Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 7

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 7
STARFSþRAUT 75 II. þraut. Blaðaútgáfa 31aðið skal vera minnst /f siöur, tvö blöð af stæröinni A^. Blaðið skal vera unnið að öllu leyti af raeölimura sveitarinnar. Skylduefni i blaðinu er: Kynningargrein um sveitina og kennslugrein úr skátastarfinu. Æskilegt er að hafa mynd (myndir) i blaðinu. Upplag blaðsins er frjálst. Eintak af blaðinu skal senda fyrir 22. april til Starfsþraut II c/o Bandalag ísl.skáta, Blönduhlið 35 Reykjavik. ÚR STARFINU Kl.8 að kvöldi laugardagsins 17. ágúst siðastliðinn lögðu • nokkrar hræöur gangandi af staö frá Þingvöllum. Nánar tiltekið 13 skátar úr drótt- skátasveitinni Póseidon Reykja- vík. Takmarkið var Reykjavik á tveimur jafnfljótum. Hótelstjórinn aö Valhöll hafði skrifað undir öll skjöl okkar með timasetningu og öðru sem þurfa þótti. A miðri leið stoppaði lögreglubill og kvitt- uðu lbgreglumennirnir í honum á þetta sama blað sem sönnun á því að við hefðum verið þarna. Eftir rúma níu tima göngu skreiddist allur hópurinn inn á lögreglustöð i Reykjavik, þar sera við fengum slðustu undirskrift. Alla þessa leið hafði enginn helst úr lestinni, jafnvel þ6 meirihluti hópsins væri kvenfólk. Þó var þaö mikil freisting þegar lögreglubíllinn stansaði fyrir okkur og bauö að taka einhverja uppi. Fyrir þetta afrek var sveitar- meðlimum boðið að kaupa skjö'ld einn, lítinn og ljótan, dýrum dómura, sern var svo, þegar tilkom, ekki til nema i þrem eintökum. Eftir að hafa lagt þessa 50 km. að baki sér voru margir meðlimir ds. Póseidon með blöörur og harð- sperrur. Þ6 skorum við á sem flesta að reyna þetta, þvi að ferð sem þessi er i senn 6gleym- anleg og lærdómsrik, þrátt fyrir allar blöðrur. POSEIDON FORSETA- MERKID Afhending forsetænerkisins fer fram að Bessastöðum laugardaginn 19.apríl n.k. Umsöknir um merkið þurfa að berast til B.I.S. á þar til gerðum eyöublöðum fyrir l.april n.k. Eyðublöðin fást á skrifstofu B.I.S. en verða einnig send til dróttskátasveita.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.