Foringinn - 01.02.1975, Síða 7

Foringinn - 01.02.1975, Síða 7
ERLENDIS FRÁ Dagana 29. ágúst til 1. september 1974 var haldin norræn dróttskátaráfistefna í Páivöla í Finnlandi. Þátttakendur voru frá Noregi, Danmörku og Finn- landi. Svíar töldu sig ekki getaö tekið þátt í ráðstefnunni vegna fjarlægðar. Ég spyr, hvað getum við á íslandi þá sagt? Hér koma lauslega þýddar ýms- ar ályktanir ráðstefnunnar. Samþykkt var að halda sam- norrænt dróttskáta Gilwell nám- skeið í Danmörku 1977. 2_._ Samþykkt var að reyna að stuðla að betra samstarfi milli dréttskátaráða á Norðurlöndum. 3. Vegna aukins kostnaðar við ferðir og uppihald er það orð- iö stórt fyrirtæki að taka þátt í norrænum ráðstefnum, Vegna þessa var samþykkt að stefna skyldi að því að hvert land geti sent a.m.k. einn fulltrúa á ráðstefnu þessa honum að kostn- aöarlausu. Ef fleiri en einn fulltrúi er frá landi ræður það land hvernig fjárhæðinni er ráð- stafað. Vegna Nordjamb 1975 var sam- þykkt að benda stjórnendum SSC að standa fyrir fundi með með- limum dróttskátaraða á Norður- löndum, sem verða í búðunum. Þetta ætti að vera óformlegur fundur og að mestu til kynning- ar. Einnig ættu að vera norræn kvöld á SSC til skemmtunar fyrir þá sem eipa frí til kynningar. Þeim tilmælum var bent til stjórnenda SSC að skipuleggja tilrauna fimmtarþraut fyrir róvera. Einnig væri þaö skyn- samlegt að vinna að miniorðabók, þar sem almenn skátaorð koma fram á öllum fimm tungumálum. P.áðstefnan fjallaði nokkuð um hið þekkta "Unglingavandamál" , þ.e. hvað varðar lögbrot og þess háttar, sérstaklega hvað varðar dróttskátaaldurinn. Þar kom fram að glæpir meðal unglinga og misnotkun lvfja og áfengis eru sívaxandi vandamál á Norðurlöndum. Skátahreyfingin j*etur haft mikil fyrirbyggjandi ahrif og ætti hún að haga starfi sínu að einhverju leyti samkvæmt þessu. Er því bent til drótt- skátaráða Norðurlanda að athuga leiðir til starfs til að stansa þessa háskalegu þróun. Svo mörg voru þau orð. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um skátun fyrir bækluð börn og unglinga, í blöðum, sem borist hafa erlendis frá. Meðal annars er sagt á einum stað frá höpi dróttskata frá Ábo í Finnlandi sem hafa síðastliðin 3 ár starfað á sérstæðu sviði innan dróttskátunar. Þessi hópur ákvað að starfa með hópi bæklaðra unglinga á aldrinum 13-22 ára. Um venju- legt skátastarf er ekki aö ræða, þar sem unglingarnir eru mjög hreyfiskertir, t.d. eru sérhver útistörf og hreyfileikir óhugs- anleg að öllu leyti. 3yrjunin var erfið. Þaö var erfitt að komast í samband við unglingana og kynningin tók langan tíma. Þau hittast einu sinni í viku og það eru foreldr- arnir sem koma meö "skátana"sína á fundinn. Starfiðer mestmegn- is fólgið í sýningu skugga- og kvikmynda, upplestri og leikjum. Þau skoða myndir frá mótum og útilegum og dróttskátarnir reyna að gefa unglingunum sanna mynd af starfi þeirra innan skáta- hreyfingarinnar. Samvinnan við foreldrana hef- ur verið góð. Fyrst vildu þeir vera viðstaddir fundina, en eft- ir því sem tíminn leið treystu þeir dróttskátunum fullkomlega fyrir unglingunum og þeir eru mjög þakklátir fyrir það sem skátarnir vilja gera fyrir börn- in þeirra. Stærsta vandamálið sem drótt- skátarnir hafa rekið sig á er að hafa dagskrá fundanna eins marg- breytilega og hægt er. 7

x

Foringinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.