Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 16
Neytendum nóg boðið?
Minna er betra
Fyrri hluti þessarar greinar
birtist í síðasta hefti Neyt-
endablaðsins. Þar var greint
hvemig neytendur eru dregnir
inn í öfugþróun sem fylgir of-
framboði, dýrkeyptri sam-
keppni og hæpnum ákvörðun-
um stjórnvalda. Hvemig þeir
gjalda neyslu sína óþarflega
háu verði. Vikið var að ýms-
um hættumerkjum, þar á
meðal hinni þungbæru
skuldasöfnun heimilanna í
landinu. Niðurstaðan var sú
að tímabært væri að fara að
huga betur að varnaraðgerð-
um; greina hvenær nóg er
komið og hvað borgi sig til
lengri tíma litið, bæði þegar
stefnt er að því að bæta eigin
hag og gera samfélaginu
gagn. I þessum hluta greinar-
innar hefjum við það verk.
Gleymd hagspeki
Hagvöxtur undanfarinna ára
byggist einkum á því að það
sem áður var ræktað, unnið
og gert á heimilum eða innan
stórfjölskyldunnar hefur færst
yfir á markað og er boðið þar
til kaups - eða veitt með op-
inberri þjónustu. Mestu mun-
ar þó um allt það nýja sem
boðið er til kaups, sem birtist
til dæmis í því að neytendum
í þéttbýli bjóðast nú mörg
hundruð mismunandi tegund-
ir mjólkurafurða í verslunum
og ótal efni og aðferðir til að
losna við aukakíló, þreytu,
hrukkur og hvers kyns vand-
ræði. Þessi þróun eykur það
sem ég hef kallað umbúða-
kostnað við mannlíf og rekst-
ur; ýmiss konar verkkunnátta
glatast, samskipti breytast og
tímaskortur verður ríkjandi
tilfinning um allt þjóðfélagið.
I margþættu markaðsstússi
nútímans vill gleymast hvað
störf unnin af eigin hvöt á
heimili og í frístundum reyn-
ast að jafnaði gagnleg og gef-
andi bæði frá efnahagslegu,
félagslegu og uppeldislegu
Eftir Hörð Bergmann
Höröur Bergmann hetur samið
námsefni fyrir skóia og fullorð-
insfræðslu og tvær bækur sem
fjalla um þjóðmál oglífshætti:
Umbúðaþjóðfélagið (1989) og
Þjóðráð (1999). Ísíðarnefnda
ritinu setur höfundur sér það
markmið að greina helstu þjóð-
félagsvandamál sem við er að
glíma hér á landi og gefa rök-
studd ráð um lausn á þeim.
sjónarmiði. Störfin á vinnu-
markaði eru vitaskuld mis-
þörf og oft einhliða og leiðin-
leg. Allt annað gildir um
umbun fyrir störf sem þjóna
augljósum, nærtækum mark-
miðum og tengjast áhugamál-
um okkar eða þörfum skyld-
menna og vina. Það er veru-
legur munur á aðferðum og
samskiptum annars vegar
þegar vara og þjónusta er
keypt á markaði og hins veg-
ar þegar við reynum að bjarga
okkur sjálf. Eg hef áður reynt
að draga þennan mismun
fram í töfluformi en hér neðst
á síðunni er endurskoðuð út-
gáfa þar sem meginmunurinn
er dreginn fram.
Yfirlitið dregur fleira en
verðgildi fram í dagsljósið en
varðar þó hagfræði og hag-
sýni. Það minnir okkur á þann
reginmun sem er á verðmæti
krónu sem sparast og krónu
sem unnið er fyrir á vinnu-
markaði og notuð á vöru- og
þjónustumarkaði. Sé komið
yfir skattleysismörkin þá er
verðmæti launa- og mark-
aðskrónunnar aðeins um
þriðjungur þeirrar spöruðu.
