Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 2
Svanurinn
Traust umhverfis-
merki til að upplýsa
neytendur skipta
máli. En fyrir hverju
stendur Svanurinn?
Brauðgerðarvélar
Hvaða vélareru til?
- Uppskriftir. -
Borgar umstangið
sig?
Á vegum Neytenda-
samtakanna starfa
sex kvörtunar- og
úrskurðarnefndir.
Kynntu þér rétt þinn
GSM-
símar
GSM-símar njóta vaxandi vin-
sælda. Neytendablaðið hefur gert
markaðskönnun á þessum
símum. Jafnframt hefur blaðið
gert gæðakönnun í samvinnu við
International Testing.
18-21
Tryggðarkortin
Tryggðarkort spretta upp eins og gorkúlur. En hverjir eru samn-
ingsskilmálarnir og ekki síst hvað hagnast neytendur?
Neytendablaðið hefur litið nánar á þessi atriði. 5-8
Örbylgjuofnar
Það er að mörgu að hyggja og úr mörgu að velja, þegar
örbylgjuofninn er valinn samkvæmt markaðskönnun sem
Neytendablaðið hefur gert.
9-12
Hvað eru húseigendatryggingar?
Þriðjungur tjóna á húseignum eru vegna vatnstjóna. Það getur
verið dýrt spaug að lenda í slíku tjóni og vera ótryggður
16-17
Eftirlitsnefndir með
einokunar- og fákeppnis-
fyrirtækjum
Að undanförnu hafa hækkanir nokkurra fyrirtækja
vakið athygli. Mörgum finnast þessar hækkanir úr
takti við verðlagsþróun og ills viti, enda geta ýmsir
þeir framleiðendur og seljendur sem telja sig þurfa
hærra verð nú vitnað til þessara hækkana sér til
málsbóta. Athygli vekur að það eru fyrirtæki á einok-
unar- og fákeppnismarkaði sem ríða á vaðið, Póstur
og sími hf., Landsvirkjun og mjólkuriðnaðurinn, allt
greinar sem eru verndaðar í bak og fyrir gagnvart
samkeppni.
Pósti og síma sáluga hefur nú verið skipt í tvö fyr-
irtæki. í síðasta Neytendablaði voru hækkanirog
breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins raktar ýtarlega og
gagnrýndar. Sú gagnrýni stendur óhögguð. Áætlaður
hagnaður Pósts og síma hf. á síðasta ári er um tveir
milljarðar króna. Það er því undarlegt að fyrirtækið
sem nú heitir Landssíminn hf. geti ekki lækkað verð á
innanlandssímtölum - margumræddum innansvæðis-
símtölum, en þar erfyrirtækið einmitt með einokun.
Einu lækkanirnar sem neytendur verða varir við eru á
símtölum til útlanda og innan farsímakerfisins, en þar
er komin eða er að koma samkeppni. Nú hefur póst-
hlutinn verið aðskilinn í íslandspósti hf., en mikið tap
hefur verið á þeim rekstri á liðnum árum. Það eru því
allar forsendur til að lækka innanlandssímtölin.
Landsvirkjun tilkynnti um hækkun um síðustu ára-
mót. Þetta er einokunarfyrirtæki sem á auðvelt með
að tilkynna slíka hækkun einhliða. í samningi milli
eigendanna - ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyr-
arbæjar - segir að verð frá Landsvirkjun skuli bundið
byggingarvísitölu fram til ársins 2000. Á samkeppnis-
markaði geta menn ekki leyft sér slíkt. Þar sem hörð
samkeppni ríkir verða menn einfaldlega að hagræða
til að lifa af. En eigendurnir gera meira. í samningi
sínum hafa þeir jafnframt gert ákveðnar arðkröfur.
Margir á samkeppnismarkaði vildu eflaust geta gert
það sama, en þetta er jú bara mögulegt á einokunar-
markaði. Þess ber þó að geta að einhverjar raf-
magnsveitur, þar á meðal Rafmagnsveita Reykjavík-
ur, lækkuðu gjaldskrár sínar lítillega um áramótin.
Hækkun Landsvirkjunar bitnar því fyrst og fremst á
neytendum á landsbyggðinni, meðal annars þeim
sem kynda þurfa hús sín með rafmagni.
Þessi dæmi sýna nauðsyn þess að eftirlit verði
hert með fyrirtækjum á einokunar- og fákeppnismörk-
uðum. Þegar einkavæðingin hóf innreið sína í Bret-
landi höfðu breskir íhaldsmenn vit á því að skipa eft-
irlitsnefndir með fyrirtækjum sem starfa á þessum
mörkuðum. Það er samdóma álit þeirra sem til
þekkja að eftirlitsnefndirnar hafi skilað verulegum ár-
angri, meðal annars hvað varðar verð og verðþróun.
Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir svipuðu fyrir-
komulagi hér á landi. Hækkanir og einhliða breyting-
ar á gjaldskrám að undanförnu og breytingar á starfs-
umhverfi með hlutafélaga- og einkavæðingu gerir
þetta enn mikilvægara. Vissulega sjá samkeppnisyfir-
völd um mikilvægt eftirlit með fjölmörgum þáttum á
einokunar- og fákeppnismörkuðum. En samkeppnis-
yfirvöld eru fyrst og fremst umferðarlögregla á mark-
aðnum og fjölmörg atriði sem eftirlitsnefnd eða -
nefndir mundu sjá um falla utan starfssviðs sam-
keppnisyfirvalda. Eftirlitsnefndirnar eru því nauðsyn-
legar, einnig hér á landi.
Jóhannes Gunnarsson
Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang:
neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðar-
maður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Um-
brot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 19.500. Blað-
ið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.400 krónur og gerist
viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytenda-
blaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að
nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á
umhverfisvænan pappír.
2
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998