Foringinn - 01.02.1975, Qupperneq 15

Foringinn - 01.02.1975, Qupperneq 15
Kvenskltaskólinn að Olfljéts- vatni: Vegna Landsmótsins stl. sumar var starfsemi K.S.Ú. minni en oft áður. Aöeins voru haldin fjögur stutt námskeið eftir lands- mótið. Forstöðukona var Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Skrifstofa B.I.S.: Um síðustu áramót hætti Steinunn Arnadóttir störfum á skrifstofu B.Í.S. eftir áralangt, frába»rt starf. Ægir Rafn Ingólfsson var ráðinn í hennar stað. Faxasjóður: Eftir eldgosið í Vestmannaeyjum var stofnaður sárstakur styrktarsjóður - Faxa- sjóöur - er styrkja skyldi skátastarf í Eyjum. Sjóðurinn efndi til ýmissa fjáraflana og honum bárust ýmsar gjafir. Á ár- inu var ráðist í húsakaup í Vestmannaeyjum og skátum í Eyj- um þar með tryggt varanlegt hús- næði. Kaupverð hússins var 4 milljónir. Rauði Kross íslands gaf 600 þúsund. Vestmannaeyja- kaupstaður 750 þúsund og Svenska Scoutrádet 800 þúsund. Eftir nokkrar endurbætur var húsið formlega tekið í notkun nú í haust. Norðurlandafundur kvenskáta var haldinn í Finnlandi í janúar s.l. Fundinn sótti Sigrún Sig- urgestsdóttir fyrir hönd B.Í.S. Kvikmyndir: Gerður var samn- ingur við Fræðslumyndasafn rík- isins um að þaö sjái um útlán og viðhald á þeim skátamyndum, sem B.Í.S. hefur átt. Skátar munu þó ávallt hafa forgang um lán á þessum myndum. Merki B■í.S . .í sumar var sótt um til firmaskrárritara um lög- verndun á merki B . í.S. Er þá öllum öðrum en skátafelögum, sem aöild eiga að B.Í.S. óheimil notkun merkisins. Lán: Heimild var fengin til aö taka lán að upphæð 3 milljón- ir króna vegna framkvæmda að Úlfljótsvatni. Lánið er með almennum bankavöxtum en vaxta- laust fyrstu 2 árin. Lánið er tryggt með veði í eignum B.Í.S. ~Landsmót skáta 197 4: 16. Landsmót íslenzkra skáta var háldiö að Úlf1jótsvatni dagana 14,- 21.júlí. Mótsstjóri var Bergur Jónsson. Aðrir í móts- stjórn voru: Unnur Scheving Thorsteinsson Jarl Jónsson Sigurjón Mýrdal Magnús Hallgrímsson Inga jóna Þórðardóttir. Alls sóttu motið 2500 manns þegar flest var. Yfir 1800 manns voru í skátabúðum og um 700 í fjölskyldubúðum. Tekin var kvikmynd af mótinu. Hún er komin úr framköllun en hvorki klippt ná hljóðsett. Reikningar mótsins hafa ekki ennþá verið gerðir upp. Vegna mótsins var ráðist í mjög miklar framkvæmdir á Úlf- ljótsvatni. Má þar nefna full- komna vatnsveitu með steyptum 85 tonna geymi, stofnæðum, heim- æðum og brunaæðum. Snyrtihús með salernum, vöskum og steypiböðum, heitu og köldu vatni og rafhitun. Frárennslislagnir og rotþrær frá snyrtihúsi og drengjaskála. Raf- magnsveitukerfi staðarins var endurnýjað, stækkað og fært í nýtízkulegra horf. Sand- og mal- arnamu var breytt í íþróttavöll og þær lagfærðar að öðru leyti. öll hús á svæði drengjaskálans voru máluð. Sáð var áburði og fræi úr flugvél yfir hlíðar Ulf- ljótsvatnsfjalls og þökur lagðar á næstum 1/2 hektara lands. Evrópuráðstefna skáta: Dagana 1.- 8.september var haldin í Reykjavík Evrópuráðstefna skáta. Ráðstefnuna sóttu um 200 erlend- ir fulltrúar og var þetta í fyrsta skipti sem haldin var sameigin- leg ráðstefna kven-og drengja- skáta. Aðalumræðu efnið var-Hvern- ig getur skátastarf komið til mots við brýnustu þarfir æskufólks í Evrópu. Nordjamb '75: Um 200 íslenzk- ir skátar munu sækja mótið og hefur Hörður Zóphoníasson ver- ið skipaður fararstjóri hópsins. Einnig hafa 60 skátar verið vald- ir í vinnubuðir mótsins. Anna Kristjánsdóttir verður fulltrúi íslenzkra skáta í vinnubúðastjórn- inni. Arnlaugur Guðmundsson verður tjaldbúðastjóri Heklubúða. 1K

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.