Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 16
Sjálfráða fjárráða! Auglýsendur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þvíað mikilvægasti markhóp- urinn eru börn og unglingar. Börn eru yfirleitt mjög áhrifagjörn og auðtrúa og þar fyrir utan sýna rannsóknir að þau hafa ótrúlega mikið um það að segja hvað endar í innkaupakörfunni. Auglýs- ingaáreitið fer vaxandi og fara börn og unglingar ekki varhluta af því. Stjórnvöld hafa sett lög sem eiga að vernda börn gegn auglýsingum. í lögun- um er kveðið á um að auglýsingar eigi að vera skýrt afmarkaðar frá öðru efni en í mörgum tilfellum er markaðsetn- ingin ekki augljós, t.d. þegar tvinnuð er saman afþreying eða skemmtun við markaðssetningu. I fjölmiðlum eru skilin milli auglýsinga og þáttagerðar óljós og oft eru reglur brotnar án þess að nokkuð sé að fundið. í kvikmynda- og poppbransanum eru fjölmörg dæmi um það hvernig reynt er að hafa áhrif á lífsýn og skoðanir unglinga. Tískan er mótuð og tilbúnar þarfir skapast í gegnum kvikmyndir, tónlist og annan afþreyingariðnað. Þegar unglingurinn verður átján ára gamall er hann sjálfráða og fjárráða. A þeim tímamótum er gert ráð fyrir að einstaklingurinn sé kominn á það þroskastig að hann viti sjálfur hvað hon- um er fyrir bestu. Fyrstu skrefin inn í fullorðinsárin eru þá tekin. Sameiginlegir hagsmunir söluaðila Nýlega var lagt fram frumvarp á Alþingi um að aldursmörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði færð úr 20 árum niður í 18 ára aldur. Rökin með þessu frumvarpi eru þau að 18 ára unglingar mega m.a. stofna til hjónabands, kaupa tóbak, aka bifreið og síðast en ekki síst stofna til skulda og fjárbindinga og þar af leiðandi ætti þeim að sjálfsögðu að vera treystandi til að fara með áfengi. Það eru nokkuð sterk rök enda fylgir þessu nýja frelsi óumdeilanlega mikil ábyrgð. En það þarf að undirbúa börn og unglinga fyrir að takast á við lífið. Þau eru frædd um skaðsemi reykinga, fíkniefna og áfengis, kynfræðsla er kennd í skólum og bílpróf er tekið eftir ökunám. Þegar kem- ur að fjárskuldbindingum og fjármálum heimilanna er kennsla og fræðsla engan veginn í takt við tímann. Eftir þVÍ sem seljendur gerast ágengari og auglýsinga- áreitið eykst, þeim mun mikilvægara er það að unglingarnir fái góða neytenda- fræðslu í skólum. Það er áhugavert að skoða hvaða fyr- irtæki það eru sem byrja með fullum þunga að laða til sín viðskiptavini sem eru nýbúnir að ná þeim aldri að verða sjálfráða og fjárráða. Það eru lána- stofnanir sem bjóða unglingunum dýr skammtímalán, kreditkort og yfirdrátt á bankareikningum. Þetta kemur sér vel fyrir aðra seljendur eins ogt.d. tölvufyrir- tæki, ferðaskrifstofur og bílaumboð. Því ef eitthvað freistar þá verður að vera að- gangur að fjármagni til að kaupa. Þannig hafa myndast sameiginlegir hagsmunir tveggja söluaðila til að ná til kaupand- ans. En það er misjafnt hversu greiður aðgangur er að markhópnum. Ein leiðin er vissulega í gegnum framhaldsskólana. Það virðast hins vegar ekki vera til nein lög eða reglugerðir sem segja til um það hvort sölumennska megi fara fram í fram- haldskólum landsins. Það er því undir skólayfirvöldum komið hversu greið þessi leið er fyrir seljendur. Sölumennska innan veggja framhalds- skóla Neytendasamtökunumhafaboristábend- ingar og kvartanir varðandi sölumennsku í framhaldsskólum og því var ákveðið að kanna viðhorf skólanna og hvaða stefnu þeir hafa mótað sér í sölumennsku og markaðskynningu innan veggja skólans. Einnig var spurt um kennslu í fjármálum og neytendafræðslu. Skólarnir brugðust vel við spurningum Neytendasamtak- anna og niðurstöðurnar voru athyglis- verðar. Spurt var hvort framhaldskólarnir hafi markað sér stefnu varðandi sölu- mennsku innan veggja skólans og þá 16 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.