Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 18
Húsnæðismál Viðbótarlánin hafa gjörbreytt stöðu ungs fólks Viðbótarlánin hafa reynst vel ungu fólki sem er að kaupa fyrstu íbúðina sína, og forðað því frá gildru sem sumir voru lengi að losa sig úr áður, segir Hallur Magnússon, sérfræðing- ur í stefnumótun og markaðs- málum hjá Ibúðalánasjóði, í samtali við Neytendablaðið. „Þetta er oft fólk sem er að koma úr námi, á litlar eignir og er enn á lágum launum. Það hefur ekki handbært fé og þurfti áður að leita annarra leiða til að fjármagna húsnæð- iskaupin. Þetta fólk lenti í ákveðinni gildru hér áður en eins og lánin em nú getur ungt fólk staðið undir húsnæðis- kaupum með hjálp viðbótar- lánanna ef það er undir ákveðnum tekju- og eigna- mörkum. Þær kvaðir em hins vegar á viðbótarlánunum að það þarf að gera þau upp þegar íbúðin er seld aftur. Eigi kaupandinn hins vegar rétt á viðbótarláni getur hann yfirtekið lánið. Þetta fyrirkomulag er einnig mun þægilegra fyrir fólk en gamla félagslega íbúðarlána- kerfið og mun auðveldara að komast út úr því.“ Húsbréfalán íbúðalánasjóðs geta numið 70% af kaupverði íbúða þegar keypt er í fyrsta sinn, en 65% ef keypt er í ann- að sinn. Húsbréfalán er að há- marki 8 milljónir fyrir notaða íbúð og 9 milljónir fyrir nýja. Húsbréfalánið getur hins vegar ekki farið yfir 85% af bmna- bótamati. Húsbréfalán vegna notaðrar íbúðar er veitt til 25 eða 40 ára. Húsbréfalánið ber 5,1% vexti. Skilyrði fyrir viðbótarláni Þeim sem eru innan ákveðinna tekju- og eignamarka gefst kostur á viðbótarlánum sem Ibúðalánasjóður afgreiðir að undangenginni umsögn hús- næðisnefndar í sveitarfélaginu. Tekjumörk miðast við meðal- 18 tekjur síðustu þriggja ára sam- kvæmt skattframtali, þ.e. heild- artekjur umsækjenda, maka hans og bama sem em 20 ára og eldri og búa á heimilinu. Meðaltekjur mega nema 2.213.000 krónum fyrir hvem fullorðinn á heimilinu og 370.000 krónum fyrir hvert bam innan tvítugs. Viðmiðun- artekjur hjóna og fólks í sam- búð eru 3.099.000 krónur. Lánin koma til viðbótar hús- bréfalánum og geta numið allt að 25% af markaðsverði íbúð- ar. Heildarlánveiting Ibúða- lánasjóðs má þó aldrei fara yftr 90% af markaðsverði að teknu tilliti til áhvílandi veðskuld- bindinga. Vextir viðbótarlána eru 5,7% fyrir árið 2002. Hallur sagði að frá því að þessi lánaflokkur var tekinn upp hafi stofnunin afgreitt hátt í 6 þúsund viðbótarlán, sem þýðir að þriðja hvert húsnæðis- lán er með viðbótarláni. Við umsókn um viðbótarlán þarf að liggja fyrir samþykki hús- næðisnefndar fyrir lánveitingu. Eftir að umsækjandi hefur fengið greiðslugetu sína metna hjá banka eða sparisjóði leitar hann samþykkis húsnæðis- nefndar fyrir viðbótarláni. Að því loknu gerir hann kauptil- boð miðað við forsendur greiðslumats og lánsloforðs húsnæðisnefndar og sendir að lokum umsókn til Ibúðalána- sjóðs sem útbýr fasteignaveð- bréf, sem skipt er í húsbréf, og skuldabréf vegna viðbótarláns. Viðbótarlán eru veitt til 40 ára og em verðtryggð. Þau em afborgunarlaus fyrsta árið og aðeins eru greiddir vextir og verðbætur. Þau eru síðan