Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 87

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 87
Neytendablaðið 30 ára AKRANES- DEILDIN Aukið starf í dreifbýli Þann 21. janúar sl. efndu Neytendasamtökin til kynningar- fundar í húsakynnum verkalýðsfélaganna í Borgarnesi, Snorrabúð. Fundinn sóttu tæplega 30 manns, sem teljast verður mjög góð þátttaka, þar sem margir sem áhuga höfðu á fundinum gátu því miður ekki mætt af ýmsum ástæðum. Það hefur reynslan einmitt sannað, því siðan hafa 10 nýir félagar gengið í samtökin. Hafa nú á skömmum tíma 40 manns gengið í deild neytendasamtakanna i Borgarnesi og nær- sveitum. (1. tbl. 1978) Laugardaginn 25. nóv. 1978 var stofnuð deild NS fyrir Akranes og nágrenni. Starfar hún að öllu leyti samkvæmt markmiðum heildar- samtakanna. Þegar hafa verið gerðar tvær verðkannanir í matvöruverslunum og ein könnun á verðmerkingum i búðargluggum. Hafa þær mælst vel fyrirbæði hjá neytendum og versl- unarmönnum. Frá upphafi hefur deildinni verið boðið að birta niðurstöður kannana og annað efni i mánaðarblaðinu Umbroti, sem gefið er út á Akra- nesi. Ein heilsíða hefur jafnan stað- ið deildinni til boða. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti slíks fyrirkomu- lags þar eð eigin útgáfustarfsemi hefur reynst litlum félagasamtök- um ofurefli. Kvörtunarþjónustu var komið á fót strax í upphafi og geta neytend- ur einu sinni í viku komið kvörtun- um á framfæri við deildina símleið- is. Meiriháttar mál eru send Neyt- endasamtökunum í Reykjavík. Sú tilraun var gerð eftir áramót að stofnsetja nokkurs konar heim- ilistækjabanka. Auglýst var eftir gangfærum heimilistækjum (ísskáp- um og eldavélum), sem væru ekki í notkun. Slík tæki kæmu neytend- um að góðu gagni, ef bilanir eða jafnvel deilur við fyrirtæki út af ábyrgð og slíku ættu sér stað. Hefur sú viðleitni mælst vel fyrir, þótt ekki hafi borist nein tilboð. Ætlunin er í framtíðinni að bjóða neytendum á Akranesi og nágrenni sem fjölbreyttasta og nytsamleg- asta fræðslu og þjónustu. (1. tbl. 1979) TOMATAR I júni 1978 kom upp svo- nefnt tómatamál. For- saga þess er sú, að 29. júní birtist í Dagblaðinu mynd af talsvert miklu magni af tómötum, sem Sölufélag garðyrkju- manna hafði látið henda á öskuhaugana í Reykja- vík. Sama dag sendi stjórn Neytendasamtak- anna fjölmiðlum afrit af bréfi, sem Sölufélagi garðyrkjumanna hafði verið sent í ágúst 1977, en í því höfðu NS harð- lega gagnrýnt eyðilegg- ingu á offramleiðslu fyrr á árinu, en jafnframt lagðar fram tillögur, hvernig fullnýta mætti þessa vörutegund. Enn- fremur var lagt til, að Sölufélagið lækkaði verð- ið á tómötum í stað þess að henda offramleiðsl- unni. Þetta kváðust Sölu- félagsmenn hins vegar hafa reynt áður, en það hefði ekki borið tilætlað- an árangur. Eftir því sem leið á júlimánuð varð þrýst- ingurinn bæði frá NS og eins ýmsum dagblöðum hins vegar orðinn það mikill, að Sölufélags- menn treystust ekki til þess að þráast við lengur og 24. júlí lækkuðu þeir verðið á tómötum úr kr. 750- niður í kr. 500- á kílóið. Árangurinn lét ekki á sér standa, því að á aðeins einni viku seld- ust umframbirgðirnar algjörlega upp. I mörg- um verslunum í Reykja- vík varð salan á tómöt- um þrefalt meiri en ver- ið hafði t.d. vikuna á undan. Það má því óhik- að segja, að sjónarmið NS hafi náð fram að ganga í þessu máli. (1. tbk 1979) 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.