Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 19
Umhverfið un og kröfur til framleiðand- anna eru hertar í takt við þró- unina á hverju sviði. Þeir framleiðendur sem ekki upp- fylla nýjar og breyttar kröfur verða að fjarlægja svansmerk- ið af vöru sinni. Þannig er tryggt að svansmerktar vörur uppfylli ætíð ýtrustu um- hverfiskröfur sem hægt er að gera á hverjum tíma. Þvottaefnin þjappast saman Þvottaefni eru gott dæmi um þetta, en innihald þeirra hefur gjörbreyst á þeim níu árum sem liðin eru frá því að fyrsta svansmerkta þvottaefnið var sett á markað. Kröfur um efnainnihald svansmerktra þvottaefna hafa farið síharðn- andi og afleiðingin er sú að fjölmörg þeirra aukaefna sem alsiða var að blanda í þvotta- efni fyrir tíu árum eru nú al- veg horfin. Þessa þróun geta neytendur einna best séð á stærð þvotta- Umhverfismerki Evrópusambandsins, blómið efnispakkninga. Þær minnka sífellt, enda eru gerðar kröfur um að óþarfa uppfyllingarefni séu fjarlægð. Þetta eitt og sér dregur úr umbúðanotkun, efnanotkun, hráefnisþörf og orkueyðslu við framleiðslu og úr eldsneytiseyðslu við flutn- inga, svo eitthvað sé nefnt, að því ógleymdu að notkun NEYTENDASTARF ER íALLRA ÞÁGU þvottaefnisins hefur minni áhrif á umhverfið en áður. Nú er svo komið að velflestir þvottaefnisframleiðendur eru farnir að draga mjög úr notk- un fyllingarefna, hvort sem þeir sækjast eftir umhverfis- merki af einhverju tagi eða ekki, en þá þróun má fyrst og fremst rekja til sífellt strangari skilyrða þeirra sem að merkj- unum standa. Það eru þó ekki aðeins fyll- ingarefnin sem hafa horfið úr svansmerktum þvottaefnum á þessum níu árum. Fosfat þekkist varla lengur, bleiking- arefni hvers konar og fjöl- mörg þrávirk lífræn efni sem áður voru algeng og valda miklu tjóni á lífríki hafsins eru hætt að renna út í sjó í gegnum niðurföll neytenda sem þvo sitt tau með svans- merktum þvottaefnum. I stað- inn eru komin mun skaðlaus- ari efni sem þó skila jafn- hreinum þvotti á snúrurnar. Maraþon Milt og Hjá GuðjóniÓ. Þvottaefnið Maraþon Milt frá Frigg er eina íslenska þvotta- efnið sem merkt er græna svaninum. Maraþon Milt var jafnframt fyrsta íslenska var- an sem skartaði græna svanin- um, en síðan hefur prent- smiðjan Hjá Guðjóni O. feng- ið leyfi til að svansmerkja framleiðsluvörur sínar. Auk þess fást um það bil 70 svansmerktar vörutegundir í íslenskum verslunum, þar á meðal þvottaefni, hreinsiefni og hreinlætisvörur ýmiskonar. Einnig má finna hér svans- merktar pappírsvörur, raf- hlöður, gólfklæðningar, skrif- færi, ljósritunarvélar, bygg- ingarplötur, gólfklæðningar, kaffisíur og jafnvel sláttuvél- ar. Um svansmerktar vörur gilda sömu markaðslögmál og aðrar - eftirspumin ræður framboðinu. Kannanir í Skandinavíu hafa leitt í ljós að 84% neytenda telja svans- merkta vöru að minnsta kosti jafngóða og aðra framleiðslu, og tæp 40% telja hana meira að segja betri eða miklu betri. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að það er hægt að samrýma strangar kröfur á sviði umhverfis- vemdar og kröfur neytandans um gæði og notagildi vörunn- ar. Með því að kaupa svans- merkta vöru, eða vöru merkta öðru viðurkenndu umhverfis- nterki, aukum við eftirspurn- ina eftir slíkum vörum og þar með framboðið. Um leið get- um við verið viss um að fá vöru sem mengar í lágmarki og sem í langflestum tilvikum fæst á s.amkeppnishæfu verði. Jafnframt leggjum við okkar af mörkum til þess að draga úr mengun. Akron ehf. Akureyrarbær Alno Alp-bílaleigan Alpan, Eyrarbakka Alþýóusamband íslands Ágúst Ármann Bilabúó Benna Bílaleiga Flugleida - Hertz Blómaval Bón- og þvottastöóin, Sóltúni 3 Bónus verslanirnar Brúnás-lnnréttingar Bræóurnir Ormsson hf. Danfoss hf. Domino 's Pizza Egill Árnason hf. Eimskip hf. Einar Farestveit & co. hf. Endurvinnslan hf. EUROPAY Island - Kreditkort hf. Feröaskrifstofa íslands - Úrval Útsýn Fjarhitun hf. Friórik A. Jónsson ehf. Frigg Griffill hf. Halldór Jónsson ehf. Hans Petersen hf. Hreyfill Húsasmiöjan hf. Krónu-verslanirnar HETTÓ á Akureyri, Akranesi og Reykjavík Norölenska ehf. Noröurmjólk ehf. OLÍS - Olíuverslun íslands hf Olíufélagiö hf. - Esso Osta- og smjörsalan Pharmaco hf. Rafiönaöarsamband íslands Reykjavíkurborg w iv w. reykja vik. is Samband íslenskra sparisjóöa Sjóvá-Almennar hf. Sláturfélag Suöurlands Tryggingamiöstööin hf. Vífilfell VÍS - Vátryggingafélag íslands hf. VISA ísland NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.