Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 5
oft verða til aö leysa upp hópinn. Hlutverk foringjans er að fá hópinn til að mynda sér umgengnisvenjur, er allir geti sætt sig við. - Þótt reglur um jafnvægi í fjölda stórnenda þar sem unnið er eftir samfræðslukerfi séu andstæðar anda kerfisins, eru þær oft nauðsynlegar á meðan breytingin er að eiga s4t stað. - Þá er nauðsynlegt að foringjar þekki til hinna ólíku líkam- legu og sálrænu breytinga, sem eiga sér stað á gelgjuskeiðinu hjá piltum og stulkum. Það verður vart nægilega und- irstrikað, að nauðsynlegt sé , að foringjar séu vel undirbúnir og hafi fullan skilning á markmið- um og leiðum samfræðsluaðferðar- innar áður en hafist er handa um breytingar á ríkjandi starfsað- ferðum. Ástand og horfur. Formenn beggja Evrápunefndanna, Johan Kromann og Marianne Journée sendu frá sér sameiginlega álits- gerð um ástand og horfur á þessu sviði. Sameiginleg skátabandalög er nú að finna í 11 löndum Evrópu af 22, sem kvenskátar starfa í, og 23 löndum drengjaskáta. Hins vegar virðist sem mjög óvíða hafi verið tekin upp samfræðsla innan þessara blönduðu banda- laga og þá helst á dróttskáta- aldrinum, en síst á hinum almenna skátaaldri. Samkvæmt athugunum þeirra virðist þrýstinpur til samstarfs fremur koma frá drengjaskátum en kvenskátum og fremur koma frá skátum í starfi en stjórnendum samtakanna. Þá sýna eldri aldurs- hópar meiri áhuga á sameiningu en yngri, sem yfirleitt sýna engan áhuga. Hann kemur hins vegar oft frá foreldrum. Oft virðist samvinnan ekki nægilega vel undirbúin, og sé um undirbúning að ræða, er hann stjórnunarlegs eðlis, en snertir miklu síður hið innra starf. Mikil áhersla er lögð á jafnvægi í tölu stjórnenda, en ekki allt- af erindi sem erfiði. Lítið er um rannsóknir og ásk- ir um ráðgjöf frá fjölþjóðlegum aðilum. Það er skoðun formannanna, að þessi þróun til aukins samstarfs sé óhjákvæmileg, en vænta þess jafnframt, að farið sé gætilega í sakirnar, svo að þeim árangri, sem skátahreyfingin hefur þegar náð, sé ekki stofnað í hættu. Þau vara forystufólk við að fara út fyrir þau mörk, sem al- menningsálitið setur í hverju þjóðfélagi og ennfremur vara þau drengjaskáta við að leggja fast að kvenskátum til samstarfs, en benda þ<5 forystumönnum kven- skáta á, að loka ekki augunum fyrir þróuninni. Þá telja þau að beina þúrfi miklu átaki til að undirbúa starfsáætlun, sem grundvallast á samfræðslu og er studd viðhlít- andi foringjaþjálfun, þar sem þau telja, að samfræðsla hafi uppeldislegt gildi, og þau telja eðlilept, að Evrópa hafi forystu á þessu sviði. Álit ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni voru þessi mál reifuð og rædd, en fátt kom fram yfir það sem var í ofan- nefndum plöggum. Talað var um að draga lærdóm af reynslu þeirra, sem þegar höfðu framkvæmt breytingar, en hvernig átti að meta árangurinn? Ekki er einhlítt aö meta eftir meðlimatölunni einni saman, sem •virðist tilhneiging til. Þá var hvatt til aö gerðar væru rannsóknir á vísindalegum grundvelli, sem styöjast mætti við í áframhaldandi þróun. Kjarni umræðnanna er kannski: Hverskonar hreyfinpu viljum við - í hverskonar þjáðfélagi? Og á hverskonar samskiptum karla og kvenna á þjóðfélagiö að grund- vallast? Kristín Bjarnadóttir.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.