Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 5
í stuttu máli Hættulegur barnastóll Sænskt barn var hætt komið þegar bamastóllinn sem það sat í valt um koll. Barnið fékk mikið höfuðhögg og blæddi Sjálfbær neysla verðlaunuð I borginni Rotterdam í Hollandi hefur nii verið ákveðið að taka upp korta- kerfi fyrir neytendur til þess að auka sjálbæra neyslu. Borgarbúar fá nú stig á bónuskortið sitt þegar þeir kaupa umhverfisvæna vöru eða þjónustu, nota endur- nýtanlega orku og flokka sorpið sitt. Stigin sem þeir vinna sér inn á þennan hátt geta þeir síðan nýtt sér við aðrar sjálfbærar vörur og þjónustu, til dæmis fengið afslátt á almenningssam- göngum, við reiðhjólaleigu og kaup á rafmagnsvörum sem nota litla orku og við viðgerðarþjónustu. A árinu hafa 12 þúsund íbúar Rotterdam átt þess kost að nýta sér þetta nýja bónuskort. Nú-kortið, eins og það er kallað, er eins- konar áskorun: Ekki bíða til morguns - gríptu til að- gerða núna strax! Takist þessi tilraun vel verður haldið áfram í stærri stíl og verður Hol- land allt undir í fyrstu um- efrð en síðan önnur ríki Evrópusambandsins. Næstu lönd á listanum eru Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Sví- þjóð og Finnland. Mark- miðið er að unnt verði að nota kortið í öllum aðildar- ríkjum Evrópusambands- ins, en það er einmitt ESB sem styrkir þessa tilraun. inn á heilann. Foreldrarnir vöktu milli vonar og ótta í þrjá sólarhringa en allt fór þó vel að lokum. - Þetta var raunveruleg martröð og við erum ánægð að fá barnið aftur heim, segir faðirinn. Barninu líður nú vel en þarf þó að fara í reglubundna skoðun þannig að hægt sé að fylgjast með þróuninni. Háir barnastólar eru meðal þeirrar neytendavöru sem oft- ast kernur við sögu þegar lítil börn falla. Algengasta orsökin er sú að barnið spyrnir í borð- ið og ýtir stólnum frá þannig að hann veltur. Til að koma í veg fyrir þetta er hægt að festa stólinn við borðið. Slík- an útbúnað er hægt að kaupa og er hann kallaður akkeri, segir sérfræðingur hjá sænsku neytendastofnuninni. Önnur algeng orsök þegar börn slasa sig í barnastólum er að þau brölta á fætur og detta úr stólnum. Framleiðandi stólsins hefur vitnað til rannsókna þar sem stóllinn var samþykktur en þessi stóll fékk þó slæma ein- kunn í gæðakönnun sænska blaðsins Vifordldrar. Fram- leiðandinn hefur ákveðið að taka stólinn úr sölu á meðan málið er rannsakað betur. Kíkið eftir orku- merkingunum! Það getur borgað sig að kíkja eftir orkumerkingun- um áður en keypt eru „hvít“ heimilistæki eins og Danir og Norðmenn kalla ísskápa, þvottavélar og fleiri slík tæki sem oftast eru hvít á lit. Með þessum merkingum er hægt að meta orkunotkun tækjanna. Oft borgar sig til lengdar að kaupa aðeins dýrara tæki sem notar lítið rafmagn en ódýrara tæki með mikla rafmagnsnotkun. Það verð- ur að meta saman verð tæk- isins og rafmagnsnotkunina til að gera sem best kaup. Byrjað var að koma á orkumerkingum á EES- svæðinu árið 1995 og er nú skylda að orkumerkja hvít heimilistæki sem eru til sýnis í verslun. Tækin eru merkt með stöfunum A, B, C, D, E, F og G, og nota A- tækin minnst rafmagn og G-tækin mest, en C og D merkja meðalnotkun. Sí- fellt bætast við vöruflokkar sem eiga að hafa orku- merkingar, og eru ljósaper- ur nú komnar í hópinn. Orka Framleiöandi Gerö Þvottavél Góð nýtni Slœm nýtni Orkunotkun í kWh/ lotu (Byggt a slóð/uAum prólunanuðurslóAum þvottalotu lynr baómull vtó Man 60'C) Þvottahæfni A: mein G: minni Þeytivinduafköst A: mein G: minni SnúningshraOi vindu (snún. á mín) Afköst (baömull) kg Vatnsnotkun Hávaöi Þvottur (dB(A) re 1 pW) Þeytivinding NÁnan upptysHigac eiu uft luviu i bæklingum sem tylgia vöiunni. ? Staftall EN 60456 Tilskipun t 95/12/EB um morkingur Þvottavóla NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.