Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 22
Neytendavernd Samningseyðublað við kaup á þjónustu um þjónustukaup Viðskiptaráðuneytið hefur látið útbúa sérstakt samningseyðu- blað fyrir neytendur og seljendur við kaup á þjónustu og byggist það á nýlegum lögum um þjónustukaup, nr. 42 frá 2000. Eyðublaðið á að tryggja aðilum öryggi í viðskiptum sínum og stuðla að því að ekki gleymist mikilvægir þættir sem gætu valdið deilum og leiðindum seinna meir. Lögin taka til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi, þegar þjónustan felur í sér vinnu við lausafjármuni, vinnu við fast- eignir, vinnu vegna byggingarframkvæmda eða aðrar fram- kvæmdir á landi, geymslu lausafjármuna, svo og ráðgjafarþjón- ustu sem veitt er vegna byggingaframkvæmda eða annarra framkvæmda á landi. Hér á eftir eru skýrð helstu atriði laganna. Efni og fagleg vinna verks Útseld þjónusta sem veitt er í atvinnuskyni skal ávallt byggð á fagþekkingu og þess gætt að hún sé í samræmi við almennar reglur, staðla og aðrar reglur sem settar eru til að vernda öryggi neytenda. Skylt er að veita allar upplýsingar og leiðbeiningar um vinnu verks með hagsmuni neytanda fyrir augum. Seljandi þjónustu leggur fram nauðsynleg efni og aðföng nema um ann- að sé sérstaklega samið (1.-5. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000). Leiðbeiningarskylda seljanda Seljandi skal að lokinni skoðun leiðbeina neytanda um hvort fyrirhuguð kaup á þjónustu séu óhagkvæm fyrir hann með tilliti til kostnaðar við verkið og verðgildi hlutarins. Eftir atvik- um skal seljandi leita eftir nánari fyrirmælum frá neytanda um það hvort frekari vinna skuli innt af hendi komi t.d. í ljós að verð þjónustunnar verði verulega hærra en gera mátti ráð fyrir. Seljandi getur krafist greiðslu vegna vinnu og útlagðs kostnað- ar (6.-7. gr. laganna). Verðið Hafi seljandi látið neytanda í té verðáætlun má verðið ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun. Hafi ekki verið samið um verð fyrir keypta þjónustu skal neytandi greiða almennt endurgjald sem telst vera sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan er mikil og hvers eðlis hún er. í tilgreindu verði skulu vera öll op- inber gjöld. Hafi ekki verið samið um verð getur neytandi kraf- ist þess að seljandi geri honum sundurliðaðan reikning fyrir hinni seldu þjónustu, sbr. nánar ákvæði 28.-34. gr. laganna. Dráttur á að Ijúka þjónustu og réttur neytenda Seldri þjónustu skal vera lokið á þeim tíma sem samið hefur verið um. Hafi ekki verið samið um verklok telst dráttur vera til staðar ef seljandi þjónustu skilar ekki verki af sér innan sanngjarns frests eftir að krafa um það kemur fram frá neyt- anda. Verði dráttur á að ljúka þjónustu á neytandi rétt til að halda eftir greiðslu í samræmi við almennar reglur kröfuréttar- ins. Nú skiptir drátturinn neytanda verulegu máli og seljanda má vera það ljóst eða hann leysir þjónustuna ekki af hendi inn- an umsamins eða sanngjams frests eftir að krafa hefur komið fram um afhendingu og getur neytandi þá rift samningnum eða krafist skaðabóta. Hið sama á við hafi seljandi ekki virt um- samin tímamörk og það hefur valdið neytanda verulegum óþægindum (20.-24. gr. laganna). Gallar Þjónusta telst gölluð ef árangur af verki stenst ekki samning og kröfur laga að öðru leyti (9.-10. gr. laganna). í tilefni af galla getur neytandi krafist riftunar, úrbóta eða eftir atvikum skaða- bóta eða afsláttar. Tilkynningar neytanda Neytandi getur ekki rift hafi samningi verið lokið af hálfu selj- anda. Neytandi getur ekki rift né krafist skaðabóta nema hann hafi tilkynnt seljanda um það innan sanngjams frests frá því að seljanda bar að ljúka verkinu og dráttur varð á að hin selda þjónusta væri leyst af hendi. Kvarti neytandi ekki innan tveggja ára frá afhendingardegi hinnar seldu þjónustu getur hann ekki síðar borið gallann fyrir sig. Rátturtil neytanda til að atpanta verk Neytandi getur afpantað þjónustu sem hann hefur pantað og óskað eftir að vinnu verði hætt þótt verk sé hafið. Um uppgjör fer eftir samkomulagi aðila (35.-36. gr. laganna). Hlutir sem neytandi sækir ekki Hafi hlutur verið afhentur seljanda þjónustu en hann er ekki sóttur á réttum tíma skal seljandi þjónustu annast hlutinn á kostnað neytanda. Heimilt er seljanda að undangenginni aðvör- un til neytanda að selja hlutinn eða fleygja honum ef kostnaður við sölu er meiri en nemur söluverði hlutarins. Sé söluandvirði hlutar hærra en krafa seljanda á hendur neytanda ber honum að endurgreiða neytanda þann mismun (37.-38. gr. laganna). Eyðublaðið Eyðublað þetta er samið að tilhlutan viðskiptaráðuneytisins í tilefni af gildistöku laga nr. 42/2000, um þjónustukaup, til leið- beiningar og frjálsra afnota fyrir aðila að samningum um þjón- ustukaup. Fyrirvari í öllum tilvikum gengur texti laganna, og dómafordæmi, fram- ar ofangreindum skýringum og samantekt á ákvæðum laga nr. 42/2000 ef upp kemur misræmi sem hefur áhrif að lögum. 22 NEYTENDABLAÐHD - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.