Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 73

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 73
og svo á Grenivík. Sjáifsagt má deila um hvort slíkar kann- anir gefa rétta mynd af þeim verslunum sem koma við sögu, en engu að síður gefur slík könnun tii kynna verð á ákveð- inni vörutegund á þeim tíma sem könnunin var gerð. Ef þær eru síðan skoðaðar yfir lengra tímabil má gera sér hugmynd um hvar hagkvæmast er að versla hverju sinni. Nú er það hins vegar svo, að einungis félagar í NAN fá þess- ar upplýsingar sendar heim, en þeir eru ekki nema um 2% af íbúum svæðisins, allur þorri neytenda á Akureyri og ná- grenni sér því ekki þessar upp- lýsingar, og ætla má að þeir sem mest þurfa á slíkum upp- lýsingum að halda sjái þær aldrei. Einmitt nú á tímum hraðminnkandi kaupmáttar ættu upplýsingar um vöruverð að koma að sem mestu gagni. I Neytendablaðinu nr. 1, 1980 segir svo í grein eftir Lars H. Andersen: „Fjárhagslegur ávinningur neytandans af fræðslu er m.a. fólgin í mögu- leikum hans til að skipuleggja betur innkaup, velja hag- kvæmar og nýta betur keyptan varning, sé hann fróðari um leikreglur.“ Síðan segir: „Þctta tvíþætta gildi neytendafræðslu, þ.e. 1) sem baráttutæki, 2) sem hag- stjórnartæki, er þó háð ýmsum félagslegum skilyrðum. Sú til- gáta virðist sem sé ekki út í hött, að árangur af fræðslu fari í ýmsu eftir þjóðfélagslegri stöðu manna.“ Ef þessi tilgáta er rétt verður mun eifiðara fyrir NS að ná til- gangi sínum með útgáfu og fræðslustarfsemi og jafnframt að ætlast til að félagsgjöld standi undir rekstrarkostnaði. Ahugi og skilningur hins al- menna neytanda er hreinlega of lítill. Fræðslan verður því að koma til fólksins eftir fjöl- breyttari leiðum og vissulega hefur slíkt verið reynt núna síðustu misseri. Útvarpsþættir um neytendamál hófust á síð- asta ári og það er vonandi aðeins tímaspursmál hvenær slíkir þættir koma í sjónvarpi. Forystumenn NS ættu að leita eftir samvinnu við öll þau félaga- og klúbbsamtök sem ætla mætti að hefðu áhuga á neytendafræðslu. Við skulum hafa í huga að öflug neytenda- samtök stuðla að betri lífs- kjörum. Þess vegna þarf að tryggja sem breiðastan félags- legan grundvöll að öflugu starfl Neytendasamtakanna. Steinar Þorsteinsson Þær skrifuðu Reyrn 7 Næst síðasta dag ársins 1977 settust 7 konur í Borgarnesi niður og skrifuðu bréf - allar sama bréfið - til Neytenda- samtakanna. Þær óskuðu eftir að gerast félagar í NS, og „ef þess er kostur að fá umboðs- mann í Borgarnesi“. Reynir Armannsson, þáv. form. NS, brást að sjálfsögðu glaður við bón kvennanna, og 21. jan. 1978 efndi hann til fundar í Borgarnesi. Þar var margt rætt um neytendamál; og ákveðið að vinna að stofnun NS deildar í Borgarnesi. Á fundinum skrifuðu 17 sig á fé- lagaskrá, en áður höfðu skrif- að sig 8, auk kvennanna 7. Alls voru því innritaðir 32 væntan- •egir félagar. Á undirbúningsfundinum var kosin bráðabirgðastjórn fyrir deildina Jóhannes Gunn- arsson, form. - Jóhanna Skúladóttir, gjaldkeri og Agúst Guðmundsson, ritari. Þessi stjórn tók nú til óspilltra málanna við að undirbúa stofnfund deildarínnar, - undir forustu Jóhannesar formanns, sem síðan hefur ekki slakað á í neytendamálunum. Ágúst er líka enn í fullu fjöri, hefur alltaf setið í stjórninni, og er nú varaform. félagsins. Stofnfundurinn var haldinn 8. apríl sama ár. Þá var stofn- uð BORGARFJARÐAR- DEILD NEYTENDASAM- TAKANNA, - fyrsta deildin í NS. - Lögin voru samþykkt með fyrírvara um samþykki (lagabreytingu) á næsta aðal- fundi NS. Og þar með var krókurínn beygður til breyt- ingar á félagsformi Neytenda- samtakanna, og á aðalfundi NS 1982 var NS breytt úr landsfélagi í landssamband. Þá urðu NS-deildimar, sem voru orðnar 13, að sjálfstæð- um félögum, og Borgarfjarðar- deild NS varð að Neytendafé- lagi Borgarfjarðar. Þessi breyting hefur stóreflt NS, aukið félagafjölda þeirra að mun, fjölgað virkum félögum í starfi og gert samtökunum kleyft að beita sér með miklu meirí þunga en áður, - til hags- bóta fyrír hinn almenna neyt- anda, - og þjóðfélagið í heild. Á stofnfundinum var bráða- birgðastjórnin endurkjörín. Stofnfélagar urðu 76. Borgarfjarðardeild Neyt- endasamtakanna gerðist strax all umsvifamikil og fór af stað með ýmis nýmæli. Hún gerði verðkannanir í verslunum á félagssvæðinu, - og var þar brautryðjandi hér á landi. Deildin hóf útgáfu á FRÉ'1'1 ABRÉFI og birti í því verðkannanirnar og einnig margskonar fróðleik um neyt- endamál. Fréttabréfíð er gefíð út í 1000 eintökum og sent á öll heimili á félagssvæðinu, en það er verslunarsvæði Borg- arness. Fréttir frá Neytendafélagi Akraness Neytendafélag Akraness var stofnað 25.11.1978. Fyrsti formaður félagsins var Sigrún Gunnlaugsdóttir og er hún reyndar formaður ennþá, og hefur verið aðal- krafturinn í félgsstarfinu frá upphafí. LJpphaflega voru félagar um 100, en eru nú 109. Kvörtunarþjónusta er nú í síma 1077 (Guðríður Hann- esdóttir). í stjórn eru auk Sigrúnar, Díana Sigurðar- dóttir varaformaður, Guð- ríður Hannesdóttir rítari og Ásdís Ragnarsdóttir gjald- keri, auk þess eru kjörnir 6 meðstjórncndur. Ein verðkönnun var gerð á s.l. árí. Aðalfundur var haldinn 31. maí s.l. og voru gestir fundaríns þeir Gísli Jónsson prófessor, Guðsteinn V. Guðmundsson fram- kvæmdastjórí Neytenda- samtakanna og Magnús Oddsson rafveitustjórí. Var fundurinn bæði fróðlegur og skemmtilegur. Var boð- ið upp á kaffí og meðlæti, en heldur var fámennt. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.