Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 2
Leiðari Tæknilegar viðskiptahindranir og landbúnaðarráðherra Það vakti athygli nýverið að Neytendasamtökin lögðust mjög hart gegn því að hér væri selt í verslunum nautakjöt sem flutt hafði verið inn frá Irlandi. Margir spurðu hvort ekki væri um stefnubreytingu að ræða hjá Neytendasamtökunum og tals- mönnum þeirra, þar sem Neyt- endasamtökin gengu á sínum tíma hart fram í kröfum um frelsi í viðskiptum með landbún- aðarvörur - sem varð loks að veruleika með nýjum GATT- samningi, að minnsta kosti í orði. Eftir þá var Alþjóðavið- skiptastofnunin (WTO) stofnuð. Þegar þessi samningur var til umfjöllunar lögðu Neytenda- samtökin ávallt áherslu á að gera yrði strangar heilbrigðis- kröfur til þessara vara og að það ætti raunar jafnt við um innlend- ar sem innfluttar landbúnaðar- vörur. Afstaða Neytendasamtak- anna er því óbreytt. Um Ieið og samtökin fagna aukinni sam- keppni leggja þau áherslu á að gerðar verði strangar kröfur um hollustu og hreinleika allrar matvöra og skiptir þá ekki máli hvaðan hún er upprunin. Astæða er til að leggja áherslu á að Irland hefur lengi búið við kúariðu. Irurn hefur raunar tekist að ná betri tökum á sjúkdómnum en mörgum öðrum Evrópuþjóðum, en staðreyndin er samt sú að ný kúariðutilvik hafa greinst á síðasta hálfa árinu á írlandi. Samkvæmt íslenskum reglum má ekki flytja inn nauta- kjöt frá löndum þar sem kúariða hefur greinst sex mánuðum fyrir innflutning. Það skiptir því engu máli hvað landbúnaðarráðherra verður sér úti um margar lög- fræðilegar álitsgerðir - þessi innflutningur var á skjön við settar reglur. Öll rök hníga að því að tengsl séu á milli kúariðu og heila- hrörnunarsjúkdómnum sem kenndur er við Creutzfeldt-Jac- ob og ekki er við nein lækning. Með tilliti til þess að smitleiðir liggja ekki fyrir er ótti neytenda við kúariðuna eðlilegur og ónógar upplýsingar frá stjóm- völdum til neytenda gera málið enn verra. I grannlöndum okkar hafa stjórnvöld víðast hvar brugðist neytendum og látið þrönga hagsmunagæslu fyrir framleiðendur ráða ferðinni. Raunar hafa yfirvöld sumstaðar verið staðin að því að ljúga að neytendum í hagsmunagæslu sinni og í sumum tilvikum hafa ráðherrar orðið að víkja. Að undan- fömu hafa margir hér á landi reynt að nýta sér kúariðumálið til að halda fram íhalds- sömum og gamaldags sjónarmiðum, og hefur landbúnaðarráðherra verið í fararbroddi þeirrar fylk- ingar. í fyrsta lagi er gefið í skyn að loka eigi fyrir allan inn- flutning á hráu kjöti. Slíkt stenst ekki fjölþjóðlega samninga sem Island er aðili að. Um leið og full ástæða er til að leggja höml- ur við innflutningi frá löndum þar sem kúariða hefur greinst er innflutningsbann fráleitt. Nefna má sem dæmi að ef framleið- endur kjöts í Astralíu og á Nýja- Sjálandi mundu vilja selja hing- að lambakjöt væri ekki hægt að amast við þeim innflutningi, enda hefur hvorki greinst þar kúariða né sauðfjárriða. Þessi lönd gætu hins vegar bannað innflutning á Iambakjöti frá ís- landi vegna riðu í sauðfé. Einnig má nefna innflutning frá Noregi, en þar hefur kúariða ekki greinst. Raunar er verðlag á þessum vörum með þeim hætti í Noregi að slíkur innflutningur er ekki freistandi kostur fyrir ís- lenska neytendur. Það er því frá- leitt að landbúnaðarráðherra reyni að nýta sér þessa umræðu til að reka áróður fyrir því að tekið sé fyrir alia samkeppni að utan þegar landbúnaðarvörur eiga í hlut. I öðru lagi hafa landbúnaðar- ráðherra og Bændasamtök Is- lands nýtt sér þessa umræðu til að stöðva innflutning fósturvísa úr norskum kúm, að minnsta kosti að sinni. Neytendasamtök- in hafa ekki tekið afstöðu til þess innflutnings. Það er hins vegar ljóst að ekki er hætta á kúariðu hér þótt slíkur innflutn- ingur sé leyfður. Auk þess að vísindamenn hafa lagt áherslu á að smit geti ekki borist með fósturvísum er hugmyndin sú að halda kúm sem fá fósturvísa í einangrun í Hrísey í þrjú ár. Hægt er að greina kúariðu eftir svo Iangan tíma og er því engin hætta á ferðum. Það er því ljóst að í þessu fósturvísamáli er ekki verið að vernda neytendur sér- staklega heldur að vernda Búkollu okkar - sem er allt ann- að mál og ber að fjalla um á öðr- um forsendum. Það er bannað að blekkja al- menning. Jafnvel landbúnaðar- ráðherra má ekki gera slíkt. Ætli yfirvöld að nota hræðsluna við kúariðu til að koma á tæknileg- um viðskiptahindrunum og hamla með því móti innflutningi á matvöru leggjast Neytenda- samtökin eindregið gegn land- búnaðarráðherra. Með slíku ráðslagi væri verið að brjóta gegn þeim fjölþjóðlegu skuld- bindingum sem íslensk stjórn- völd hafa samþykkt til hagsbóta fyrir neytendur, þar á meðal með samningnum um Alþjóða- viðskiptastofnunina (WTO). Það er ljóst að Neytendasamtökin munu berjast gegn slíku hátta- lagi með öllum tiltækum ráðum. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Frá kvörtunarþjónustunni „Traustur aðili með mikla reynslu af nýbyggingum“-? 3 Láleg vinna múrara 3 Bíl stolið af bílasölu 3 / stuttu máli Fleiri verslanir verðmerkja í sýningargluggum 4 Meira um ósamræmi á hilluverði og kassaverði 4 Úrskurður áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála í KSÍ- málinu 4 Reglur um skilarétt 5 Skil á myndbands- spólum 5 Er bílabón gott fyrir bílinn? 6 Stafrænar myndavélar Hvers ber að gæta við kaup? 8 DVD-Heimabíó á hagstæðu verði 11 Ekki snuða börnin! 15 Minna er betra 16 Viltu kaupa Svan? 18 Selja Svíum umhverfisvænt þvottaefni en öðrum skaðlegt 18 Hendum óhollu matvörunum Breytt mataræði 20 ístravel—málið 23 Tímarit Neytendasamtakanna, Síðumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Veffang: http://www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgöarmaöur: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón meö gæöakönnunum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Sif Guðbjartsdóttir. Umbrot: Blaðasmiöjan. Prentun: ísafoldar- prentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 18.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neyt- endasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.950 krónur og gerist viökomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaöið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getiö, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og viö sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.