Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 20
Maturinn
Hendum óhollu matvörunum
Sjaldan höfum við talað
svona mikið um mat, nær-
ingu, sykur, fitu, offitu,
krabbamein, hjartasjúkdóma,
harðlífi og andfýlu! Og ekki
er það betra nú eftir áramótin
þegar öll heitin sem tekin
voru í léttum og slóttugum
anda kampavínsins rifjast upp
fyrir okkur og kalla á fram-
kvæmd. Heit sem næstum án
undantekninga fjalla um að
hætta einhverju. Efst á blaði
og vinsælast er „hætta að
reykja-heitið“. En heitin eru
fjölbreytt. Þar má minna á
heitið um að hætta að drekka
svona mikið, hætta að keyra í
sjoppuna sem er 200 metra frá
heimilinu, hætta allri leti og
hreyfa sig meira og reglubund-
ið, hætta að borða sælgæti,
hætta að drekka kók, og ekki
má gleyma því vinsælasta, að
hætta nánast að borða, draga
allavega stórlega úr því og
hafa matinn hollan og með
sem minnstri fitu. Með fyrir-
heitunum ætlum við að verða
fyrirtaksmanneskjur með fyrir-
taksvenjur. Akvörðunin hefur
verið tekin, og eins og sagt er:
Hálfnað er verk þá hafið er.
Leiðirað markmiðum
Næsta skref gæti verið að
finna leiðir, eða að bera sig
eftir björginni. Það er sannað
mál að manneskja með um-
framorku er sjálfbjarga og öll
ættum við að vera full af um-
framorku eftir alla óregluna í
mat og drykk um jól og ára-
mót og sérstaklega ef við trú-
um bæði á jólasveininn og
hitaeiningarnar. Vel byrg dríf-
ur sjálfbjargarviðleitnin okkur
á dæmigerða staði:
• A heilsuræktarstöðvamar
þar sem við leitumst við að
lyfta lóðum og um leið
sjálfsvirðingunni.
• I heilsuverslanirnar þar sem
okkur er lofað einföldum og
skjótum leiðum að mark-
miðum okkar með töflum
og dufti.
20
• I lestur tímarita, ekki síst um
fræga fólkið, sem ekki er
verra að líkjast. Það hvetur
okkur til dáða að uppfylla
heitin okkar góðu.
• Sum okkar leita til bóka-
safna sem hafa að geyma
ýmsan fróðleik um marg-
víslegar leiðir, um rétt
mataræði, ýmiss konar mat-
arkúra og megrunarleiðir
sem geta einmitt hentað þér
og mér.
Nú ætti allt að vera klappað
og klárt, áætlunin komin í hús
og bjart framundan. Það er þó
einn hængur á þessu máli.
Hann er sá að það eru til svo
mörg mismunandi ráð um
hvernig þú getur hætt að
borða og orðið fyrirtaks
manneskja að þú ert kominn
að því að gefast upp áður en
þú byrjar!
Ekki gefast upp. Leyfðu
mér að hjálpa þér af stað. Það
fyrsta sem ég ætla að deila
með þér er að þú þarft ekki
endilega að hætta öllu til
þess að líða betur.
Reyndar er mitt fyrsta og
besta ráð: Ekki hætta að
borða!
Þér ætti nú þegar að vera
farið að líða betur. Þá ætla ég
að nota tækifærið á meðan þú
ert í þessari léttu og góðu
stemmingu og segja þér að
það eru samt fáeinar fórnir
og nokkrar breytingar
sem þú verður að
leggja á þig til
að ná markmið- f
inu. Markmiðið /
er að líða betur,
vera léttari í lund
og léttari á líkama
og að vera skírari í hugsun og
með góða einbeitingu. Allt
þetta er hægt að gera án þess
að svelta, taka inn lyf og
fæðubótarefni eða púla í lík-
amsrækt daglega, og án þess
að þú þurfir að stofna heimil-
isfriðnum í hættu með breyttri
hegðan. Nú skaltu taka vel
eftir og gera það sem ég legg
fyrir þig.
Fyrstu skrefin
Farðu inn í eldhús og opnaðu
skápana þar sem matvörurnar
eru geymdar. Taktu þær allar
út úr skápunum og raðaðu
þeim fyrir framan þig á borð-
ið. Nú skaltu finna stóran
plastpoka og hafa tilbúinn á
gólfinu eða á stól svo þú þurf-
ir ekki að bogra við þetta.
Taktu nú allar hvítu matvör-
urnar og hentu þeim í plast-
pokann. Þetta getur verið:
Hvítur sykur, hvítt hveiti,
flórsykur, kartöflumjöl, hvít
hrísgrjón, hrísmjöl og hvítt
pasta. Þá er það komið. Það
næsta sem þú þarft að henda í
pokann er allt sem er sætt.
Hvíti sykurinn er reyndar far-
inn, en þú gætir líka átt púð-
ursykur, tilbúnar sykurbættar
kökur, smákökur og kex,
súkkulaði og sælgæti. 1 pok-
ann með allt þetta.
Það næsta sem
þarf að
athuga eru matvörur sem hafa
að geyma óholla fitu svo sem
alls konar flögur og snakk.
Unnu kökurnar og kexið eru
þegar komnar í pokann góða.
Hvað er nú eftir á borðinu?
Meðal annars rúgmjöl, hafra-
mjöl, heilhveiti, möndlur,
hnetur, döðlur, gráfíkjur og
aðrir þurrkaðir ávextir. Láttu
þetta allt inn í skáp aftur. En
hvað með dósamatinn? Ef það
er tilbúinn matur eins og súp-
ur og réttir sem eru fullir af
viðbættum aukefnum og fitu,
svipuðum og í tilbúnu kökun-
um og kexinu, þá skaltu
fleygja því líka. Ef þetta eru
baunir, niðursoðnir tómatar
eða tómatkraftur þá skaltu
geyma það, enda eru oftast
aukefni í þessum matvælum.
Og við ætluðum heldur ekki
að hætta öllu!
Þá er það ísskápurinn.
Opnaðu hann og taktu allt út
úr honum og raðaðu á borðið
fyrir framan þig. Taktu nú allt
unnið álegg og skoðaðu það.
Ef það eru fleiri en tvö E-
\ númer á innihaldslýs-
|\ ingunni þá skaltu
I l'leygja því. Ef matvaran
I inniheldur hvítt hveiti -
■ henda! Smjörlíki og
B matarolía-henda! Safi
/ og ávaxtaþykkni sömu
fc leið! Mjólk og ostur -
henda! Þú mátt samt
ekki örvænta. Þetta með
mjólkurvörurnar er mikilvægt
á meðan þú ert að ná þér á
strik aftur og fá meltinguna
og magann í lag. Það má að
taka mjólkurmatinn inn á
matseðilinn síðar, en þá verð-
ur það að vera léttur mjólkur-
matur.
En við ætluðum ekki að
hætta öllu. Þess vegna seturðu
AB-mjólkina eða sykurlausa
skyrið aftur inn í hreinan ís-
skápinn. Allir ávextir og
ferskt grænmeti eiga að fara
inn aftur. Alls konar krukku-
matur, til dæmis þistil-
hjörtumauk, hummus,
paprikumauk, ólífur,
geitaostur og fetaostur -
NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001