Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 8
í stuttu máli eftalöt eru í plastleikföngum þess þarf að verða sér úti um koparþráð. Hitið hann upp með loga frá gasi þar til hann glóir. Stingið heitum koparþræðinum inn í leikfangið, þannig að leif- ar af plastinu sitji eftir á þræð- inum. Látið nú koparþráðinn aftur í gaslogann - ef loginn er grænn er það PVC sem brennur og mjög líklegt að eftalat-efni séu í leikfanginu. Eftalötum er bætt í PVC- plast til að mýkja það, meðal annars í plast í leikföng fyrir lítil börn. Hætta er á að þegar börn sjúga slík leikföng leysist eftalötin upp og berist um lík- amann. Gulrætur ístað ginsengs? Eru gulrætur jafnhollar og ginseng? Rannsóknir hafa leitt í ljós að í gul- rótum og ginsengi eru náskyld efni. Rannsókn- armenn við dönsku landbúnaðarrannsóknar- stofnunina og danska ríkisspítalann bíða nú spenntir eftir að sjá nið- urstöður rannsóknar- verkefnis sem er í gangi og á að leiða í ljós hvort gulrætur geta kornið í stað ginsengs. Sannað er að efnið fasarínól sem finnst í ginsengi vinnur gegn krabba- meini. Nákontinn ætt- ingja þessa efnis er að finna í gulrótum og í til- raunum á rannsóknar- stofum hefur komið í Ijós að það efni er einnig virkt gegn krabbameinsfrumum. Næsta stig er að rann- saka hvort við tökum þetta efni upp í lík- amann þegar við borð- um gulrætur. Þægindi með hliðarverkunum Húðmjólk, eða boddílósjon upp á ensku, fylgir þæginda- tilfinning og hún er góð fyrir húðina, það er að segja ef hormónaraskandi efni trufla ekki. Gr0n information í Dan- mörku kannaði nýlega 17 mismunandi tegundir af húð- mjólk og sérfræðingar þeirra lásu nákvæmlega innihalds- lýsingar til að kanna hvort þar leyndust efni sem ekki eru æskileg fyrir umhverfið eða líkamann. I sjö þessara tegunda fannst efnið bútylparaben. Þetta efni hefur hormóna- raskandi áhrif sem minna á áhrif eftalata á líkamann. Japanskar rannsóknir á mús- um hafa leitt í ljós að þetta efni getur jafnvel í smáum skömmtum haft skaðleg áhrif á æxlunarhæfni karlmanna. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið magn af bútylparabeni er í þessum vörum og enn sem komið er þykir ekki ástæða til að hafa af þessu verulegar áhyggjur en ástæða er talin til að kanna frekar hættu af efninu ef það berst frá móður til sveinbarns. Fjórar af þeim vörum sem skoðaðar voru innihalda einnig efni sem eru skaðleg umhverfinu og Gr0n in- formation getur ekki mælt með sex vörutegundum af húðmjólk. Þetta eru Cosmea Hudlotion, Dr. Hauscha Rosen Balsam, Mini Risk Body Lotion, Plasair Liposome Bodylotion, Lfrtekrem Chamomile Body Lotion og Weleda Malve Bodylotion. Neytendablaðið hefur ekki kannað hvort þessar vörur eru hér á mark- aði en hvetur neytendur til að hafa vara á sér þegar þeir kaupa þessa vöru. Athugið hvort Það hefur oft komið fram hér í blaðinu að eftalöt (eða ftalöt, e. phtalaté) eru óæskileg efni fyr- ir mannslíkamann. En hvernig vitum við hvort þessi efni eru í leikföngum barna okkar? Þess- arar spumingar spyrja margir foreldrar - og svarið er að hægt er að kanna það sjálfur. Til 8 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.