Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 6

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 6
Aö lokura rakst ég á lesendabréf í skátablaði einu. "ílokkrir af foringjunum í sveitinni rainni reykja. Það finnst mér vera svínarí. Ertu ekki sammála mér i því að foringjar ættu ekki að reykja, alla vega ekki þegar yngri skátar eru viðstaddir?" Svo mörg voru þau orð. KENNSLUKVOLD Nokkuð hefur bori ð á því að D.S.sveitir haldi kennslukvöld. A þessura kvöldum er tekið fyrir eitt ákveöiö atriöi, þáö kennt eins nákvæmlega og hægt er t.d. áttaviti, hjálp í viölögum, hnútar og reyringar, eldamennska og fitbunaður. Þegar ákveöiö er hvaö á að kenna þarf aö hafa þetta í huga: 1. Astand og áhugi í félaginu. 2. Hæfir leiðbeinendur í sveit- inni. Þegar búiö er aö ákveða hvað á að kenna, setja leiðbeinendur upp námskeiðið, ákveða hve ýtar- lega á aö fara í efnið og hvernig kenna skuli það, hve mikill hluti á að vera bóklegur og hve mikill verklegur. Næst velja þeir sér aðstoðarfólk í þau störf sem þeir þurfa aöstoð við Sftir að námskeiöiö er tilbúið á pappírnum og aðstoðarfólk til reiðu, fara leiðbeinendur og aðstoðarfólk nákværnlega yfir námskeiöið, æfa sig í framsetn- ingu og fuíl undirbúa kennslu- kvöldið. Tími á svona kennslukvöldi getur verið frá kl. 20.oo-22.oo og er þá ágætt að hafa hlé ura kl. 21.00 og syngja nokkur lög eða fara i leik tií að hvíla aðeins þátttak- endur. Ef um víðtækt efni er að ræða og lengri kennslu tíma er þörf þá er hægt aö vera frá kl. 18.oo-22.oo og er þá nauðsyn- legt að hafa hlé um kl. 20.oo og hafa þá t.d. kakó og kex eða brauð. Gæta veröur þess aö öll hjálpar» tæki séu fyrir hendi áður en náraskeiðið byrjar, en það er mjög gott að nota hjálpar tæki eins og töflu, flettitöflu eða rayndloða. Um leið og þessir hlutir h.iálpa leiðbeinendum, gera þeir kennsluna líflegri, ef þau eru ekki ofnotuð. I lok náraskeiðsins er svo mjög gott að utbýtta fjölrituð- um blööum með aðalatriöum úr kennslunni. Kokkur atriði um leiðbeinanda í kennslu. 1. Vekja strax áhuga hlustenda. 2. Hafa klæðnaðinn óaöfinnan- legan. 3. Fylgstu raeð öllum. í^. Vandaðu málfarið. 5. Leiktu ekki að hlutum t.d. gleraugum eða penna. Heppileg kennsluaðferð. 1. Að segja frá og sýna. 2. Að ræða við þátttakendur um atriðið. 3. Að láta þátttakendur sjálfa reyna. if. Aö æfa þangað til allir skilja. Kennslukvöldið á að veita: 1. Fræöslu og innsýn. 2. Upplýsingar. 3. Innbíástur. if. Minningar.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.