Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 18
Umhverfið Viltu kaupa Svan? Flestir vilja leggja sitt af mörkum til að vemda um- hverfi sitt og náttúru og búa þannig bæði sér og afkom- endum sínum betri framtíð. Neytendur geta lagt sitt lóð á vogarskálina með ýmsum hætti, meðal annars með því velja alltaf þá vöru sem hefur minnst álag á umhverfið í för með sér. Vandamálið er hins vegar að það er ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir því hvaða vara það er hverju sinni. Fæst okkar hafa aðgang að þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að ráða það af innihaldslýsingu fram- leiðandans hvort þvottaefnið sem við emm með í höndun- um er betra eða verra fyrir umhverfið en næsta tegund í hillunni. Hér kemur Svanurinn til sögunnar, og einnig önnur viðurkennd umhverfismerki á borð við Bra Miljöval, Bláa engilinn þýska og Evrópu- blómið. Neytendur geta verið vissir um að þær vömr sem bera eitthvert þessara merkja hafa verið þróaðar og fram- Ieiddar undir ströngu eftirliti sérfræðinga á hverju sviði, með það fyrir augum að bæði framleiðsla þeirra og notkun leiði til minnsta mögulegs álags á náttúmna, án þess þó að það komi niður á gæðum vörunnar. Græni svanurinn Norræna umhverfismerkið er hvítur svanur á grænum gmnni, og gengur í daglegu tali undir heitinu græni svan- urinn, til aðgreiningar frá hin- um hvíta svani í merki Norð- urlandaráðs. Hann er opinbert umhverfismerki Norðurlanda og trygging neytenda fyrir því að varan sem skartar honum á umbúðum sínum er gæðavara Eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur, umsjónarmann norræna umhverfis- merkisins á íslandi sem skaðar umhverfið minna en aðrar sambærilegar vörur. Svanurinn er samstarfs- verkefni allra norrænu ríkj- anna og hefst saga hans árið 1989. Fyrsta svansmerkta var- an kom á markað 1991 og á þeim tæpu tíu árum sem síðan eru liðin hafa ríflega 2.000 vörutegundir fengið svans- merkið í um það bil 50 vöru- flokkum. Svanurinn er lang- útbreiddasta umhverfismerkið á Norðurlöndum en blái eng- illinn þýski hefur vinninginn í fjölda vörutegunda. Strangar kröfur og stöðug þróun Áður en framleiðandi fær leyfi til að merkja vöru sína græna svaninum þarf hann að uppfylla margvísleg skilyrði. Strangar kröfur eru gerðar um hráefni, framleiðsluferli, að- flutninga, efna- og orkunotk- un, mengun við notkun vör- unnar og eyðingu hennar að notkun lokinni. Þar með er þó ekki allt búið. Þekking á umhverfinu og áhrifum af margvíslegum aðgerðum okkar mannanna vex stöðugt. Samtímis aukast kröfur stjórnvalda og almenn- ings víða um heim til iðnfyr- irtækja á öllum sviðum um að þau nýti sér stórstígar tækni- framfarir samtímans til þess að bæta framleiðslu sína og draga jafnframt úr neikvæð- um áhrifum hennar á um- hverfið. Skilyrðin sem þarf að upp- fylla til að halda græna svan- inum á framleiðsluvöru sinni eru því í stöðugri endurskoð- Selja Svíum umhverfisvænt þvottaefni en öðrum skaðlegt Neytendablaðið hefur ítrek- að fjallað um umhverfis- vænar vörur og þær sem ekki geta talist umhverfis- vænar og meðal annars sagt frá afstöðu alþjóðafyrirtæk- isins Procter & Gamble til umhverfismerkinga á þvottaefnum en þetta fyrir- tæki framleiðir meðal annars Ariel-þvottaefni og Yes- uppþvottaefni. Nú hafa Neytendasam- tökin og nokkur önnur sam- tök neytenda og umhverfis- sinna á Norðurlöndum sent sameiginlegt bréf til Procter & Gamble þar sem fyrirtæk- ið er gagnrýnt fyrir að neita að bjóða íslenskum, dönsk- um, norskum og finnskum neytendum umhverfisvænt þvottaefni þótt fyrirtækið framleiði það fyrir sænskan markað. Þvottaefnið Ariel er selt með norræna umhverfis- merkinu í Svíþjóð en sams konar þvottaefni á markaði í hinum löndunum inniheldur skaðleg efni og mundi því ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til vöru með nor- ræna umhverfismerkiinu. Þessi gagnrýni kemur fram í bréfi sem samtökin sendu Procter & Gamble á Norður- löndum nýverið. „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækið skuli ekki bjóða íslenskum neytendum að kaupa umhverfisvæna vöru sem þó er framleidd á þess vegum. Að mínu mati eiga íslenskir neytendur skilið að fá það besta sem þetta fyrir- tæki hefur upp á að bjóða. Stjómendur Procter & Gamble virðast ekki vera sömu skoðunar og þeir eru greinilega smeykir við að umhverfisvitund neytenda aukist með umhverfismerk-- ingum af þessu tagi,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna, sem tóku þátt í bréfinu til Procter & Gamble. Raunar hefur umhverfis- merkt vara frá þessu fyrir- tæki komið á íslenskan markað en þá hefur verið límt yfir umhverfismerkið og mikilvægum upplýsing- um þannig verið haldið frá neytendum. Norræna um- hverfismerkið er vel þekkt og eftirsótt meðal sænskra neytenda og það hefur sýnt sig að þeir velja fremur vör- ur sem skarta því en aðrar, enda vita þeir að varan upp- fyllir þar með þær ströngu kröfur sem merkinu fylgja um skaðlaus áhrif á um- hverfið. Hér á landi má fá ýmsar vörur með norræna umhverfismerkinu, þar á meðal þvottaefni og önnur efni sem eru í samkeppni við vörur frá Procter & Gamble. „Það er mikið áhyggju- efni þegar alþjóðlegt fyrir- tæki eins og Procter & Gamble vinnur beinlínis gegn norræna umhverfis- merkinu, því í merkinu fel- ast mikilvægar upplýsingar til neytenda um áhrif vöru á umhverfið. Neytenda- og umhverfissamtök á Norður- löndum hafa ítrekað vakið athygli á þessu og hvatt Procter & Gamble til þess að endurskoða afstöðu sína - en hingað til án árangurs," segir Jóhannes. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.