Foringinn - 01.04.1975, Page 9

Foringinn - 01.04.1975, Page 9
ekki væri nauösynlegt aö beita sér eingöngu fyrir skátastarfi heldur gæti veriö um aö ræöa einhverja mynd af æskulýösstarfs- emi sem ef til vill seinna pæfi grundvöll fyrir stofnun skáta- starfs. Þannig aö skátahreyfing- in sem slík beitti sér fyrir mál- efnum æskulýös minnihlutahópanna og aðstoöaöi ekki aðeins meö þeim einum tilgangi að breiöa út skátastarf, heldur reyndi aö aðstoöa unglingana viö aö aölag- ast umhverfinu og ná rétti sínum í hinu nýja þjóöfélagi. í ísrael þangað sem mikill straumur innflytjenda liggur til, er þetta vandamál fyrir hendi en þar er þó hægara um vik vegna sameiginlegs menningaruppruna. Fulltrúi Israels benti á þann möguleika aö virkja erlenda stúd- enta við háskólana til aö aöstoöa viö æskulýðsstarf meöal samlanda sinna. - Þaö var augljóst aö hér var um mikið verkefni aö ræöa, en ekki fengust neinar afgerandi tillögur um úrlausnir. Næst var tekið fyrir skáta- starf meöal fatlaös fólks. í Hollandi og í Noregi virðist slikt vera á háu stigi og bygg- ist starfiö á sér sveitum fyrir fatlaöa er hafa til aðstoöar sérstakan hóp skáta. Slík starf- semi er á byrjunarstigi í Þýzka- landi og svo upp op ofan eftir löndum. Stundum er þeim fötluðu blandaö inn í skátasveitirnar en oftar hafðir í sérstökum sveitum. Mér vitandi hefur lítiö veriö unniö á þessu sviöi hér á landi. En þó veit ég aö slíkt hefur gerst, og væri ekki úr vegi aö þeir sem heföu áhuga eöa revnslu í þessum efnum létu í sér heyra öðrum til örvunar. tg ætla aö láta fylgja nokkrar full- yröingar og ráö er til féllu um þetta atriöi í umræðunum: I. Meöaumkun er ekki þaö sem þeir fötluöu biöja um. Þeir eru meölimir í samfélaginu rétt eins og hver annar og vilja vera meðhöndlaðir sem slíkir. II. Eins op aörir hressir ungl- ingar vilja þeir gera alla hluti sjálfir. III. Leikir sem þeir taka þátt í veröa aö gefa þeim taski- færi til aö reyna sig og ná árangri. Dæmi: skjóta af boga eins langt og þeir geta, eöa að læra aö sitja hest. setta með hestana hefur ver- iö reynt í Englandi og gef- ið góöa raun. IV: Bókasafn fyrir blinda. Lesa bækur inn á segulbönd oe lána þau síðan út, eða koma upp aöstööu til aö hlusta. V. Ef haldið er skátamót fyrir fatlaöa má halda það sam- hliða venjulegu móti meö einhverri skörun á dagskrá. VI. Skátastarfi meðal fatlaöra verður ekki komiö á í einu vetfangi, heldur gerist þaö skref fyrir skref með þoíin- mæöi og aukinni reynslu. Þetta er í stuttu (eöa löngu, fer eftir smekk) máli þaö sem geröist í þessum eina umræðuhóp. íg er mjög ánægö yfir aö hafa fengið aö taka þátt í ráðstefn- unni og kynnast vandamálum sam- ferðamanna utan úr heimi. Hér eftir ber ég virðingu fyrir máls- hættinum "Heima er bezt". Þuríöur Ástvaldsdóttir Garöbúum. Gifting / Skátahúsi Laugardaginn 1. marz var hjóna- vígsla framkvæmd í Skátahúsinu Akranesi. Gefin voru saman Jenný Magnúsdóttir og Jón Þórir Leifsson. Var athöfnin hin vinalegasta og skemmtilegasta. Orgelleik annaðist Þorvaldur Bragason. Athöfninni lauk með söngnum Tengjum fastara bræðralags- bogann. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem skátahús er notað til þessara hluta. FORINGIHN óskar brúðhjónunun til hamingju og óskar þeim alls góös í sambúðinni. 9

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.