Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 5
inga á transfitusýrum nokkuð há og í því samhengi get ég nefnt að í TRANSFAIR- rannsókninni sem ísland tók þátt í árið 1995-1996 voru 10 af 14 þjóðum með meðalneyslu á transfitusýrum undir 2,8 grömmum á dag. í dag myndi ég halda að neyslan hjá þessum þjóðum væri enn- þá minni þar sem til að mynda samsetn- ing smjörlíkisgerða hefur breyst. N: Hvaða matvæli ætti fólk að forðast? J: Það er í raun mikilvægt að hafa í huga að allt er gott í hófi og þegar ég nefni nokkrar gerðir matvæla sem innihalda mikið af transfitusýrum þá er ég ekki að segja að fólk megi aldrei bragða á slíkum matvælum. Til dæmis er lítil sneið af til- búinni köku í lagi af og til samhliða hollu mataræði. Almennt er þó gott að hafa í huga að það getur verið þó nokkuð af transfitusýrum í aðkeyptu vínarbrauði, kleinuhringum, kleinum, kexi og þess háttar vörum. Eins er talsvert af þeim f örbylgjupoppkorni, snakki og skyndibitafæði, s.s. frönskum kartöflum þar sem djúpsteikingarolíur eru margar hverjar hertar að hluta. í dag er hægt að kaupa smjörlíkisgerð- ir sem innihalda minna en 1 gramm af transfitusýrum í 100 grömmum og er æskilegt að nota þær tegundir eða mat- arolíu við bakstur og almenna matargerð (s.s. sósugerð). Og að lokum má nefna að með því að skoða innihaldslýsingu á vöru er hægt að gera ráð fyrir að varan innihaldi transfitu- sýrur ef á stendur „að hluta til hert olía", „að hluta hert fita" eða „hálfhert olía". Á ensku er það „partially hydrogenated oil" og á dönsku „delvist hærdet fedt/ olie" svo dæmi séu nefnd. Sé fitan algerlega hert þá eru ekki neinar transfitusýrur til staðar. N: Eru einhverjar takmarkandi reglur á ís- landi varðandi notkun transfitusýra? J: Nei. N: Erástæða til að hafa áhyggjur af matar- æði íslendinga? J: íslendingar sem og aðrar vestrænar þjóðirfara ekki varhluta af vaxandi fjölda fólks sem glímir við offituvandamál. Hver ástæðan er fyrir því er kannski langt mál og flókið að fara út í en auðvitað spilar mataræðið stóran þátt og við þurfum að vera meðvituð um hvað við látum ofan í okkur. Hinir ýmsu sjúkdómar eru fylgi- kvillar rangs mataræðis og því til mikils að vinna að halda rétt á spilunum. Helsta dánarorsökin hjá flestum vestræn- um þjóðum er af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma. í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, frá ágúst 2000 kemur fram að á íslandi er dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hærri meðal karla á aldrinum 0-64 ára en meðaltals- dánartíðni hjá þjóðum í Evrópusamband- inu. Ekki þori ég að fullyrða um hver geti verið ástæðan en bendi á að mikil neysla á transfitusýrum eykur meðal annars lík- ur á kransæðasjúdómum. FLbSKUM EKK! k ÞESSU... HoLGUM LANQINU HfiEINU. HlfitlUM ALLT SLEfi. VÍN'vBÚÐ www.vinbud.is NEYTENOABLAÐIÐ 4. TBL. 2003 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.