Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 2
ALS^ÖUBLÁBIÖ 1 Úr ræðn Eamsay MaeDonalds, formanns Terkamanna&okhsins enska og núverandi forsætis-ráðherra Englands, við setningn enska þingsins 9. janúar 1924. Vér munum ganga að stjórn- Srstarfinu með föstum skrefum og troða nlður allar glóðir, er valdið geta nýjum styrjoldum. Deila sú — ef hægt er að nefna svo því líkar títuprjónsstungur, misskilning og ertingar —, sem á sér stað milll Englendlnga og Frakká er beinlínis hörmuleg, og hún á ekki rætur að rekja til beztu andanna í báðum löndun- um. Það myndi mega telja stór- virki, ef unt væri að skapa sam- úð í staðinn fyrir hernaðar-kapp- hlaup miili Frakka, ítala, Rússa, Þjóðverja og Tékkóslóvaka, meira að segja milli ailrá þjóða. Þeirri fárániegu vltieysu að neitá öllu sambandi við ráðstjórnina mun nú verða lokið. Vér munum taká að oss stjórn- arvaldið til þess að freista þess að ráða tram úr örðugleikum þeirn, er England, Norðurálfan, meira að segja allur heimurinn á við að stríða. Ætlunarverk vort er að satna saman til þess starfs öllum körlum og konuœ, er heiðarlegur vilji og heilbrigð dómgreind búa í. Vér munum bjóða byrgin bæði >frjálslynd- um< og íhaidsmönnum, ef þeir veita oss mótspyrnu í þessu starfi voru. Hin fyrsta og mikla skylda vor er að skapa skilyrði tyrir friði. Sú höfuðborg er ekki til í Norðurálfu, þar sem ekki lifi f glóðunum eitir hinn mikla heiœs- bruna. Það er tiú mín, að verka- mannastjórn sé hið eina, er þurfi tll eflingar friðsamlegum öflum hvarvetna í Norðurálfu. Vér ætl- um að gera það, sem vér megn- um til að fulikomna þjóðabanda- Iagið og neytá þess áfdráttárlaust sem hinnar öflugustu tilfæringar til að tryggja réttlæti þjóða í milli og skápa með því skilyrði fyrir alþjóðlegum friðl. Vér mun- um tengja samband við Rús3a ekki vegna þess, að vér séum ásáttir við þá um alt, sem stjórn þeirra hafi gert. Þa.ð kemur oss ekki við. Vér óskum viðskifta og samninga og skipulags á öilum ástæðum alt milli Japans og ír- lands. Ef vér viljum mótmæla því, sem gert er í Afghanistan, — hvernig eigum vlð að gera það, ef vér höfum ekki völ á neinni lelð til að koma mótmæl- unum fram? — Um atvinnuleysið tók MacDo- nald það fram, að það stafaði af minkuninni á kaupgetu fjöldans, sem þarf að geta tekið við fram- ieiðslunni. í haldsst jórnin hefðl ekki getað komið í veg fyrlr, að mannlegir starfskraftar hefðu eyðst ónotaðir. En nú ætlaðl verkamannastjórn karla og kvenna, er hefði tii að bera reynslu um vinnuna og af henni, í fyrsta sinni í sögu Englands að taka að sér úrlausn þessa viðfangsefnis frá hreinu mannlegu sjónarmiði. Alpýðnfyrirlestrar Jai'naðarmannafélagsins. Vér hittum að máli einn af stjórnendumjafnaðarmannafélags- ins. >Þið eruð farnir að halda al- þýðufyrirlestra f Jafnaðarmanna- félaginu. Búist þið við, að það verði fr&mhald áf þeim?< >Já; þvf gerum við ráð fyrir. Stjórnin hefir iengi haft f hyggju að reyna að koma á þessum fyrirlestrum, þó það hafi ekki komist í framkvæmd tyrr. Næsti fyriilestur er á sunnudaginn kemur kl. 4 í Bárunni og er um Vílhjálm Stefánsson og afreks- veik hans. Verður sá fyririestur bæði skemtllegur og fróðlegur, enda verða sýndar með honum eitthvað áttatíu skuggamyndir.< >Hvernig bera þeir sig fjár- hagslega, þessir fyrirlestrar?< >Þeir berá sig vel, þegar fnlt hús er. En við eigum ekki vfst að fá alt af fuit hús. Og kostn- aður er töluverður. Óskemtilegt þykir okkur að þurfa að borga skemtanáskatt, enda mjög rang- látt að borga það af fræðandi fyrirlestrum. Skemtanaskatturiau Hjálparstðð hjúkrunarfélags- ina >Líknar< m epln: Mánudaga . . .kl. 11—12 f. h. Þrlðjudagá ... — 5—6 •. - Mlðvlkudaga . . — 3—4 ®. - Föstudaga ... — 5—6 e. - Laugardaga . . — 3—4 ©. - Útbeelðlð Alþýðublaðlð hvar aem þið epuð 053 hvert sem þlð faplðl Maltextrakt frá ölgerð- inni Egill Skallagrímsson er bezt og ódýrast. er um 30 kr. af hverjum fyrir- lestri, en af því að skatturinn er, þurfum vlð að láta prenta inn- göngumiða sérstaklega fyrir hvern fyririestur, oger það 10 kr. auka- kostnaður. Við þetta bætistsvo 10 kr. gjald í bæjarsjóð fyrir ieyfi til þess að halda fyrirlesturinn, svo að skattar á hverjum fyrlrlestri verða samtals 50 kr., en það er meira en sjöttl partur af því, sem inn kemur.< >Getið þið borgað nokkuð fyrir að haida þessa iyririestra?< >Ja, það getur vel verið, að við gerum það í framtíðinni. Það er nú formaður féiagsins (Ólafur Friðriksson), sem haldið hefir þá fyrirlestrá, sem komnir eru, og hann gerir það nú fyrir ekkert. En við getum varla búist við því af öðrum. Stúdentatélagið borgar t. d. 70 kr. fyrir hvern fyrirlestur, sem það lætur halda.< X. Kirkja skýskafi. í ráði er að reisa kirkju mikla i New York. Á að byggja hána í skýskafa stíl og hærri en Wool- worth-bygginguna, sem nú er hæsta hús í heimi. Áætianir eru þegar gerðar, og er búist við, að bráðlega verði byrjað á byggingunni. Kostnaður er á- ætlaður um 4 mllljónir doilara. Kirkjan sjálf á að taka 2000 manna, en auk þess eiga þar að vera bamaheimili og því um Ifktt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.