Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 24

Neytendablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 24
EKKIINNHEIMTU ÁN LAGA Þann 29. október síðastliðinn var frumvarpi til innheimtulaga dreift til Alþingismanna. Frumvarpið er lagt fram í fjórða sinn en í þrígang hefur það dagað uppi á Alþingi. Neytendasamtökin hafa ítrekað lýst óánægju sinni með að frumvarpið skuli ekki hafa náð fram að ganga enda tryggir frumvarpið skuldurum sjálfsagða lágmarksvernd gagnvart innheimtuaðila. ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í þessum efnum en lög um innheimtu hafa um árabil verið í gildi í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Neytendasamtökin leggja áherslu á mikilvægi þess að innheimtuaðilum á íslandi séu settar skorður með reglum um leyfilega hámarksþóknun fyrir innheimtu. Svona verða lög til: 1. Þingmaður eða ráðherra leggur fram frumvarp til laga. 2. Fyrsta umræða fer fram og frumvarpinu er vísað til nefndar. 3. Nefndin ræðir málið og aflar umsagna frá hagsmunaaðilum. 4. Önnur umræða ferfram á Alþingi. 5. Þriðja umræða og atkvæðagreiðsla: Innheimtulög verða að veruleika. NEYTENDASAMTÖKIN - /' þína þágu! www.ns.is

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.