Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 68

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 68
... um auglýsingar Enn nokkrar hugleiðingar... í síðasta Neytendablaði (l.tbl. 1983) birtist nokkur fróðleikur um auglýsingar. Er þar m.a. sagt frá siðareglum al- þjóðaverslunarráðsins, kærum vegna auglýsinga, auglýsingum í neytendablöðum og reglum um auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi. Hér skal þakkað fyrir þann fróðleik og einnig þakkað að forráðamenn Neytendasam- takanna taka auglýsingar og auglýsingastarfsemi til umræðu í málgagni sínu. Það verður að gefa auglýsingum meiri gaum en hingað til hefur verið gert og verður hér því varpað fram nokkrum spurningum, sem taka mætti til umræðu. Auglýsingar eru í vaxandi mæli farnar að móta tilveru okkar. Á næstu árum eigum við kost á hljóðvarpssending- um frá fleiri stöðvum og sjón- varpssendingum frá gervi- hnöttum. Auglýsingar eru einnig farnar að birtast á myndböndum sem á boðstól- um eru, alls konar fatnaður er skreyttur með auglýsingum svo ekki sé minnst á íþróttavellina þar sem alls staðar blasa við skrautleg auglýsingarspjöld. Tækifæri auglýsenda til að koma boðskap sínum á fram- færi aukast stöðugt. Hjá forráðamönnum fjöl- miðla, íþróttafélaga og mörg- um öðrum, er mikill áhugi á að fjármagna reksturinn með auglýsingum. Svo virðist sem margir telji að auglýsingar geti bjargað alls konar rekstri í fjárkröggum. Auglýsendur halda því oft fram, að í auglýsingum 'fgi neytendur hagnýtan fróðleik um vöruframboð og það tryggi að þeir geti fullnægt þörfum sínum og óskum á sem bestan hátt. Ennfremur telja þeir að með því að auglýsa vörurnar geti verið að aðstæður skapist til fjöldaframleiðslu. Par með gæti framleiðslukostnaðurinn lækkað og unnt yrði að selja vörurnar ódýrari en ella. Þar að auki álíta þeir að auglýsing- ar séu skemmtilegur liður í fjölmiðlum, og að þær lífgi upp á umhverfi manna. í auglýsingum fá neytendur á aðgengilegan hátt upplýsing- ar um þær vörur og þá þjón- ustu sem á boðstólum eru. Flestir eru sennilega sammála um að óhætt sé að fullyrða að í auglýsingum eru yfirleitt upp- lýsingar að fá, sem koma neyt- endum að gagni þegar þeir eru að ákveða innkaup. Til þess að tryggja neytend- um að þeir geti treyst þeim upplýsingum, sem látnar eru í té í auglýsingum, er samkvæmt lögum um verðlag, samkepp- nishömlur og óréttmæta við- skiptahætti óheimilt að veita rangar, villandi eða ófullnægj- andi upplýsingar í auglýsing- um. Margir neytendur vilja ef- Konulíkaminn er af mörgum talinn góöur til aö selja alls kyns vörur laust fá ítarlegri upplýsingar en almennt gerist nú. Ef haldgóð- ar upplýsingar fengjust í öllum auglýsingum gætu þeir ákveðið megnið af kaupum sínum heima hjá sér. Neytendur mættu því gera kröfur um ítar- legri upplýsingar í auglýsing- um. Eitt markmið með auglýs- ingastarfseminni hlýtur að vera að skapa neytendum haldgott yfirlit yfir það framboð af vörum og þjónustu sem á boð- stólum er á hverjum tíma. Pað þarf að vera til þess að það markaðskerfi, sem við búum við verði sem hagkvæmast fyrir alla aðila. Hins vegar er ekki auðvelt að fá raunverulega yfirsýn yfir markaðinn í þeim aragrúa auglýsinga, sem oft eru settar upp á óskipulegan hátt í fjölmiðlum. Einungis þeir framleiðendur, sem varið geta miklu fé til auglýsinga, geta gert sér vonir um að ná at- hygli neytenda. Mjög fáar reglur eru til um það, hvar megi auglýsa og hvar ekki. Þó er óheimilt samkvæmt lögum um náttúruvernd að setja auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Forráðamenn fjöl- miðla setja sjálfir reglur um hvar í málgagni þeirra auglýs- ingar skuli birtar. Um flutning auglýsinga í sjónvarpi og hljóðvarpi hefur sú regla verið sett að auglýsingar skuli fluttar á tilteknum tíma, sem út- varpsráð ákveður. Væri unnt að koma auglýs- ingum á framfæri á skipulegan hátt þannig að fólk missi ekki af þeim auglýsingum, sem snerta áhugasvið þess? Fer ekki að verða tímabært að taka til umræðu hvort þörf sé á að setja fleiri reglur um hvar auglýsingar megi og eigi að koma almenningi fyrir sjónir? Fjölmiðlar eru háðir auglýsingatekjum Samkeppni fjölmiðla um að ná sem flestum auglýsingum er BEAUTYSOAP NORDMENDE VASA-DISCO /Výft 'Fitt þaö mikilsveröasta, sem ég hefi nokkur _tíma gertfyrir húöina varaövelja Lux( Allt Irá þvi Ali MacGraw hóf lcikicril sinn i kvikmyndum taldist hún til fámcnns úrvalsliös alþióðlcgra kvikmyndast jarna. Og innan hcss hóps hcfur hún jafnan haldið cigin útliti.cinstaklings- bundnum fcgurðarstíl. Útlitiðcrmjögcðlilcgt og'Lux á þátt íaðskapa það. I'aö cr vcgna þcss að hiö ágæta löður Lux fcr bctur mcö húö hcnnar cn nokkur önnur sápa, mýkir I hana ogslcttirá hinn fcgursta hátt. U mönnun scst á andlitinu. K-ss vcgna vclur Ali MacGrawLux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTIARNA HEIMSINS, 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.