Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 27
Agæti felagi, Þegar þetta bréf er ritaC mun félagafjöldi Neytendasamtakanna vera um þaC bil 5000. Þeim hefur fjölgað um tæpt 1000 síðan í oktober 1970. A þessum tíma hefur verið skipulögð tvennskonar meðlima- söfnun. I fyrsta lagi var ráðið folk til að hringja frá skrifstofu sam- takanna og bjoða mönnum að gerast félagar.x öðru lagi fengu sam- tökintil liðs við sig 20 aðila, semhringduheimanaðírá sér og kynntu samtökin. Þeim síðarnefndu greiddu samtökinkr. 70 fyrir hvernnýjan, en hinum, sem voru á skrifstofunni var greitt aðeins minna. Meðlimasöfnun x síma er fremur þreytandi og reynzla okkar er sú, að hver safnari safnar x stuttan tíma. Beztu meðlimasafnararnir skiluðu um 100 nýjum hver - og er það mjög gott. Þær aðferðir, sem hér voru nefndar, erudýrar. Þar af leiðandi höfum við reynt að verða okkur ut um ódýrari aðferð, með það fyrir augum, að fé samtakanna fari sem minnst í kostnað við meðlimasöfnun, en í sem mestum mæli í þau verk, sem samtökin vinna að. Hvort sú tilraun tekst, sem við ætlumnúað reyna, er undir þér komið. Söfnunaraðferðin er þessi. Með því tölublaði Neytendablaðsins, sem þú hefur nú fengið í hendur, er sent litið spjald, sem er umsóknareyðublað um inngöngu í Neyt- endasamtökin. Þú - félagi góður - ert beðinn að fara þess á leit við eitxhvern kunningja þinn eða kunningjakonu - að ganga í Neytenda- samtökin og styrkja þannig sina eigin hagsmuni - hagsmuni neytenda. Verði hver félagi við þessari beiðni samtakanna, er það von okkar - að félagsfjöldi samtakanna hér um bil tvöfaldist. Kostnaður við þessa meðlimasöfnun er Pappír 7 pakkar á 225 kr. hver - 1575. Blek 2 hylki - 300. ca. Stenslar 2 stk. á 130 kr. hver - 260. kr. 2130. Fjölritun annaðist skrifstofa samtakanna. Eins og sjá má verður þessi meðlimasöfnun mun ódýrari en hinar fyrri. Þegar spjaldið hefur verið útfyllt sendist það til Neytendasamtakanna. Við ætlum okkur að sendahinum nýjafélaga ókeypis síðasta Neytenda- blaðið á þessuári, en eigi okkur að takast það verðum við að fá spjaldið í hendur fyrir 15. nóvember 1971. Þótt kostnaður við þessa söfnun sé miklu minni en við hinar fyrri, er ekki þar með sagt, að árangurinn verði eins góður. Nú verður fróðlegt að sjá, hvað hver félagsmaður megnar - og hvort félagarnir hafa í reynd áhuga á, að efla hag neytenda með - sterkum Neytenda- samtökum. Björn Baldursson. Kær kveðja.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.