Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 66

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 66
Þjóðarframleiðslan Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar: Þjóðarframleidslan er fundin með því að telja saman einka- neyslu, samneyslu, fjárfestingu og bústofnsbreytingar. Enn- fremur dregst mismunur á verðmæti útflutnings og inn- flutnings frá eða leggst við eftir atvikum . Útkoman úr þessum reikningi nefnist verg (bruttó) þjóðarframleiðsla. A undanförnum áratugum hefur þjóðarframleiðsla ís- lands svo til stöðugt aukist. Árið 1976 var hún til dæmis á verðlagi ársins 1969 allt 496 milljónir króna, en hafði á við- miðunarárinu (1969) verið 342 milljónir króna. Bein aukning þjóðarframleiðslu á þessum sjö árum var því 45 prósent. Tölur um þjóðarframleiösl- una hafa síðan 1977 verið mið- aðar við verðlagið árið 1980 en þá var hún 13.430 milljónir króna. Hún jókst lítillega árið 1981, en árið 1982 dróst þjóð- arframleiðslan saman í annað skipti frá því 1969. Samdrátt- urinn nam um það bil 2 prósentum, en jafn mikill sam- dráttur varð árið 1975. Ástæðurnar fyrir nokkuð ár- vissum vexti þjóðarframleiðslu voru einkum afkastameiri vélar, betri framleiðsluaðferðir og betri nýting á vinnuafli. Þá hefur vinna á heimilunum farið minnkandi og í raun hefur tals- verður hluti heimilisstarfa færst yfir til iðnaðarins. Af- leiðingin hefur verið aukning á mældri þjóðarframleiðslu, vegna þess að heimilisstörf eru ekki talin með þegar reiknuð er þjóðarframleiðsla. Hugi maður að breytingum á undanförnum árum, kemur í Ijós að samneyslan hefur auk- ist en einkaneyslan hefur dreg- ist saman. Sé reiknað í prósentum, kemur í Ijós að einkaneysla nam 65 prósentum af verðmætaráðstöfun árið 1969, en var komin niður í 61 prósent árið 1982. Á sama tíma hefur samneyslan aukist úr 9.8 prósentum í 11.8 prósent af verðmætaráðstöfun. Þróun þessi er dæmigerð fyrir velferðarríkin, þar sem sífcllt stærri hluti heildarneyslu flyst yfir á þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga, til dæmis heil- brigðisþjónustu og menntun. Stjórnmálaákvarðanir hafa valdið þessum breytingum, en í því skyni að færa peninga frá þeim sem „hafa það betra“ til þcirra sem eru „ver settir“, hafa stjórnvöld hækkað óbeina skatta. Þjóðarframleiðsla á mann er oft notuð sem mælikvarði til að sýna lífsafkomu miðað við önnur lönd. Þessi samanburð- ur er síður en svo einhlítur, þar eð einungis er miðað við fram- leiðslu á vörum og þjónustu. I þessháttar útreikningum er ekki tekið tillit til umhverfis- spjalla og rýrnunar náttúru- auðlinda, sem iðvæðingin og framleiðsla orsaka. Margir telja einnig að hafa ætti hlið- sjón af því hvað er framleitt og hvernig afurðunum er skipt milli íbúanna. Minnst hefur verið á annan galla í útreikn- ingum á þjóðarframleiðslu, sem sagt að heimilisstörf koma ekki fram í þessum tölum. Ennfremur villa þessar tölur fyrir - þótt engin breyting verði á lifnaðarháttum, kemur tilfærsla þjónustu frá heimilum til iðnaðar fram sem aukning þjóðarframleiðslu. Tökum sem dæmi heimili sem hættir að kaupa hveiti og baka brauð til eigin neyslu. Engin breyting verður á brauðneyslunni, en vegna þess að nú er keypt brauð hjá bakara, kemur fram aukning þjóðarframleiðslunn- ar. Svo tekið sé annarsháttar dæmi, má benda á að þjóðar- framleiðsla eykst í hlutfalli við fjölgun umferðarslysa. Þau valda þó ekki bættri lífsaf- komu - öllu heldur versnandi ástandi. Einkaneyslan Vinnutekjum og öðrum tekjum ráðstafa heimilin til kaupa á verðmætum, það er að segja vörum og þjónustu, sem þau nota til neyslu. Hlutdeild heimilanna í þjóðarframleiðsl- unni eða með öðrum orðum verðmætaráðstöfun heimil- anna, nefnist einkaneysla. Á síðustu árum hefur einkaneysl- an numið um 8300 miiljónum króna á verðlagi ársins 1980 og jafngildir það að jafnaði ná- lægt 60 prósentum af allri verðmætaráðstöfun í landinu. Miðað við upplýsingar í Norrænni tölfræöihandbók um árið 1975, hafa íslendingar vcrið með hæsta hlutfall einka- neyslu, lægsta hlutfall sam- neyslu og með einna mesta fjármunamyndun. Ef verð- mætaráðstöfun er sett á 100, Þjóðarframleiðsla í milljónum króna á verðlagi hvers árs: Árið 1969 1980 1982 Einkaneysla 218 8380 20790 Samneysla 33 1622 3985 Fjárfestingar, ofl. 87 3741 9398 Þjóðarframleiðslan: 342 13430 31063 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.