, að fyrir liggi glögglega, hvaða kostnað neytendur bera vegna þeirra viðskiptaforma, sem lögin taka til. Lausn ágreiningsmála. Svo sem áður er getið um skiptir það neytendur miklu máli að eiga völ á greiðum, ódýrum og skjótvirkum leiðum til þess að fá úrlausn á umkvörtunarefn- um sínum. Góðar efnisreglur til styrktar neytendum ná ekki tilgangi sínum, ef flókið, hæg- gengt og kostnaðarsamt réttarfar hamlar því, að neyt- endur leiti réttar síns í eins- tökum deilumálum. Segja má, að í grófum dráttum sé sér- stakri meðferð „neytenda- mála“ hagað á tvennan veg á Norðurlöndum. Annars vegar hefur í öllum löndunum utan íslands verið komið á fót sérstökum nefnd- um utan hins almenna dóm- stólakerfis til þess að leysa úr deilumálum neytenda og fyrir- tækja á víðtækum grundvelii. Hér er um að ræða „Konsum- entklagonámden" í Finnlandi, „Forbrugernævnet" í Dan- mörku og „Forbrukertvistut- valget“ í Noregi, en allar þess- ar stofnanir voru settar á fót með sérstökum lögum. í Sví- þjóð starfar „Almánna rekla- mationsnámden“ samkvæmt sérstökum samþykktum. Verksvið, starfshættir og skipulag þessara nefnda er í meginatriðum svipað í löndun- um fjórum. Úrlausnir þeirra hafa ekki réttaráhrif sem dóm- ar nema úrlausnir „Forbruker- tvistutvalget“, sem í lögum eru látnar hafa sömu áhrif og dóm- ar séu þær ekki bornar undir dómstóla innan tiltekins skamms frests. Þess ber þó að gæta, að úrlausnum nefndanna mun undantekningalítið vera fylgt í reynd, þannig að í fram- kvæmd hefur þessi munur ekki skipt svo miklu máli. Hins vegar hefur, jafnhliða afgreiðslu þrætumála milli neytenda og fyrirtækja á veg- um nefnda þessara og annarra aðila með svipuðu sniði, verið unnið að því að greiða fyrir afgreiðslu minniháttar mála fyrir almennum dómstólum með breytingum á réttarfars- löggjöf. Með slíkum breyting- um er að því stefnt, að einfald- ara, ódýrara og fljótvirkara verði að reka sérstök minni- háttar mál fyrir almennum dómstólum. Ekki munu réttar- farsreglur af þessu tagi hafa verið teknar upp í öllum fjór- um ríkjunum. Svíar urðu fyrst- ir til að setja reglur um þess konar málsmeðferð árið 1974 með lögum „om ráttegangen í tvistemál om mindre várden“. Réttarstaða neyt- enda hér á landi. Hér að framan hafa helstu þættir norrænnar neytendalög- gjafar verið reifaðir í stuttu máli. Margt vantar í þá frásögn. Þess er rétt að geta, að á síðustu árum hafa komið fram nokkrar efasemdir á Norðurlöndum um gagnsemi þessarar löggjafar. Menn hafa m.a. velt því fyrir sér, hvort lagareglurnar hafi í reynd orð- ið þeim neytendum til fram- dráttar, sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð. Þetta minnir á, að nauðsynlegt er, að gaumgæfi- leg athugun fari fram á öllum aðstæðum og atvikum, áður en lagasetning er ákveðin. Ella er hætt við, að sett verði lög, sem ekki eru í tengslum við raun- veruleikann eða annars efnis en aðstæður krefjast. Þá verð- ur að vara við því, að erlend löggjöf sé lítt eða ekki breytt notuð sem fyrirmynd hér- lendrar lagasetningar án þess að tekið sé tillil til aðstæðna hér á landi, sem oft eru mjög frábrugðnar því, sem gerist í stærri þjóðfélögum, þótt skyld megi teljast. Um skipan mála hérlendis er skemmst frá því að segja, að fátt hefur hér verið tekið í lög sambærilegt við þá norrænu neytendalöggjöf, sem lýst hefur verið. Þó hefur verið sett löggjöf, sem er hliðstæð nor- rænu lögunum um markaðs- slarfsemi. Er þar átt við 5. kafla laga nr. 56 frá 16. maí 1978, um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Sá kafli ber yfir- skriftina: Óréttmætir við- skiptahættir og neytenda- vernd. Þessi lagaákvæði ættu að vera neytendum nokkurs virði, ef vel tekst til um fram- kvæmd þeirra. Af forsögu lag- anna verður ráðið, að þau hafi átt að vera fyrsta skrefið í átt til aukinnar verndar neytenda. Þá kemur og fram, að ekki hafi verið talið rétt af sparnaðar- og hagkvæmnisástæðum að koma á fót sérstökum stofnunum til að annast framkvæmd þessara mála. Var framkvæmd mála varðandi verðlag, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti falin sömu aðilum, og er fram- kvæmdin nú í höndum Verð- lagsráðs, Verðlagsstofnunar og Þriggja manna nefndar. Em- bætti umboðsmanns neytenda var því ekki komið á fót. Hins vegar var ákveðið með lögum þessum, að sérstök deild innan Verðlagsstofnun- ar, Neytendamáladeild, ann- aðist málefni samkvæmt 5. kafla laganna. Samkvæmt lögunum hefur Verðlagsstofn- un svipaða stöðu og heimildir varðandi framkvæmd 5. kafla laganna og umboðsmenn neyt- enda á Norðurlöndum. Ekki hafa neinar þær breyt- ingar verið gerðar á einkarétt- arlegri löggjöf til að auka rétt neytenda, sambærilegar við þá lagasetningu, sem Norður- lönd hafa komið á. Frumvarp til laga um afborgunarkaup var lagt fyrir Alþingi fyrir nokkr- um árum. Ekki varð það að lögum. Nú mun unnið að undirbúningi frumvarps í lík- ingu við þau lög, sem nýverið hafa verið sett á Norður- löndum um þetta efni og hér að framan hefur verið minnst á. Þá njóta neytendur hér á landi ekki hliðstæðs hagræðis við lausn deilumála og gerist á Norðurlöndum. Þess ber þó að geta, að á afmörkuðum sviðum munu kvörtunarnefndir og gerðardómar að einhverju leyti hafa starfað hér á landi. Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera, að réttar- staða neytenda hér á landi er lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Það þýðir samt sem áður ekki, að hags- muna neytenda sé að engu leyti gætt í íslenskri löggjöf. Mörg þau lög og lagaákvæði, sem um getur í III. kafla þess- arar greinar, verða að teljast mikilsverð frá sjónarhóli neyt- enda. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það, hvort þörf sé á að bæta réttarstöðu neyt- enda og hvar réttarbætur séu helst aðkallandi. Staða neyt- enda að öðru leyti er utan við- fangsefnis þessarar greinar. Helstu hcimildir. 1. Lennart Grobgled, Kons- umentratt, 2. útg. Lundur 1977. 2. Konsumentret i Norden, NU B 1979:5, Stokkhólmur 1979. 3. Tvistlösning pá konsument- omrádet i Norden, NU B 1980:14, Stokkhólmur 1980. 4. Forbrugerkommissionens betænkning III - Forbrug- erens retsstilling og rets- beskyttelse-, Kaupmanna- höfn 1975 (danskt álit). 5. Kredittkjöp m.v. Norges offentlige utredninger, 1977:12 (norskt álit). 6. Páll Sigurðsson, Þættir úr fjármunarétti I, Reykjavík 1978. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.