Foringinn - 01.04.1975, Qupperneq 10

Foringinn - 01.04.1975, Qupperneq 10
Utanlandsferöir. I sumar mun stór hópur drengja fara til Roregs og taka þátt í Jamboree. Þetta mót er ekki opið stúlkum, þess vegna hafa félög spurt hvort eldci sé hœgt að efna til hópferðar fyrir stölk- ur núna í. sumar. Til greina koma ferðir til Skotlands,Svíþjóðar og jafnvel Danmerkur. Skotland. Skátastúlkur í LANARKSHIRE, SKOTLANDI, hafa boðið hóp af skátastúlkum frá Islandi að koma til Skotlands núna í sumar. Eflaust muna einhverjir eftir Elizabeth Paterson, hún vann á Landsmótinu og var síöan foringi í K.S.U. Elizabeth hefur sent þetta boð. Farið yrði frá Islandi 24. júní og dvalið nokkra daga á heimilum. 23. júní til 5- júlí er haldið mót á þessu svæði og mundu islensku stúlkurnar taka þátt i þvi nokkra daga. Þá yrði farið í ferðalag um Skotland og dvaliö á farfuglaheimilum. Mótsgjaldið er um 3S og gisting á farfuglaheimilum um 12£. Um anna kostnað og verð á feröum er ekkert hægt að segja um sem stendur. Þessi ferð er opin stúlkum á aldrinum 15 - 18 ára. Þær sem hafa áhuga hafi öamband viö skrifstofu B.I.S. Svíþjóð. I tengslum viö ferð á Jamboree er fyrirhuguð ferð til Sviþjóðar fyrir stúlkur ef áhugi er fyrir hendi. Mót þetta er haldið á Suður Skáni, St. Olof dagana. 23. júll til 6. ágúst. Eftir mót er einnar viku gestaheim- sókn, dvöl á heimilum. Móts- gjald er 190 S.kr. Aldurstak- mark er 14-16 ára. Ef til vill yrði hægt að skipuleggja skoöun- arferð um Sviþjóð. 10 Danmörk Hugsanlega verður farin ferö á mót til Danmerkur i sumar fyrir stúlkur 13-14 ára. flánari upplýs- ingar koma ekki fyrr en i byrjun mai. Holland. Stúdentaraót. V/itan '75 er fyrir ungt fólk 13 ára og eldra, sem hefur áhuga á skátastarfi. Mótið er fyrir einstaka þátttakendur en ekki hópa. Mótið veröur haldið dagana 2S.júlí til S.ágúst i BAARN, eklíi langt frá Amsterdam. Fjöldi þátttakenda er 100. Ef einhverjir verða á ferð í Hollandi og hafa áhuga, þá geta þeir snúið sér til skrifstofu 3.I.S. Fararstjórar. Það er ekki nóg að auglýsa ferð- ir ef fararstjóra vantar. Þeir sem hafa áhuga á að ferðast ódýrt en samtímis aö hugsa um hóp af stúlkumj vinsamlegast hafiö samband við skrifstofu B.I.S. Ef einhver skátahjón hafa áhuga, eða skátastúlkur, þá er þetta kjörið tækifæri aö ferðast erlendis. Anerika. I sumar, um raiðjan júli munu tvær stúlkur koma til Islands. Ef einhverjar stúlkur hafa áhuga á að eignast ameríska vinkonu og geta boðið þeim vikudvöl á heimilum sinum, þá eru þær beðn- ar aö hafa samband viö skrifstofu B.I.S. Ef einhver félög hafa áhuga að sjá um stúlkurnar, þá kemur það til greina lika. frh. á bls. 13

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.