Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 23

Foringinn - 01.02.1975, Blaðsíða 23
AFLRAUNAHAÐURINN HJÁ DÖMARANUM Kynnir: Góðir áhorf endur .' Nú gefst ykkur tækifæri til að sjá hinn óviðjafnanlega aflraunamann, Kláus Kleifhuga. Þessi aflrauna- maÖur getur gert dálítið, sem ég þori að fullyrða, að enginn nú- lifandi maður geti leikið eftir honum. Hann ætlar sár að lyfta hér hvorki meira né minna en tvisvar sinnum tíu tonnum. Trúi nú hver sem vill, en sjón er sögu ríkarif Aflraunamaðurinn kemur inn, klæddur engu nema mittisskýlu. Þyrfti helzt að vera leikinn af lágvöxnum, feitum skáta. Lyfti- tækið er inni. Hvor kúla, (úr pappa), vegur 10 tonn, eða a.m.k. stendur það á þeim. Aflraunamað- urinn lyftir, meö tilheyrandi látbragði. Eftir miklar stunur og pústra, tekst honum að lyfta kúlunum upp á brjóstið. Þá er eftir þyngsta þrautin, að lyfta henni með handleggina beina yfir höfuð sér. Eftir mikil átök tekst það, og afIraunamaðurinn kemur lyftitækinu niður á jörð- ina aftur, með miklum erfiðleik- um. Aflraunamaðurinn hneigir sig, og fer út. Sá væskilsleg- asti skáti, sem hægt er að finna kemur þá inn, ber "tækið" út í annarri hendi um leið og hann flautar lagstúf. Þessi þáttur, eins og hinn fyrri, byggist upp á góðum lát- Leikendur: Dómarinn (D) Ákærði (Á) D: Vill næsti, hr. jón Jónsson gjöra svo vel að koma inn. (Á kemur inn). Þér eruð ákærður fyrir að hafa slegiö til konunnar Jónu Jónsdóttur £ strætisvagni, um miðjan dag hinn 30. febrúar síðast lið- inn. Hafið þér yður nokkuð til málsbóta? Á: Já, það var nefnilega þannig, herra dómari, að ég var í strætó á leið inn í sundlaug- ar. Ég fer nefnilega alltaf í laugarnar eftir vinnu. D: Svona, haldiö yður við efnið. Þaö kemur þessu máli ekkert viö, hve oft þér farið í laug- arnar. Þér viðurkennið semsagt, að hafa slegið til konunnar? Á: já, herra dómari, en það var ekki að ástæðulausu. D: Hver var ástæðan? Á: Jú, sjáið þér til. Ég sat nokkuð framarlega í strætis- vagninum, og fylgdist því með farþegunum, sem komu inn í vagninn. Svo, á einni biðstöð- inni, kom þessi kona inn í vagninn, og settist hinum megin við ganginn, þ.e.a.s. gegnt mér. Hún átti eftir að borga. Hún var með töskuna sína með sér. Og takið þér nú eftir. D: Ég hlusta. Á: Fyrst opnaði hún töskuna, tók budduna úr töskunni og lokaði töskunni. Svo opnaði hún budd- una, tók pening úr buddunni og lokaði svo buddunni. Síðán opn- aði hún töskuna lét budduna £ töskuna og lokaði svo tösk- unni. Þegar hún hafði fengið vagnstjóranum peninginn, sagði Frh.á bls.16

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.