Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 12
Heimabíó tækjum og hlustun á geisla- diska og bíómyndahljóð. Pioneer NS-DV777-kerfið var tugþúsundum króna dýrara en Hitachi HTD-K150, var þó slakara hvað varðaði uppsetn- ingu, magnara og myndgæði en fékk betri einkunn fyrir hljómgæði, reyndar eina kerf- ið sem fékk hámarkseinkunn fyrir þau. A botninum í hljóm- gæðum voru hins vegar kerfin LG DA-3520 og Philips MW1060D en engu að síður var það eitt dýrasta kerfið í könnuninni. Kerfi frá Pana- sonic, Thomson og Sony fengu næsthæstu einkunn fyrir hljómgæði en voru aðeins í meðallagi hvað varðaði aðra þætti. Hafa verður í huga að þessi kerfi og þau sem oftast eru prófuð í sambærilegum könn- unum eru ekki allra dýrustu kerfin. Þá er fólk farið að Sá tími er liðinn að heimabíó- kerfi með margra hátalara um- hverfishljómi (,,surround“) séu aðeins á heimilum sér- staks áhugafólks sem er tilbú- ið að eyða verulegum fjár- hæðum til að ná hámarksgæð- um í mynd og hljómi. Gæðin hafa aukist, ekki síst eftir að DVD-spilarar komu til sögu, en verðið lækkað um helming frá því fyrir fáeinum árum. Nú setja verslanir saman heima- bíókerfi sem hentar hverjum og einum og þau geta verið á verðbilinu 110 þús. kr. og upp í tæplega eina milljón. Sjón- varpstækin kosta á bilinu 40- 400 þús., myndbandstækin 20-109 þús., DVD-spilarar- arnir 20-199 þús., magnarar 30-299 þús. og hátalarar 30- 350 þús. Hljómflutningshlutar samstæðnanna geta verið afar mismunandi. Neytendablaðið hefur gert markaðskönnun á slíkum heimabíókerfum og niðurstöðurnar eru á vef Neyt- endasamtakanna www.ns.is. Neytendur sem ekkert hafa fylgst með þróuninni í heima- bíókerfum en vilja nú ákveða hvort þetta er eitthvað fyrir þá þurfa að gera sér grein fyrir nokkrum undirstöðuatriðum. I fyrsta lagi er skjárinn stór og í öðru lagi er hljómflutnings- kerfið langtum stærri hluti af dæminu en áður. Segja má að heimabíó sé aðallega gott hljómkerfi. I því eru yfirleitt þessar einingar: Magnari, miðjuhátalari (oft hafður ofan á sjónvarpstækinu), tveir framhátalarar, tveir bakhátal- arar og stundum sérstakur bassahátalari (subwoofer). Upplýsingar um þá þætti sem kaupandinn þarf sérstak- lega að gæta að má sjá í gæða- könnuninni en þar vegur hljómgæðaprófið 30%, Aður í Neytendablaðinu Neytendablaðið hefur áður birt greinar um tengd efni, heimabíókerfi, sjónvarpstæki og DVD-spilara þar sem tæknin og fagheitin eru útskýrð. Allt þetta efni er aðgengi- legt félagsmönnum á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is • 2. tbl. 2002: Stór sjónvarpstæki. Grein, gæðakönnun með 36 gerðum, markaðskönnun með 117 gerðum. • 1. tbl. 2002: Ódýrara heimabíó. Grein um DVD-spilara, gæðakönnun á 13 gerðum og markaðskönnun á 50 gerð- um. • 1. tbl. 2001: Heimabíó á hagstæðu verði. Grein um notk- un og marga þætti mynd- og hljómgæða, gæða- og markaðskönnun. • 1. tbl. 2000: DVD-geisladiskaspilarar: Dýriren góðir. ít- arlegar skýringar á mismunandi hljómkerfum, myndhlut- föllum og svæðaskiptingu og einnig eiginleikum geisla- diska. CD/DVD-spilarinn 10%, magnarinn 10%, leiðarvísirinn 10%, fjarstýringin 10%, ýmis búnaður 10%, sjónpróf 5%, rásastillir 5%, hljóm-örgjörv- inn 5% og uppsetning 5%. Hljómgæði Rannsóknarstofnunin Inter- national Consumer Research and Testing (ICRT) gerði á þessu ári gæðakönnun á heimabíókerfum en ekki er hægt að nota þær niðurstöður nema að litlu leyti á íslenska markaðnum því að verslanir setja saman kerfin á marga vegu. En rétt er að hafa í huga þær niðurstöður sem þar komu fram og sýndu að kerfi á mjög mismunandi verði geta verið svipuð að gæðum. Hljómgæðaprófið er mikil- vægast og fer bæði fram með Fjars týringarnar verða flóknari eftir því sem kostir tœkjanna eru fleiri. Það er kost- ur ef unnt er að sjá vel á mikilvæg- ustu takkana í rökkrinu án þess að þurfa að kveikja Ijós. U3 1*Í2J LJ uu ,U'U • O UJ I ,t_J (_] LJ LJ Uu O-o o •□œoi ooratái ooaoi KENWOOD Heimabíó þarf að hljóma vel Ekki er alltaf beint samband milli verðs og gæða í heimabíókerfum. Fólk getur sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að vanda valið. 12 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.