Rýrnuninni veldur tekjuskatt-
ur sem nemur tæpum 40%,
virðisaukaskattur á bilinu
14-24% og kostnaður sem
fylgir því að stunda launa-
vinnu. Segja má að mark-
aðskrónan verði enn rýrari
þegar keypt er bensín því þá
rennur hátt í 70% verðsins til
ríkisi’ns. En á móti kemur
auðvitað að framlagið nýtist í
þjónustu hins opinbera við al-
menning.
Sú spuming fer að verða
áleitin hvort við höfum látið
of mörg viðfangsefni á mark-
að og inn í opinbera geirann,
fleiri en hagkvæmt kann að
reynast til lengdar. Ljóst er til
dæmis að fyrir hagvaxtar-
skeiðið mikla sem staðið hef-
ur í hálfa öld nægði fjölskyld-
um að annað foreldrið væri
bundið á vinnumarkaði. Nú
þurfa báðir að binda sig þar
eigi að vera von um að kom-
ast sæmilega af. Víst ber að
viðurkenna að með núverandi
háttum hafa fjölskyldurnar
mun meira umleikis en áður
var - þær hafa úr meira að
spila. En jafnframt má spyrja
hve mikið hafi áunnist; hvort
það sé eftirsóknarvert þegar
að er gáð. Þeir sem meta mik-
ils tíma til eigin nota og vilja
binda sem minnst af tíma sín-
um á vinnumarkaði gætu átt
erfitt með að greina framfar-
imar.
Annarpóll íhæðina
Sjálfsbjargarhefðin og sú fjöl-
þætta verkkunnátta sem
fylgdi henni er að glatast
einmitt nú þegar tímabært
gæti verið að grisja mark-
aðsumbúðirnar og sækja
færra í faðm hins opinbera.
Þó er ekki vonlaust að endur-
vekja virðingu fyrir störfun-
um sem falla utan hins form-
lega hagkerfis, bæta með því
eigin hag og draga úr hag-
vexti. Ef að er gáð getur það
nefnilega farið saman.
Margir kostir fylgja því að
fólk reynir að hjálpa sér sjálft
og draga úr vissri neyslu. Þá
duga minni tekjur og ekki
þarf að eyða eins miklum
tíma á vinnumarkaði. Meiri
tíma verður hægt að verja eft-
ir eigin höfði. Það hlýtur að
vera keppikefli flestra að fá
meiri tíma til eigin nota, tíma
til samskipta við þá sem þeir
kæra sig um, tíma til sjálfs-
náms, ferðalaga og þeirrar
tómstundaiðju sem hugur
stendur til. Nú, eða einfald-
lega liggja í leti, sem endur-
NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001
Á markaói - launavinna Á eigin spýtur - frístundavinna
Byggt er á valda- og verkaskiptingu og afmarkaðri sérfraeði sem fæst með skótagöngu. Réttindi bundin skótaprófi. Byggt á þekkingu og hæfni sem fæst með þvi að prófa sig áfram og feita til þeirra sem til næst. Ekki spurt um réttindi.
Keppt að skiptagitdi miðað við peninga. Vinnan er skattskytd, taunatengd gjöld. Viðfangsefnið ræðst af notagifdi fremur en verðgitdi. Vinnan óiaunuð og ekki skattskyfd.
Ókunnugir nota afurðirnar og þjónustuna. Afrakstur vinnunnar notaður innan fjötskyfdunnar.
Tíminn er peningar, takmörkuð samskipti. Tekinn sá tími sem þarf, þar á meðat tit samskipta.
Veitandi og þiggjandi eru í viðskiptatengstum sem móta htutverk þeirra og hegðun. Húsbóndavatd atvinnurekanda. Við fáum afgreiðsiu. Veitandi og þiggjandi eru fétagar sem teita jafnræðis í samskiptum sínum. Ekkert húsbóndavatd. Við gerum greiða og þiggjum greiða.
Hvatt tit þess að safna skufdum. Staðið i þakkarskutd.
16