Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 3

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 3
FORINGINN 1. tbl. 1975. Ötgefinn af: BlS. Samsetning: Haraldur Bjarnason Þorvaldur Bragason Vélritun: Sigrún Baldursdóttir Allskonar aðstoð: Guðbjartur Hannesson Ljósmyndir: Þórólfur Jónsson Hönnun forsíðu: Vignir Jóhannsson Heimilisfang: Pósthólf 831,Reykjavík Prentun: Prentiðn, Löngufit 38, Garöahreppi. Ágæti leasari. Hana nú, sagöi hænan. Og enn ainu sinni er Foringinn kominn út , og aö sjálfsöpöu fer hann stöðugt batnandi. Viö upphaf þessa árgangs, verö- ur talsverð breyting á íítgáfu- formi Foringjans. Þetta ár er áætlað að sex blöð komi "út, og jafnframt að allir foringjar og dróttskátar í landinu fái blaðið sent ókeypis. Síðastliðið ár greiddu aðeins um 200 áskrifend- ur áskriftargjaldið, en þetta var aðeins lítið brot af áskrif- endum blaðsins. Þessvegna var það að bandalagsstjórnin tók fyrrgreinda ákvörðun um breyt- ingu á útgáfuforminu. Ákveðnir hafa verið útgáfudagar blaðs- ins og eru þeir þessir: 1 tbl. 13 febr. 2 tbl. 13 mars, 3 tbl. 17 apríl, U.tbl. 5.júní, 5.tbl. 2 0.okt. og 6.tbl. 2 0.nóv. En til þess að þetta geti tek- ist verður allt efni í blaðið að ber.^.st í tæka tíð, þ.e. um hálfum mánuði fyrir útgáfudag. Bréf með öllum þessum upplýsing- um hafa þegar verið send starfs- ráðum BÍS og fleiri aðilum. Nú, samsetning er að mestu í höndum þeirra sömu og sáu um síðasta árgang, sem eins og all- ir vita,var einstaklega góður. Og að lokum. Félagsforingjar drífið ykkur nú í að senda skrá yfir alla foringja og drótt- skáta í félögum ykkar, svo við getum sent þeim Foringjann. Samsetningin.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.