Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 6
Bíllinn
Er bílabón
gott fyrir bílinn?
Norska neytendablaðið For-
brukerrapporten birti nýlega
gæðakönnun um tíu tegundir
af bfiabóni á norskum mark-
aði. Við hraðkönnun á helstu
sölustöðum bílabóns hér á
höfuðborgarsvæðinu kom í
Hvítur bíll
varð dekkri
Átiu hvítan bíl - og viltu
halda honum hvítum? Þá
skaltu skoða listann hérna
á eftir vel. Á hvíta bílnum
mátti sjá breytingu á litn-
um eftir því hvaða bón-
tegund var notuð. Liturinn
var áfram hvítur ef notað
var Autoí’lym Super Resin
Polish eða Turtle Wax
0/7(t;/na/-fljótandi auk
einnar tegundar sem við
fundum ekki hér (Simoniz
Cream Wax).
Bíllinn dökknaði ef
notað var Simoni: Liquid
Diamond og Sonax Hard
Vkö.v-fljótandi, auk l'imm
tegunda sem ekki eru
seldar hér.
ljós að af þessum tíu tegund-
um eru að minnsta kosti fjórar
á markaði hér. I töflu eru teg-
undirnar sem voru í gæða-
könnuninni og fundust hér á
markaði og umsögnin sem
hver tegund fékk. Minnt er á
að á markaði hér eru margar
aðrar tegundir af bílabóni til
sölu. Tilraunin sýndi að bestu
bílabónin eru góð vörn gegn
vondum veðrum. Sú tegund
sem fékk hæstu einkunn (4 af
5) er ekki á markaði hér
(Hagmans Glanswax).
Litið var til fjölmargra
þátta í þessari gæðakönnun. I
fyrsta lagi var kannaður styrk-
ur bónsins gagnvart veðrun
og vó sá þáttur 45% af heild-
areinkunn. í öðru lagi var
styrkleikinn í þvotti kannaður
og vó hann 20%. I þriðja lagi
voru könnuð áhrif bónsins á
gúmmíhluti og vógu þau
10%. í í fjórða lagi var könn-
uð ryðhindrun sem vó 5%.
Loks var kannað hve þægilegt
bónið væri í notkun og vó það
20%.
Autoglym Super Resin Pol-
ish og Eagle One Wet (það
síðarnefnda fannst ekki hér)
komu lakast út. Öll mótstaða
fljótandi Sonax Hard Wax
hrundi eftir tilraun í gervisól-
arljósi og varð lakkið skjöld-
ótt og matt.
Lækkar í verði
Það er ekki aðeins að eigand-
inn verði stoltari af gljáfægð-
um bíl heldur er það líka
vinningur fyrir hann þegar
hann selur bílinn ef auðséð er
að bílnum hefur verið vel við
haldið. Þetta á ekki síst við
um bílaskipti eða uppítökur.
Það getur verið frá nokkrum
þúsundköllum og upp í tugi
þúsunda sem þarna munar.
Það sést strax á lakkinu hvort
bíll hefur verið bónaður
nokkrum sinnum á ári eða að-
eins einu sinni. Það myndast á
því bólur og undir þeim ryð
og einnig geta smáholur eftir
steinkast orðið brúnir flekkir.
Það er ljóst að það er mik-
ill vinningur fyrir eigandann
að bíllinn sé þrifinn og bónað-
ur. Sé hann vel bónaður er
léttara að þrífa hann. Þá losna
menn líka við að nota sterk og
umhverfisfjandsamleg
hreinsiefni þegar yfirborðið er
slétt og holumar nánast horfn-
ar. Bónið leggst þannig eins
og himna yfir flötinn.
Viðfundum fjórar tegundir afþeim tíu sem norska neytendablaðið kannaði. Tvcer þeirrafengu 3
af5 í heildareinkunn, Turtle Wax Orginal-fljótandi og Sonax Hard Wax-fljótandi.
Gljáfægður
Helstu óvinir bílsins eru ryk,
drulla og sólarljós. Til þess að
reyna á þol bónsins í vondum
veðrum og í sólarljósi voru
aðallega notaðar þrjár aðferð-
ir. Biti af húsinu er bónaður
vel, settur í xenon-ljós og svo
skoðaður eftir tiltekinn tíma.
Flestallar bóntegundirnar
stóðust þessa áraun vel nema
Sonax Hardvoks, sem kom
verulega illa út bæði úr bláa
og rauða ljósinu. Bitinn varð
mattur og óásjálegur.
Bónin hafa einnig verið
reynd í venjulegu veðri. Þá
voru fjórir bílar bónaðir með
bóntegundunum í könnuninni.
Þeir voru síðan í venjulegri
umferð á götunum í sex mán-
uði og þá teknir til skoðunar.
Bílarnir voru þvegnir sex
sinnum á þessu hálfa ári með
háþrýstispúlun og vaxlausri
bílasápu til að kanna þolið.
Einnig voru tvær plötur úr bíl-
unum settar upp á þak og
keyrðar um í súru Óslóarloft-
inu. Þarna skildi á milli bón-
anna. Við fundum ekki hér á
markaði þá tegund sem best
kom út (Hagmans Glanswax),
en á því bóni var varla hægt
að sjá mismun á gljáa eftir til-
raunina og frekar að gljáinn
hafi aukist á annarri plötunni
en hitt. Ekkert af hinum bón-
tegundunum náði slíkum ár-
angri.
Gerðar voru tilraunir strax
eftir þolraunina með þvf að
setja lítinn vatnsdropa á lakk-
ið og látið reyna á hvort drop-
inn flýtur, því þá er bónið út-
slitið. Kannanirnar sýndu að
bónið slitnar verulega við
þvott. Flestar tegundirnar
stóðu sig vel við háþrýsti-
þvott, en með burstaþvotti
gáfu þær eftir hver af annarri.
6
NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001