Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 4

Neytendablaðið - 01.03.2006, Page 4
 Urskurður um seðilgjöld viöskiptavinarins meö vfsan til 36. gr. samninga- laga. Þar kemur fram að víkja megi samningi til hliðar í heild eöa aö hluta ef þaö yröi taliö ósanngjarnt eða andstætt góöri viöskiptavenju aö bera hann fyrir sig. • Eðlilegt aö senda reikning án gjalds í málinu vísaöi viðskiptavinurinn í þá grein neytendakaupalaga sem kveður á um að seljandi megi ekki rukka neytanda sérstaklega fyrir aö gefa út og senda reikning. Lög um neytendakaup eiga ekki viö um afborganir af lánum en sú grein laganna sem viöskiptavinurinn vísaði til gefur mikilvæga vísbendinu um vilja löggj- afans. Viðskiptavinurog fjármálafyrirtæki eru í viövarandi viðskiptasambandi þar sem fyrirtækiö er almennt í betri aðstööu til að vita hvaö næsta afborgun skuli vera há. Eölilegt er aö fjármálafyrirtæki komi þessum upplýsingum til viðskiptavina sinna mánaöarlega án þess aö taka sérstakt gjald fyrir þaö. Þá er eðlilegt aö upplýsingar um bankareikning fylgi sem megi nota til aö greiða afborgunina inn á enda sé vandséö að þaö valdi kostnaði hjá fyrirtækjunum sem réttlætanlegt sé aö rukka sérstaklega fyrir. Töluverð umræða hefur veriö um seöil- gjöld og eru margir ósáttir viö aö greiða sérstakt gjald fyrir að borga reikninga vegna þjónustu eins og rafmagns og síma eða afborgana af lánum. Ef skoðaðir eru allir hefðbundnir reikningar sem fólk fær senda til sín má sjá að seðilgjald er til staðar á nær öllum reikningum. Þá eru þessi gjöld mishá og erfitt að sjá hvort um raunverulegan kostnað er að ræða eða einfaldlega aukna álagningu. Neyt- endasamtökin hafa mótmælt þessu gjaldi sem er einhliða ákveðið af fyrirtækjunum sem í hlut eiga og bent á að kostnaður viö innheimtu sé hluti af því aö vera í rekstri. Nýlega féll úrskurður um seðilgjöld í Úrskurðarnefnd um viðskipti viö fjármála- fyrirtæki. Viöskiptavinur fjármálafyrirtækis hafði tekiö tvö skuldabréfalán hjá fyrir- tækinu sem hann greiddi af mánaðarlega. Hann var ósáttur við svokölluð tilkynningar- og greiöslugjöld sem hann var rukkaður um með hverri afborgun, 490 kr. fyrir annaö skuldabréfið og 190 kr. fyrir hitt. Jafnvel þótt hann geröi sér ferð í hverjum mánuði til fyrirtækisins og greiddi þar gat hann ekki fengið gjöldin felld niður. Viöskiptavinurinn sendi málið til Úrskuröarnefndarinnar og fór fram á að seðilgjöld yröu felld niður þegar hann greiddi afborganir á starfsstöö fyrirtækisins (þ.e. þar sem fyrirtækið er til húsa) og aö honum yröu endurgreidd þau seðilgjöld sem hann heföi þegar greitt. Vísaði hann til laga um neytendakaup þar sem fram kemur aö seljandi geti ekki til viðbótar kaupveröinu krafist þóknunar fyrir aö gefa út og senda reikning. Fjármálafyrirtækið benti á aö viðskipta- vinurinn heföi skrifað undir skuldabréf þar sem fram kæmi aö honum bæri að greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu í samræmi viö gjaldskrá fyrirtækisins á hverjum tíma. Meirihluti nefndarinnar taldi máliö ráöast á því að viðskiptavinurinn haföi samþykkt gjaldtökuna þegar hann undirritaöi skuldabréfin og hafnaði þess vegna kröfu viðskiptavinarins. Álit minnihluta nefndarinnar Fulltrúar Neytendasamtakanna í úrskurðar- nefndinni lentu í minnihluta í málinu og skrifuðu sérálit. Eftirfarandi eru þær röksemdir