Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 20
Leikföng Að kaupa leikföng á Netinu Þegar leikfang er keypt handa barni er mikilvægt að hafa þrennt í huga, • að þau uppfylli kröfur sem gerðar eru til leikfanga, • að þau hæfi þroska barnsins, • að þau hæfi aldri barnsins. Leikfang sem látið er í hendur of ungu barni getur reynst baminu jafn-varasamt og ef leikfangið væri brotið eða ónýtt. Því er áríðandi að velja og kaupa leikfang sem hæfir aldri og þroska bams- ins. Þegar neytandi fer í versl- un til að kaupa leikfang er þetta einfalt, hægt er að meta leikföngin með því að skoða umbúðir, varúðarmerkingar, notkunarleiðbeiningar og velja síðan leikfang með hlið- sjón af þessum upplýsingum. Vandasamara er hins vegar að meta leikföng sem eru til sölu á netinu. Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum getur neyt- andinn einungis metið leik- fangið út frá tveim forsend- um, myndinni sem birt er af leikfanginu á viðkomandi heimasíðu og upplýsingum um verð. Norræn könnun á sölu leikfanga á Netinu Þetta staðfestir markaðskönn- un sem gerð var á vegum nor- ræns vinnuhóps sérfræðinga um vöruöryggi. Hópurinn skoðaði heimasíður þar sem seld eru leikföng og sérstak- lega upplýsingar um leikföng- in sem voru til sölu. Fram- kvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að farið var inn á nokkrar heimasíður í norrænu rikjunum og skoðað- ar upplýsingar sem fylgdu leikföngunum. Einungis voru skoðaðar „innlendar" heima- síður, til dæmis einungis farið inn á síður hér á landi sem voru íslenskar að uppruna og þar sem markaðssetning var miðuð við Islendinga (t.d. uppgefið tungumál einungis íslenska). Markmið könnunarinnar var fyrst og fremst að vekja athygli á þessari tegund versl- unarmáta með hliðsjón af ör- yggi vöru og þá sérstaklega leikfanga. Kaupendur hafa rétt á því að vita að gerðar eru sömu kröfur til vöru sem keypt er yfir netið og til vöru sem keypt er út í búð. Selj- endur verða jafnframt að gera sér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru til vöru, sér- staklega í þeim tilfellum þar sem viðvaranir eða varúðar- merkingar eiga að vera kaup- anda sýnilegar þegar kaup fara fram. Tekið skal fram að könnunin tók hvorki til net- síðna þar sem notaðar vörur eru auglýstar til sölu né síðna- þar sem auglýst er eftir vörum til sölu. Þá voru svokallaðar uppboðssíður - netsíður þar sem vörur eru seldar með uppboði - ekki hafðar með í könnuninni. Niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar voru þær að að í flestum til- fellum fylgdu litlar eða engar upplýsingar leikföngum sem seld voru yfir Netið, og á það við um allt norræna svæðið. I flestum tilfellum vareinungis um að ræða mynd af viðkom- andi leikfangi ásamt upplýs- ingum um verð. Merkingar með aldursvið- vörun voru sjaldgæfar, en eins og íjallað var um í upphafi er afar mikilvægt að börnum séu ekki látin í té leikföng sem ekki hæfa aldri þeina. Grund- vallaratriði er að aldursvið- vörun eða leiðbeinandi ald- ursmerking frá framleiðanda sé sýnileg við kaup á leik- NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU Gilbert úrsmiður ísfugl ehf Kaupfélag Steingrímsfjaröar SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Kaupfélag Vopnfirðinga Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi ORA Niðursuðuverksmiðja Stjörnuegg — Vallá Rafiðnaðarsamband íslands Securitas ehf. Kaupfélag Skagfirðinga Pharmaco hf. Stilling hf Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum TM-Húsgögn Verslunarmannafélag Suðurnesja Samskip hf.Smith & Noriand hf. Optíma hf. Póstdreifing ehf. Lýsi hf. Sjóvá/Almennar Karl K. Karlsson ehf. íspan, gler og speglar Bændasamtök íslands Landsbanki íslands hf. Brynja, verslun Fönn, þvottahús og efnalaug Efling, stéttarfélag VÍS - Váfryggingafélag íslands Bandalag háskólamanna Europris BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Alþýðusamband íslands Orkuveita Reykjavíkur Starfsmannafélag ríkisstofnana Samiðn, samband iðnfélaga OLÍS - Olíuverslun íslands Tannlæknafélag íslands Starfsgreinasamband íslands STRAX í Kópavogi, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Húsavík og Mývatnssveit KASKÓ í Keflavík SPARKAUP í Keflavík, Sandgerði, Garði, Reykjavík og Bolungarvík TAL IKEA Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsalan VISA ISLAND Samband íslenskra sparisjóða Osta- og smjörsalan Frumherji hf. Baugur Nýkaup Hagkaup 10-11 verslanirnar Bónus-verslanirnar Skráningarstofan Kjarvalsverslanirnar Búnaðarbanki íslands hf. Hans Petersen Samband íslenskra bankamanna SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Verslunarráð íslands íslandspóstur 20 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.