Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 74

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 74
Neylendafélag Borgarfjarðar hcfur í samvinnu við verkalýðsfélögin á staðnum, haldið fjölmörg námskeið um ýmsa þœtti neytendamála. Hér að ofan er má sjá hluta þátttakenda á einu þeirra. Kvörtunarþjónusta hefur verið í gangi allt frá stofnun deildarinnar, en verið tiltölu- lega lítið notuð. Aðalstarfs- þátturinn er fræðslustarfið, - neytendafræðslan. I samvinnu við MFA og stéttarfélög í hér- aðinu, hefur félagið staðið að þremur námskeiðum um neyt- endamál. Þau eru: „Nám- skeið um neytendavernd,“ „Námskeið um húsnæðismál“ og Námskeið um opinbera þjónustu.“ Þá héldu Neyt- endasamtökin ráðstefnu í Borgarnesi undir heitinu „Vísitala og verðlag,“ og á aðalfundum félagsins hafa alltaf verið flutt crindi um ein- hvern þátt neytendamála. Hreppsnefndirnar á félags- svæðinu hafa flestar styrkt starf félagsins með fjár- styrkjum. Það hefur gert félag- inu kleyft að standa að nám- skeiðunum. Neytendafélag Borgarfjarð- ar hefur á ýmsan hátt verið lánsamt í starfi. Fyrst má til nefna fyrsta formanninn. Jóhanncs. Hann var - og er - fullur áhuga á neytendamál- um, og átti stærstan þátt í því, hversu vel tókst til með deild- arstofnunina. Jóhannes var formaður deildarinnar þar til 1980. Þá flutti hann til Reykja- víkur, og hóf störf hjá Verð- lagsstofnun. Síðan er það skilningur fólksins á starfinu, - og alveg sérstaklega hreppsnefndanna, - og fjárstyrkir sveitarfélag- anna. Og síöast - en ekki síst - er það samstarfið við Verka- lýðsfélag Borgarness. Frum- kvæðið kom frá Verkalýðs- félagi Borgarness, formanni þess Jóni A. Eggertss. Og hann hefur unnið manna mest að málinu. Neytendafélag Borgarfjarð- ar og Verkalýðsfélag Borgar- ness hafa unnið saman að neyt- endamálum um 2ja ára skeið. Og á 30 ára afmælisdcgi Neyt- endasamtakanna, - 23. mars 1983 - gerðu félögin samstarfs- samning um neytendamál. Samingurinn er merkur áfangi í neytendastarfi á íslandi, því þetta er fyrsti samstarfssamn- ingurinn, sem gerður er á milli launþegafélags og neytenda- félags. Vonandi er þessi samn- ingur, aðeins byrjunin á form- legu samstarfi neytendafélaga og launþegafélaga. Þessi félög eru á vissan hátt tvær greinar á sama meiði, og þurfa því að vinna að mörgum málum í sameiningu. Neytendafélag Borgarfjarð- ar er með skrifstofu í Snorra- búð, húsi stéttarfélaganna í Borarnesi. Félagar eru nú um 300. Aðalstjórn skipa: Bjarni K. Skarphéðinsson, form., Ágúst Guðmundsson, vara- form., Jón Finnsson, ritari, Ragnheiður Jóhannsdóttir, gjaldkeri og Sigríður Finn- bogadóttir, meðstjórnandi. Neytendafélag Borgarfjarð- ar lítur björtum augum til starfsins framundan. Megin- áherslan verður - hér eftir sem hingað til - lögð á fræðslustarf- ið. Reynt verður að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann. Góð þekking hins almenna neytanda á vörum og rétti sínum og skyldum í viðskipum hjálpar honum til þess að gera betri kaup en ella, - og minnkar hættuna á deilumálum. Gagnrýnir neytendur efla sanngirni í viðskiptum. Bjarni K. Skarphéðinsson Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis. Talið f. v.: Hákon Jóhannesson, Friðrik Baldursson, Lára V. Júlíusdóttir, María Magnúsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Jóhannes Gunnarsson, Sigrún Agústsdóttir, Kristín Guðbjörnsdóttir, Erna Hauksdóttir og Anna Kristbjörnsdóttir. Á myndina vantar Dröfn Guðmunds- dóttir, Sigurð Sigurðsson og Gunnþórunn Jónsdóttir. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.