sem lesa má út úr sérálitinu. • Osanngjarnt ákvæði í skuldabréfi Akvæðið í skuldabréfunum um að við- skiptavinurinn skuli greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu í samræmi við gjaldskrá fjármálafyrirtækisins er hluti af stöðluðum samningsskilmála sem var saminn einhliða af fjármálafyrirtækinu. Viðskiptavinurinn hafði litla mögu- leika á aö semja öðruvísi. Ákvæðið vísar í gjaldskrá fjármálafyrirtækisins eins og hún er á hverjum tíma og getur fyrirtækið því hækkað gjaldið á samningstímanum án þess að viðskiptavinurinn eigi raunveru- lega möguleika á að koma í veg fyrir það. Þessa framsetningu mat minni- hlutinn ósanngjarna og andstæða góðum viðskiptaháttum. • Réttur til að greiða hjá fyrirtækinu Meginregla kröfuréttar er, bæði í kaupum og vegna annarra viðskipta, að greiðslustaður peningagreiðslu skuli vera hjá kröfuhafa. Málin hafa hins vegar þróast þannig að fáir geri sér ferö til að greiða mánaðarlega reikninga hjá fyrir- tækinu sem þeir eiga í viðskiptum við. Flestir fá senda greiðsluseðla, greiða i gegnum heimabanka, eða borga með boðgreiðslum. Sá réttur viðskiptavinarins er engu aö síður fyrir hendi að greiða í afgreiðslu viðkomandi fyrirtækis án þess aö verða fyrir kostnaði af því enda hafa meginreglur kröfuréttar ekki breyst að þessu leyti. • Takmarkað val um greiðsluaðferðir Viðskiptavininum varveitt afartakmarkað val um með hvaða hætti hann greiddi afborganir sínar. Viðskiptavinurinn hafði val um að fá greiðsluseðil og borga 490 kr. fyrir hann eða skuldafæra beint af reikningi og kostaði það 190 kr. Mun fleiri valmöguleikar eru tæknilega færir til að greiða skuld, fyrir utan að greiöa í afgreiðslu viðkomandi fyrirtækis. Til dæmis er hægt að fá sendan reikning með bankanúmeri sem viðskiptavinurinn getur lagt greiðsluna inn á eða fá reikning upp í heimabankanum og greiða án þess að fá greiðsluseðil sendan. Þá er mögulegt að veita viðskiptavininum aögang að lokaðri síðu þar sem hann getur skoðað reikn- ingana sína og greitt þá án þess að tengsl séu við Reiknistofu bankanna. • Gat ekki greitt á starfsstöð fjár- málafyrirtækisins Þar sem viðskiptavinurinn kom mánaðar- lega til fyrirtækisins til að greiða afborg- anirnar af skuldabréfunum hafði hann valið ódýra greiðsluaðferð fyrir banka- kerfið. Hins vegar breytti það engu þar sem tilkynningar- og greiðslugjaldið var ekki fellt niður. Það að veita ekki val um að greiða á starfsstöð án þess að verða fyrir kostnaði taldi minnihluti nefndarinnar stangast á við megin- reglur kröfuréttar og vera bersýnilega ósanngjarnt. Féllst minnihlutinn á kröfur Stórt hagsmunamál fyrir neytendur Neytendasamtökin telja kostnað vegna seðilgjalda gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur og jafnvel þótt um tiltölulega lágar upphæðir sé að ræða fyrir hvern seðil þá safnast þetta fljótt upp og getur skipt verulegum fjárhæðum árlega fyrir hverja fjölskyldu. Samtökunum hefur borist fjöldi kvartana þar sem neytendur segjast tilneyddir til að greiða seðilgjöld og að ekki sé veitt þaö val að greiða reikninga án þess að verða fyrir kostnaði. Liklegt er að það muni reyna á endanum á seðilgjaldamál fyrir dómstólum. Þá verður endanlega skorið úr því hvort slíkir viðskiptahættir geti talist réttmætir. 4 NEYTENDABLABIÐ 1. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.