Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 4
SAMSTARF OG SAMFRÆÐSLA I SKÁTA- STARFI. Armað höfuðmálefni ráðstefn- unnar var aukin samvinna drengja- skáta og kvenskáta í löndum Evrópu. Á síðustu árum hafa mörg skáta- bandalög tekiö upp mismunandi nána samvinnu. Samsvarandi drengja- og kvenskátabandalög hafa sameinast og annað "hvort tekið upp stjórnunarlegt sam- starf, sem nefnt hefur verið co- operation eða sameinað skátastarf með nýjum aðferðum, svonefnt co- education eða samfræðslu. Co-education. - Samfræðsla. Carl A. Lindstén hafði tekið saman plagg um samfræöslu sem starfsaðferð, og fara hér á eftir nokkrir punktar úr því. Þar segir, að hin nýja starfsaðferð miði fremur að þjálfun í mannleg- um samskiptum en leikni í vinnu- brögðum svo sem áður tíðkaðist. Uppeldisaðferðir eru mjðg háðar ger* þess þjóðfélags, sem starfað er í. Víða hefur komist átöluvert jafnræði með kynjunum og karlar og konur vinna hlið viö híið í ýmsum störfum. Æskulýös- hreyfing sem telur sig undirbúa æskufólk undir starf í þjóðfé'l- aginu getur ekki takmarkað sig við eitt kyn. Samfræðsla í skátastarfi er þvi aðeins hentug aðferð, að viötekin sáu eftirfarandi markmiö í þjóöfélaginu: - Útilokun allrar mismununar vegna kynferðis - Heföbundin hlutverkaskipting kynjanna sé lögð niður - í uppeldi sé lögð áhersla á að þroska hæfileika til mannlegra samskipta, fremur en að þroska kvenlega eða karlmannlega eig- inleika. Á hinn bóginn er samfræðsla vart heppileg aðferð í skátastarfi þar sem jafnrétti kynjanna er _ ekki viðurkennt markmið, og pilt- ar og stúlkur eru alin upp til ólíkra hlutverka þegar á fullorð- insár kemur. Þar er það vart a færi skátahreyfingarinnar að breyta þeim þjóðfélagsháttum. Samkvæmt aðferð samfræðsl- unnar er lögð áhersla á að dreng- ir og stúlkur læri að vinna sam- an sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar kynja sinna. Því er mikilvægt, að samvinnan sé hversdagslegur hlutur, en ekki eingöngu til hátíðabrigða, svo sem á skemmtunum og samkomum, þar sem einmitt er hætta á, að samskipti falli í form viðtek- inna kynhlutverka. Forinejaþjálfun. Þótt þjálfun foringja þyrfti í sjálfu sér ekki að breytast svo mjög frá því sem var fyrir eitt kyn, þarf hún að sjálfsögðu að vera sameiginleg og vekja þyrfti athygli foringja á ýms- um báttum, sem eiga sév rætur í hefðbundinni þjóðfélagslegri afstöðu svo sem: - I hinu hefðbundna þjóðfélagi er hlutverk konunnar oft fremur að vera stoð og stytta manns síns en að hafa sjálf frumkvæði. Sérstaklega þarf að gæta þess að kenna stúlk- um að taka frumkvæði og vinna sjálfstætt. - Varast þarf að falla í hefð- bundna hlutverkaskiptingu til dæmis í útilegum, að stúlkurn- ar eldi matinn og drengirnir höggvi viðinn, þar sem miklu líklegra er að drengirnir þurfi þjálfunar við í eldamennsku, og stúlkurnar í viðarhöggi. - Þótt pörun sé eðlilegur hlutur £ hópi dróttskáta; vill slíkt

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.