Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 6

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 6
Nú þegar útgáfu Foringjans hefur veriö breytt, breytist aöstaöa okkar í D.S.Ráði miki6, hvaö viövíkur frétta- og hug- myndamiðlun. Hingað til höfum við reynt að gera okkar besta gagnvart Forinejanum, en spurningin er bara sú, ber það nokkurn árang- ur, ég er ansi hræddur um að útgáfan hafi komið að litlu gagni, vegna fámennis áskrif- anda. En nú með breyttri út- gáfu breytist þetta, svo framar- lega sem fé'lögin tilkynna alla foringja og D.S. fljótt og greiðlega. Vegna þess hve margir nýir aðilar koma nú til með aö lesa blaðið, ætla ég að rifja upp nokkra punkta úr síðasta ár- gangi, sem teljast mega grunn- punktar. I dróttskátasveit þar sem enginn foringi er, er stjórnun hennar best háttað þannig að á Sveitarþingi er skipaö sveitar- ráð, heppilegt að hafa það nefndarformennina. Sveitarráðið kýs sér síðan formann, og kemur hann síðan ásamt hinum í sveitarráðinu til með að gegna því starfi sem sveitarforingjans er. Nauðsynlegt er að skipa hvert sveitarráð til 6-8 mánaða, styttri tími hefur ekki gefist nágu vel. Hár á eftir koma nokkur atriði sem Sveitarforing"i eða sveitarráð, þar sem enginn for- ingi er, verða að hafa i huga: 1. Þegar nýtt tímabil byrjar og nýjar nefndir hefja störf verður að gæta þess að þær fari fljótt og rétt af staö, viku til tíu dögum frá þinginu halda þær fund, kjósa formann og gera starfsáætlun fyrir nefnd- ina þar sem fram koma þeir lið- ir sem nefndin á að sjá um og aætlað hvernig best er að undir- búa þá,Cfjöldi funda o.fl.). 2. Halda fundi reglulega með nefndarmönnum sveitarráðsfundi, heppilegast einu sinni í mánuði. 3. Heimsækja nefndarfundi , alla vegana einn fund hjá hverri nefnd yfir tímabilið og fylgjast með starfi þeirra. 4. í lok hvers timabils þarf að sjá um að nefndirnar geri tillöpur að starfsáætlun fyrir næsta tímabil vandi sig við það og noti reynslu liðinna tíma- bila. Góðir D.S. nú skulum við vona að starfið gangi vel hjá ykkur. Eitt atriði langar mig til aö minnast á við ykkur, sem oft hefur farið illa hjá sveitum en það er starfs-áætlunin. Við gerð starfsáætlunar verð- ur að gæta þess að hafa ekk.i of mörg atriði, því þá kemur upp su hætta að þurfa að sleppa lið- um, þegar til kastanna kemur, en það getur haft mjög neikvæða þróun að vera alltaf að fella út liði. Það er betra að hafa fáa liði, en geta framkvæmt þá vel. Annað atri&i er að hafa starfstímabilið ekki lengra en t mánuði, 3-4 mánuðir er mjög heppilegt, ef tímabilin eru of löng fæst ekki nég yfirsýn yfir þau þegar starfsáætlunin er gerð og er þá mikil hætta á að eitt- hvað rekist á við annað starf. Gerum nú öll góðar og örugg- ar starfsáætlanir á næsta sveit- arþingi og störfum eftir þeim. Svo muna allir eftir Dagbók- inni og skrá í hana allt starf í nafni sveitarinnar. Dæmi: HVENÆR 1-2 febrúar 1975 HVAÐ Sveitarútilega £ Jötun- heima á Hellisheiði. HVERNIG Nefndin mín sá um göngu- ferð á Hengil á sunnu- deginum.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.