Foringinn - 01.02.1975, Qupperneq 8

Foringinn - 01.02.1975, Qupperneq 8
Blaðaútgáfa innan fálagsins. Nokkuö er um það að drótt- skátar gefi út fjölrituð blöð innan felaganna. Ætla ég nú að fara nokkrum orðum um útgáfu slíkra blaða, undirbúning og fl. Otgáfa félagsblaðs er tilval- iö verkefni fyrir dróttskáta og ætti þá að velja £ sérstaka blaða- eða jafnvel útgáfunefnd innan sveitarinnar. heppilegur fjöldi í nefndinni er 5 manns. Við val krakka í þessa nefnd, koma þeir helst til greina, sem hafa einhverja af eftirfarandi hæfileikum til að bera; "eiga auðvelt með að koma fyrir sig orðum,- vel pennafær,- óþving- uö í framkomu,- teiknihæfileika, - þekkja inn á ljósmyndun,- þekkja inn á fjölritun. Þá hefst frumundirbúningur- inn, sem er að finna svörin viö eftirfarandi spurningum: 1. Hver er tilgangur og markmið útgáfunnar? 2. Á að selja bldðið eða gefa? 3. Hvernig skal fjármagna útgáf- una (fá peninga til að kosta útgáfuna)? 4. Hvert skal form blaðsins vera? 5 Hvert skal lesefni blaðsins vera? Marpar eru spurningarnar og svar við þeim öllum verður að fást áður en blaðamannastarfið sjálft hefst. Við skulum þvi taka spurningarnar og reyna að finna heppileg svör við þeim. 1. Tilpangurinn: Að skapa drótt- skátum, sem áhuga op hæfileika hafa á þessu sviði, verkefni. Gott félapsblað evkur samheldn- ina innan félagsins og getur einnig verið fræðandi op upplýs- andi um ýmis skátamálefni. 2. Á að selja það eða pefa: Sé tekið mið af tilganginum, næst hann best með því að gefa það. Skilyrði fvrir innanfélagsblaði er, að allir eða sem flestir fái blaðið, en það perist ekki ef það er selt. sama hversu lágt verðið er. 3. Fjármögnun: Kostnaður útpáf- unnar þarf ekki að vera hár, hann liggur aðallega í pappír og stenslum og svo hversu upplagið er mikið (stærð fél- agsins). Notið eina síðu undir auglýs- inpar o^ hafið þar eins margar smáauglýsingar op þið teljið heppilegt. Auglýsingarnar skulið þið fá hjá fyrirtækjum sem staðsett eru á félagssvæði ykkar, stillið verði þ'eirra í hóf því þetta er ekkert annað en styrkur til blaösins. Og fyrst þetta er félagsblað er ekkert ósanngjarnt, að félags- sjóður styrkti útpáfuna og skaffi t.d. pappírinn. 4. Formið: Heppilegasta formið væri pappír að stærð A4 op hefta síðan saman á jaðrinum. Nota venjulegan eöa ódýran fjöl- ritunarpappír, forsíðan má gjarnan hafa annan lit. Vélrita £ tvo dálka niður eftir blaðinu, inn á milli lesmálsins má pjarnan setja ljósmyndir og teikninpar. Sé svo gert verður að brenna stensilinn (til þess er notuð sérstök vél, sem til er f flestum skólum og reynandi að fá afnot af henni þar, skátar £ Reykjavík geta fenpið brennda stensla á skrifstofu B.I.S.). Heppilegt er að blaðið sé 6-8 blaðsiður m/fors£ðu. Fjölrita, 'ielst með bleki. 5. Efnið: Getur verið t.d. viötöl við skáta £ félaginu, kynninp á sveitum félapsins op starfi þeirra, allskonar upplýs- ingar s.s. forinpjaskrá, áætlan- ir, fundartfmar, hreingerninga- skrá, hverjir hafa lokiö ýmsum prófum, utanaökomandi upplýsingar op fréttir s.s. frá B.I.S. (op £ Rvk S.S.R.), öðrum félögum og jafnvel erlendis frá. Athuga ber að allar greinar sem birtar eru séu undirritaöar af greinar- höfundi. Allt efni skal vera stutt og greinarpott. Þá má fylla upp meö myndum, teikning- um og skrytlum. Þá er komið að blaðamanna- starfinu. 8

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.