Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 7

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 7
ERLENDIS FRÁ Dagana 29. ágúst til 1. september 1974 var ha.Idin norræn dróttskátaráðstefna í Paivöla í Finnlandi. Þátttakendur voru frá Noregi, Danmörku og Finn- landi. Svíar töldu sig ekki getað tekið þátt í ráðstefnunni vegna fjarlægðar. Ég spyr, hvaö getum viö á íslandi þá sagt? Hér koma lauslega þýddar ýms- ar ályktanir ráöstefnunnar. 1. Samþykkt var að halda sam- norrænt dróttskáta Gilwell nám- skeið í Danmörku 1977. 2_._ Samþykkt var að reyna að stuðla að betra samstarfi milli dróttskátaráða á Norðurlöndum. 3.J, Vegna aukins kostnaðar við ferðir og uppihald er það orð- ið stórt fyrirtæki að taka þatt í norrænum ráðstefnum, Vegna þessa var samþykkt að stefna skyldi að því að hvert land geti sent a.m.k. einn fulltrúa á ráðstefnu þessa honum að kostn- aðarlausu. Ef fleiri en einn fulltrúi er frá landi ræður það land hvernig fjárhæðinni er ráð- stafað. Vegna Nordjamb 1975 var sam- þykkt að benda stjórnendum SSC að standa fyrir fundi með með-- limum dróttskátaraða á Norður- löndum, sem verða í búðunum. Þetta ætti að vera óformlegur fundur og að mestu til kynningr- ar. Einnig ættu að vera norræn kvöld á SSC til skemmtunar fyrir þá sem eiga frí til kynningar. Þeim tilmælum var bent til stjórnenda SSC að skipuleggja tilrauna fimmtarþraut fyrir róvera. Einnig væri þaö skyn- samlegt að vinna að miniorðabók, þar sem almenn skátaorð koma fram á öllum fimm tungumálum. Ráðstefnan fjallaði nokkuð um hið þekkta "Unglingavandamál", þ.e. hvað varðar lögbrot og þess háttar, sérstaklega hvað varðar dróttskátaaldurinn. Þar kom fram að glæpir meðal unglinga og misnotkun lyfjá og áfengis eru sívaxandi vandamál á Norðurlöndum. Skátahreyfingin ííetur haft mikil fyrirbyggjandi ahrif og ætti hún að haga starfi sínu að einhverju leyti samkvæmt þessu. Er því bent til drótt- skátaráða Norðurlanda að athuga leiðir til starfs til að stansa þessa háskalegu bró'un. Svo mörg voru þau orð. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um skátun fyrir bækluð börn og unglinga, í blððum, sem borist hafa erlendis frá. Meðal annars er sagt á einum stað frá hópi dróttskata frá Ábo í Finnlandi sem hafa síðastliðin 3 ár starfað á sérstæðu sviði innan dróttskátunar. Þessi hópur ákvað að starfa með hópi bæklaðra unglinga á aldrinum 13-22 ára. Um venju- legt skátastarf er ekki að ræða, þar sem unglingarnir eru mjög hreyfiskertir, t.d. eru sérhver útistörf og hreyfileikir áhugs- anleg að öllu leyti. 3yrjunin var erfið. Það var erfitt að komast í samband við unglingana og kynningin tók langan tíma. Þau hittast einu sinni í viku og það eru foreldr- arnir sem koma meö "skátana"sína á fundinn. Starfið'er mestmegn- is fólgið í sýningu skugga- og kvikmynda, upplestri og leikjum. Þau skoða myndir frá motum og útilegum og dróttskátarnir reyna að gefa unglingunum sanna mynd af starfi þeirra innan skáta- hreyfingarinnar. Samvinnan við foreldrana hef- ur verið góð. Fyrst vildu þeir vera viðstaddir fundina, en eft- ir því sem tíminn leið treystu þeir dróttskátunum fullkomlega fyrir unglingunum og þeir eru mjög þakklátir fyrir það sem skátarnir vilja gera fyrir börn- in þeirra. Stærsta vandamálið sem drátt- skátarnir hafa rekið sig á er að hafa dagskrá fundanna eins marg- breytilega og hægt er.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.