end- urgreidd með jöfnum greiðsl- um vaxta og afborgana (ann- úítetslán) með minnst íjóra gjalddaga á ári. Hvernig fara íbúðarkaup fram? Fasteignasalar og fjármálafyr- irtæki annast flesta þætti fast- eignaviðskipta fyrir viðskipta- vini sína. Umsækjandi fer í skriflegt greiðslumat hjá banka eða sparisjóði. Þegar niður- stöður greiðslumats liggja fyr- ir, og lánsloforð húsnæðis- nefndar eftir atvikum, leitar íbúðarkaupandi að fasteign á markaði. Húsbréfalán miðast við kaupverð. Við gerð kauptil- boðs í notaða eign getur hús- bréfalán numið allt að 70% af kaupverði íbúðarinnar við fyrstu íbúðarkaup, annars 65%. Veðsetning að teknu tilliti til áhvílandi skuldbindinga má þó aldrei fara yfir 85% af bruna- bótamati. Þegar seljandi hefur gengið að kauptilboði sendir kaupandi (yfirleitt fasteignasalinn sem hann skiptir við) inn umsókn til íbúðalánasjóðs um hús- bréfalán ásamt greiðslumati, kauptilboði og nauðsynlegum fylgigögnum. Starfsmenn sjóðsins meta veðhæfni íbúðarinnar og fara yfir greiðslugetu og fjármögn- un umsækjanda. Meti sjóður- inn kauptilboðið lánshæft fær íbúðarkaupandinn afhent fast- eignaveðbréf til undiiritunar eða yfirtökubréf eftir atvikum. Fasteignaveðbréf er gefið út á nafn seljanda. Þegar fasteigna- veðbréf liggur fyrir er unnt að ganga til kaupsamnings. Lán- takandi undirritar og þinglýsir og seljandi framselur fast- eignaveðbréf áður en skipt er á þeim fyrir húsbréf hjá íbúða- lánasjóði. íbúðalánasjóður kaupir þing- lýst fasteignaveðbréf af seljanda og greiðir fyrir það með rafræn- um húsbréfum. Húsbréfin em gefin út á kennitölu seljanda og þurl'a skipti á fasteignaveðbréf- um og rafrænum húsbréfum að fara fram fyrir lokun viðkom- andi húsbréfaflokks, þó eigi síð- aren K) dögum fyrir lýrsta gjalddaga þess. Andvirði við- bótarlánsins, ef um slíkt er að ræða, er ráðstafað samkvæmt fyrinnælum seljanda. Hallur Magnússon segir viðbótarlánin góðan kost Jýrir tekjulítið fólk. Umsækjendur geta valið hvort gjalddagar fasteignaveð- bréfa eru mánaðarlegir eða árs- fjórðungslegir. Greiðslur af fasteignaveðbréfum hefjast eigi síðar en á þriðja almenna gjalddaga eftir útgáfudag ef gjalddagar em 15. hvers mán- aðar eða eigi síðar en á öðmm almennum gjalddaga ef gjald- dagar eru ársfjórðungslega. Hægt er að fá greiðslumat til bráðabirgða og senda fyrir- spumir gegnum vefsíður Ibúðalánasjóðs, www.greidslu- mat.is eða www.ils.is. Þar er einnig að finna aðrar upplýs- ingar, svo sem um lánareglur og starfsemi sjóðsins, og fréttir af húsnæðismálum. Fyrsta greiðsla fasteignaveðbréfs er að jafnaði hærri en aðrar greiðslur þar sem vaxtatímabil- ið er lengra. Afborganirnar En hverjar eru mánaðarafborg- anir af láni til kaupa á til dæm- is 10 milljón króna húsnæði? Afborganir af húsbréfum lil 40 ára eru 35 þúsund krónur og 12 þúsund af viðbótarláninu. Samtals gera þetta 47 þúsund krónur á mánuði. Þá á fólk rétt á vaxtabótum, um 25 þúsund á mánuði, þannig að nettógreiðslan verður um 25 þúsund krónur á mánuði. „Þetta ættu flestir að ráða við,“ segir Hallur að lokum. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.