Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 14
Skyrsla stjórnar B.Í.S. 197 3-7 4 flutt af Arnfinni Jónssyni. Stjórn B■j.S.: Á skátaþingi voru eftirtaldir kjörnir í stjórn B.Í.S. : Skátahöfðingi Páll Gíslason aðst. skátah. Borghildur Fenger " " Jón Kýrdal gjaldkeri Halldór S. Magnússon erl.bráfr.Ragnheiður Jósúadóttir " " Arnfinnur Jónsson f forföllum gjaldkera hefur vara- maður hans tekið við störfum, hann er Sigurður Baldvinsson. Radioskátun: Vilhjálmur Kjartansson fór á ráðstefnu um Radioskátun f Noregi haustið 1973. Ákveðið var að beina til Foringjaþjálfunarráðs að stuðla að kynningu á radioskátun hér á landi. Radioskátar unnu kvnning- arrit í samráði við dróttskáta. P.adioskátun var einn af dagskr- árliðum Landsmóts s.l. sumar og íslenzkir skátar tóku þátt í Jamboree-on-the-air. Hefndir: Samþykkt var á skáta- þingi að skipa nefnd til þess að endurskoða markmið og leiðir skátastarfs. Þessi nefnd hefur enn ekki verið skipuð en leitað er að fólki og vonir standa til að nefndin geti hafið störf fljótlega. Eftirtalin starfsráð hafa ver- ið skipuð: Ylfinga og ljósálfaráö: Rapnheiður ðlafsdóttir Aðalbjörg ðlafsdóttir Skátaráð: Pétur Hansson Tryggvi Marinósson Margrét Pála ðlafsdóttir Þorbjörg Ingvarsdóttir Dróttskátaráð: Reynir Ragnarsson Haraldur Bjarnason Helgi Sverrisson Poringjaþjálfunarráð: Sigrún Sigurgestsdóttir Sigtryggur Jónsson Víking Eiríksson Marfa Sóphusdóttir Útgáfuráí: Steinar Guðjónsson Guðmundur Ástráðsson Steinunn Árnadóttir 14 Skátabúningurinn: llýi skáta- búningurinn var kynntur á síðasta skátaþingi. Merkjareglugerð var samþykkt af stjórn B.Í.S. í nóvember 1973. Samiö hefur verið við skátabúðina um framleiðslu á ýmsum hlutum búningsins. Búningurinn hefur verið keyptur töluvert, sérstaklega í sambandi við s.l. Landsmót. Landvernd: B.l.S. er aðili að Landvernd. Áðalfundur samtakanna var haldinn í nóvember 1973 og sendi B.’f.S. fræ og áburö s.l. ár og hefur það verið notað við uppgræðslu aöallega á ðlfljóts- vatni og líka við Hafravatn. ðtgáfumál: Um s.l. áramót var skipt um ritstjórn Foringjans og skipa hana nú: Haraldur Bjarna- son og Þorvaldur Bragason. Munu þeir sjá um blaöið til næstkom- andi áramóta. Ritstjórar Skátablaðsins eru Þorsteinn Sigurösson og Guðmund- ur JÓnsson og bera þeir fulla fjárhagslega ábyrgö á blaðinu gagnvart B.Í.S. ðtpáfan hefur gengiö vel og hefur áskrifendum fjölgað úr 4Ó0 í 700 á stuttum tíma. í marsmánuði kom Skátabókin loks út. Stjórn B.Í.S. skipaði sérstaka sölustjórn er sjá skyldi um sölu á bókinni. Þepar hafa verið seld u.þ.b. 800 eintök. Skátasöngbókin kom út í end- urbættri útgáfu og hefur selst vel. Sérprófabókin kom út í 2700 eintökum. Þá var gefinn út á s.l. sumri kynningarbæklingur á ensku, um íslenskt skátastarf,"Scouting and Guiding in Iceland". Honum var dreift á landsmóti og Evrópu- ráðstefnu og töluvert upplag er enn til til dreifingar s'íðar. Fjáraflanir: Um s.l. áramót seldu skátar jólamerki og jóla- merkimiöa á pakka. Merkjasala B.Í.S. var samkvæmt venju annan sunnudag í október. Þá seldu mörp skátafélöp fermingarskeyti op hafa af því dágóöar tekjur.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.