Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 5

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 5
Sem sagt S.S.R. var aðeins samrærningar aðili. N6g um þetta aö sinni. Til að auka fjölbreytnina á þessum síöum sem D.S.Ráö hefur til ráöstöfunar, förum við þess á leit við D.S.sveitirnar að þær komi með greinar og myndir úr starfinu. Segið þið nú okkur hinum frá einhverju skemmtilegu sem þið hafið verið að gera í næsta blaði. Greinin þarf ekki að vera löng. Og að lokum, gætið þess aö hafa starfsáætlunina fjölbreytta og passlega stóra næst þegar þið gerið áætlun. Og gleymið ekki að nota reynslu liðinna starfstima- bila. Að starfa án þess að gera áætlun verður alltaf laust í reipunum . Starf sem laust er í reipunum getur aldrei orðið gott starf. Starf sem aldrei getur orðiö gott er ekki Dróttskátastarf. Drótt- skátastarf er starf sem skipulagt er fram í tímann. Og auðvitað muna allir eftir DAGBOKINNI. ERŒNDIS FRA Svo að við höldum okkur við spjalliö frá siðasta blaði um skátastarf meðal fatlaðra, þá rakst ég á grein í dönsku skátablaði fyrir dróttskáta og foringja kallaö "Broen". Þar skrifar fatlaður skáti um reynslu sina. Þessi skáti, sem kallar sig sprellikarlinn frá Illeröd, er spaptisk-fatlaður, þ.e. hann hef- ur ekki góöa stjórn á hreyfingum sínum þ.á.m. gangi og tali. Hann segir frá því að undanfarin 5 ár hafi hann feröast um Danmörku með það fyrir augum að fræða börn og unglinga um það hvernig sé að vera fatlaður. Börnin hafa komið mjög mismunandi fram við hann, þau yngri jafnve.l orðið hrædd þegar hann kom "sprellandi". Einnig héldu nokkur þau yngstu að hann væri bara að leika sér. I greininni segir hann einnig fra útilegua, sem skipulagðar eru af bandalögunum þarna i sameiningu. I þessum útilegum eru heilbrigðir og fatlaðir skátar saman. Reynt er með þessu móti að fá hinn almenna skáta til að skilja að það sé í raun og veru ekkert athugavert við að hafa fatlaðan skáta með i flokknum eða sveitinni. I norska blaðinu "Speideren" rakst ég á grein með fyrirsögninni "Fisk fra Island, en gave til Nord.lamB" 22Í. Þar segir að Island ætli að gefa eina fiskmáltiö á Nordjamb 1 sumar. Hatarkostnaðurinn sé him- inhá upphæð og þess vegna sé gott að vita af þvi að ein máltiðin komi frá Islandi. Annars kemur margt athyglisvert fram i þessari grein. M.a. það að búið er að biðja um 12.600 klósettrúllur, 9000 metra af vatnsrörum og jípum og 4600 metra af striga. Radioskátar þurfa amk. 400 rafhlöður og borð. Einnig er búið að biðja um 10:50 "tömmerstokk- er", svo eitthvað á að smiða fyrir mótið. Annars er tö'?imerstokker ekki okkar gömlu og góðu tommu- stokkar, heldur bara venjulegar spýtur, en þær eiga lika að vera af lengdinni 5 metrar. I sama blaði er mikið fjallað um náttúruvernd og gróður. Hafið þið eitthvað á starfsáætl- un ykkar sem stuðlar aö þessu? Þið vitið aö margt smátt gerir eitt stórt.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.