Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 79

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 79
Neytendablaðið 30 ára Kemst skriður á lokunartímamálið ? Frá fyrstu tíð hafa Neytendasamtökin barizt fyrir því, að regl- ur og samþykktir um lokunartíma sölubúða yrðu endurskoðaðar og þeim breytt í þá átt, að þeir yrðu sniðnir eftir þörfum neyt- enda. Þau hafa sýnt fram á, að það kerfi, sem hingað til hefur verið gildandi, væri hvorki í þágu neytenda né hinna, sem ættu að inna af hendi þá þjónustu, sem neytendur greiða fyrir. Það væri í beggja þágu, að grundvallarbreyting yrði á. Og hún yrði að vera í því fólgin, að afgreiðslutímar færu eftir því, hvers konar vörur væru á boðstólum, og hvenær væntanlegum kaupendum hentaði að velja þær. Nú hefur nefnd verið skipuð af hálfu Kaupmannasamtakanna og Verzlunarmannafélags Reykjavikur til að fjalla um þessi mál, og báðir aðilar hafa látið i ljós áhuga sinn á því, að Neytenda- samtökin væru höfð með í ráðum, og þau munu túlka þar sjónar- mið hins almenna neytanda, eftir því sem kostur er. Neytendasam- tökin hafa yfirlýsta stefnu í þessu máli, og er hún birt í 1. tbl. Neytendablaðsins 1960. Þau vænta þess, að það tillit verði tekið til sjónarmiða þeirra, sem þar koma fram, að veruleg breyting verði á því fyrirk-'rn'.iagi. sem nú er. (l. tbi. 1961) Tannkrem, sápur og þvottaefni eru einhverjar mest skrumaugiystu vörur, sem á markaði eru. Varla er hægt að opna blað án þess að rekast á heimsins bezta þvottaefni, tannkrem, sem leysir öll vandamál hvers manns túla, og sápu, sem gerir yður — ef þér eruð kvenmaður — líkasta kvikmyndastjörnu (meðfylgjandi mynd). En ef nota á sápuna til þvotta, tökum til dæmis nýbirta auglýsingu um Sólskins- sápu, þá gerir hún þetta: ,,Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir þrálátustu óhreinindi á svipstundu, án sérstaks nudds. . Já, það er létt verk og löðurmannlegt að annast þvotta á vorum dögum. „Gerið þvottadaginn að hvíldardegi“ sagði Hvile Vask, en hefur nú sjálft fengið mestu hvildina. Það er vel, ef þessar áberandi auglýsingar verða til þess að auka áhuga manna á hreinlæti. Auglýsingakostnaðinn verður að leggja á vöruna, en verst er, ef hún er gerð rán-dýr í krafti fjarstæðukenndra staðhæfinga, undra-eiginleika. Menn skyldu nldrei flýta sér að kaupa undra-vörur. Það er hægt að fullyrða það, að nær undantekningarlaust er ekkert nýtt við þær, sem nokkurra peninga virði er, ekkert nýtt nema skrumið og sölu- bragðið. (3. tbl. 1960) „Stríð gegn samtokum neytenda“ „Hvile Vask málið“ í dönsku blaði. Þannig hljóðar fyrirsögn í danska blaðinu ,,Aktuelt“ hinn 7. jan. s. 1. Er þar sagt, að neytendur bindist samtökum í æ fleiri löndum, en mæti sums staðar allt að því fjandskap af hendi fram- leiðenda og seljanda, (Hér er að okkar dómi tekið alltof djúpt í árina). Sem dæmi nefnir blaðið, hvað gerzt hafi í tveim löndum, Islandi og Englandi. Kaflinn, sem snertir Island, er svartletraður, en England verður að láta sér nægja venjulegt letur. Segir þar: „Á Islandi hefur stríðið staðið um þvottaefni, sem áður hafði komið ólgu af stað hér á landi. (Þ. e. Danmörku og átt við Hvile Vask). Viðkomandi þvottaefni inniheldur 25—30% bleikiefni, þar sem aftur á móti venjuleg þvottaefni hafi 8—9%. Innihaldi þvottaefni of mikið bleikiefni, mun það beinlínis valda skaða á (1. tbl. 1961) ÁLY Á TAIXIR adalfundar ISvytenda sam la ka n n a* Verdnierkingar verzlunarvarninj;s Aðalfundui Neytendasam- takanna 27. (<kt. 1956 lýsir ánægju sinni yfir því. að vcrd- nu rkinyar verzlunarvarnin<is l'iafa verið gerðar að skyldu, bai sem aðrar leiðir báru ekki árangur. Álítur fundurinn að hér sé um merkan hlut að ræða, sem til framfara horfir bæði fyrir seljendur og kaupendur, og skorar fundurinn á hlutað- eigandi yfirvöld að bafa ríkt eftirlit með framkvæmd þessa tnáls nú og framvegis. Innpökkuu brauön. úðalfundur Neytendasam- takanna 27. okt. 1956 ítrekar l'yrri ályktun um það, að öll brauð beri að selja í umbúðum, áhöld notuð við tilfærslu á kaffibrauði, og yfirleitt fyllsta hreinlætis gætt í brauðsölubúð- um. (1. tbl. 1956) Sjálfs afgreiðslan vinnur ú. Hér á landi fjölgar stöðugt sjálfsafgreiðsluverzlunum, og er augljóst, að íolk kann þegar mjög vel að meta þær. Skipu- lag, hreinlæti og smekkvisi í verzlunum hefur tekið slíkum framförum á síðustu árum, að lielzt líkist byltingu. Táknar þetta jafnframt aukna og bætta þjónustu við neytendur. Væri betur, að einhverra framfaia gætti, hvað snertir afgreiðslu- tíma sölubúða, en á því sviði er um stöðugt minnkandi þjón- ustu að ræða. Ber brýna nauð- syn til að finna nýjar leiðir í þeim málum, eins og Neytenda- samtökin hafa þráfaldlega bent á. (1. tbl. 1957) 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.