Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Allir fá þá eitthvað fallegt Gangverk jólamarkaðarins - má stilla það betur? I jólamánuðinum er það hlut- verk sem við leikum sem neytendur óvenju vandasamt og álagið meira en gerist og gengur. Innkaupaferðimar eru fleiri og vafningasamari og erfiðara að hemja útgjöldin en aðra tíma ársins. Gangverk jólamarkaðarins er sérstakt. Þar erum við ekki endilega að kaupa eitthvað handa okkur sjálfum, heldur það sem á að gleðja aðra og koma þeim vel. Undir niðri vitum við að í því felst eins konar prófraun. Okkur er ætlað að staðfesta og sanna fjölskyldu og vinum visst næmi, örlæti og um- hypju. I markaðsfræðum nútím- ans eru smíðaðar snjallar kenningar um hvernig örva má sölu á mörkuðum ríkra þjóða, mörkuðum þar sem birgðir hrúgast upp og auð- veldara er að framleiða vörur en selja. Þaulhugsaðar aðferð- ir úr djúpum markaðssálfræð- innar eru nýttar af krafti í jólamánuðinum, þessum und- arlega tíma þegar allir fara í búð til að leita að hlutum handa öðrum en sjálfum sér. Sjálfvirk söluaukning er ár- viss þennan mánuð og það skal nýta til hins ítrasta. Upp- örvandi fagnaðarboðskapur um tilvaldar jólagjafir fyllir fjölmiðlana og póstkassana. Við ættum ekki að þurfa að velkjast í vafa um að lausnina má auðveldlega kaupa á markaði; nóg er úrvalið. Og þeir sem sitja valdastóla ríkis- ins eru eins og allir vita sann- 10 færðir um að kaupmátturinn sé alltaf að aukast. Er þá nokkur ástæða til að staldra við eða efast? Er ekki einfalt mál og fremur vandalítið að leika hlutverk hinna um- hyggjusömu og örlátu? Það er auðvitað hollt og gott að gera sér og öðrum glaðan dag í miðju skamm- deginu. Þrífa og laga til í kringum sig og hugsa til þess hvernig unnt er að gleðja sína nánustu með samfundum og gjöfum. En það er líka hollt að reyna að festast ekki viðj- um vanans og gleypa ekki gagnrýnislaust boðskap þeirra sem ætla að negla hugmynd- ina um örlæti, umhyggju og jólagleði við tilbúnar mark- aðsvörur. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að átta sig á því að ást og umhyggju er að- eins unnt að sanna í einlæg- um samskiptum og tillitssemi. Og svo er líka vert að hafa í huga hve margt hefur breyst og veldur því að tímabært er að skoða gangverk jólamark- aðarins gagnrýnum augum. Hvers vegna endurmat? Venjur geta því aðeins talist góðar að þær auðveldi gott mannlíf. Fari venjurnar að valda vandræðum er tímbært að reyna að losa sig undan valdi þeirra. Sá siður að gefa jólagjafir á rætur í samfélagi þar sem lítið þurfti til að gleðja - og þær komu sér vel fyrir klæðalítið fólk og böm með fábrotin leikföng. Þá var rúm fyrir meira. Nú eru aðrir tímar. Rúmið er að fyllast. Leikfangakassar flestra heim- ila eru yfirfullir og ekki leng- ur veggpláss fyrir myndir, Hörður Bergmann skrifar geisladiska, myndbönd eða bækur. Húsnæði er dýrt í landi hæstu vaxta og verð- tryggingar þar á ofan og óhjá- kvæmilegt fyrir flesta að gæta þess að láta hlutina ekki þrengja að sér í tímans rás; losa sig við hilludót, vínyl- plötur liðins tíma, rykfallnar bækur og aðra hluti sem þurfa sitt pláss og eru hættir að þjóna tilgangi. Við búferla- flutninga fer mestur tími í að grisja umbúðir heimilishalds- ins, ákveða hvað fer í Sorpu og hvað fær eitthvað lengra líf á heimilinu. Hátt verð og ytri glans ein- kennir jólamarkaðinn. Reynslan hefur kennt okkur að bækur, flíkur og hvaðeina er dýrast í jólamánuðinum. Allir þekkja kosti þess að hafa létta kilju í hendi þegar ætlunin er að lesa áhugaverða bók en margir halda þó áfram að kaupa ímyndað tákn hinn- ar skynsamlegu og myndar- legu gjafar: þunga, innbundna „jólabók“. Fatakaup fyrir aðra eru vandasöm eins og allir vita og fer best á því að hver og einn velji sjálfur flíkurnar sínar - og að sagan um hverj- ir fara í jólaköttinn gleymist. Þegar svona er komið virð- ist ástæða til að hugsa sinn gang. Gera sitt til að stilla gangverk jólamarkaðarins til betra samræmis við nýja tíma og fengna reynslu. Ef til vill er unnt að þreyta prófraunina með breyttu hugarfari, vekja jólagleði og rækta tilfinningar tengdar jólum með öðru móti en við höfum vanist. Aðrar leiðir Alltaf verða við lýði venjur sem hvfla á sterkum hvötum eins og löngun til að gleðja og vera í góðu áliti. Spurning- in er hvernig siðir bundnir slíkum tilfinningum þróast og breytast í tímans rás. Auðvit- að er engin hætta á því að tími jólagjafa líði snögglega undir lok í ríku vestrænu þjóðfélagi þar sem að minnsta kosti sextíu af hverjum hund- rað á vinnumarkaðnum eru í þjónustustörfum. Meðal ann- ars við að framleiða vörur fyrir jólamarkað, panta þær, dreifa þeim, selja þær og reyna að örva vöru- og pen- ingaflæðið yfirleitt. En breyttar aðstæður og fengin reynsla ættu þó að verða ýmsum hvati til þess að tala saman og kanna hug- myndir sínar og annarra um hvað geri jól að góðri fjöl- skylduhátíð. Huga að því hvað túlki umhyggju og gjaf- mildi í raun. Hvað teljist nóg. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.