Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 9
Stafrænar myndavélar \JB0*Í** sem ekki er unnt að koma myndunum í tölvu, kaupa segulkort eða rafhlöður, er í mörgum tilvikum heppi- legra að taka með sér filmu- vél. Vandi skapast við að þurfa sífellt að hlaða raf- hlöður og kannski nauðsyn- legt að taka með sér mörg minniskort. Kostnaðurinn við kort til að geyma nokk- ur hundruð myndir getur verið meira en verð á góðri filmumyndavél. • A ódýrari vélar vantar oft LCD-stafrænan litaskjá en í rauninni er alveg hægt að vera án hans. Viðbótarbúnaðurinn Stafrænu vélarnar hafa tak- markað notagildi án ákveð- inna fylgihluta, misjafnt er hvort þeir fylgja með og nær óhjákvæmilegur kostnaður getur verið á verðbilinu 17-90 þús.kr. Þetta þarf að taka með í heildarreikninginn. Hafa þarf mestallan þennan búnað til að nýta stafræna myndavél að gagni: 1) Hleðslurafhlaða, ein eða fleiri. 2) Auka minniskort, eitt eða fleiri. 3) Taska með plássi fyrir a.m.k. minniskort og raf- hlöðu. 4) Kortalesari, til að hraða hleðslu í tölvu. 5) Ljósmyndaprentari. 6) Tölva með þokkalega stór- um hörðum diski og geisladiskaskrifara (brenn- ara). 7) Myndvinnsluforrit. ORÐALISTI Digital zoom, sjá stafrænt brun. Díll: Stafrænar myndirnar eru byggðar upp af dílum. Því fleiri díla sem vélin get- ur skráð á tiltekið flatarmál, þeim mun skarpari myndum skilar hún. Sérhver díll felur í sér eitt bæt af rauðu, eitt af grænu og eitt af bláu. Oft eru notuð orðin pixill eða punktur í staðinn fyrir díll. Innreikningur (inter- polation): Hálfgert blöff. Framleiðendur auglýsa oft að hægt sé að ná stærri myndum og meiri upplausn með innreikningi (inter- polation). Þá „getur vélin í eyðurnar" og bætir inn díl- um í samræmi við „alvöru"- dílana sem liggja að þeim og reiknar inn líklegt gildi hinna nýju, t.d. lit og birtu. I sumum tilvikum heppnast þetta en skerpan verður aldrei jafn mikil og í mynd án innreiknings. Búnaðurinn er í raun lítils virði því fólk getur gert þetta sjálft í tölvu eftir á. Interpolation, sjá innreikn- ingur. Linsubrun (optical zoom): Raunverulegt brun þar sem glerin í linsunni breyta myndsviði milli gleiðhoms og aðdráttar. „2X“-brun merkir að sé víðasta sjónar- horn 50 mm er hægt að bruna upp í 100 mm. Sam- bærilegar tölur eru lægri en á 35 mm-vélum en oft eru þær gefnar sem samsvarandi 35 mm (35 mm equivalent). Normallinsa á stafrænni vél er 7 mm sem samsvarar 50 mm á 35 mm vél. Optical zoom (true zoom, telephoto), sjá linsubrun. Pixel (picture element), sjá díll. Resolution, sjá upplausn. Stafrœnt brun (digital zoom, simulated zoom): Hálfgert blöff. Vélin stækk- ar upp miðju myndarinnar með innreikningi. Ekki þarf vélbúnað við þetta svo að stafrænt brun er ódýrara en linsubrun. En skerpan er alltaf minni. Allir geta í raun notað myndvinnslu- búnað heima hjá sér til þess arna, að skera og stækka upp hluta myndar. Upplausn (resolution): Því hærri sem upplausn mynda- vélar er, þeim mun skarpari geta myndirnar orðið. Hún er mæld í dílum á tilteknu flatarmáli, yfirleitt tommu. A mynd sem hefur upp- lausnina 1.280 x 960 er hver tomma með 1.280 dfla á þverveginn og 960 á hæð. Myndavélin er þá sögð vera „1,2 megadíla“ (1,2 milljón díla) sem er margfeldi taln- anna. Upplausn er líka köll- uð leysni. 8) Þrífótur. 9) Straumbreytir og hleðslu- tæki (sem hægt er að flytja með sér) Nær allar tölvur framleiddar frá því á árinu 1998 eru með USB-tengi sem eru hraðvirk- ari og þægilegri en eldri teng- in. Fyrir tölvur án USB er hægt að kaupa minniskorta- lesara sem hraðar niður- hleðslu og kemur í veg fyrir að sífellt þurfi að að þvælast Dæmi um heppilegan búnaó Hlutir Verðbil i kr. Aukaminniskort um 6-65.000 Aukarafhlaða um 500-6.000 Hleðslutæki um 6-7.000 Kortalesari um 2.500-8.000 Taska um 2-3.000 Atts um 17-90.000 Hve mikið minni taka myndirnar? *> Stór mynd (2048 x 1536 p.) Lítil þjöppun 2100 KB Miðtungsþjöppun 916 KB Mesta þjöppun 474 KB Meðatmynd (1024 x 768 p.) Litit þjöppun 835 KB Miðtungsþjöppun 334 KB Mesta þjöppun 177 KB Lítit mynd (640 x 480 p.) Lítit þjöppun Miðlungsþjöppun Mesta þjöppun 410 KB 153 KB 80 KB *) Pessar tölur eiga aðeins við um staðalaðstæður með Canon PowerShot 20 og geta veríð ólíkar i öðrum vélum og eftir myndefni og skilyrðum við myndatökuna. NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.