Foringinn - 01.04.1975, Side 11

Foringinn - 01.04.1975, Side 11
I SKEMMTI6ARÐINUM. Leikendur: 2 miðaldra menn og ung stúlka. Við hugsum okkur aö við séum stödd í skemmtigarði. Veðrið er eins gott og hugsast getur, og fuglasöngurinn fyllir loft- iö. Hiöaldra maður er á skemmtigöngu í garðinum. Þá kemur þar ung, mjög snotur stúlka. Hún sezt á bekk, og fer að le ja í blaði. Maðurinn virðir hana fyrir sér í laumi, og fiðringur fer um hann, því stúlkan er mjög snotur, eins og fyrr er sagt. Hann fikrar sig, eins og af tilviljun, í átt til bekkjarins, en auðvitað er það engin tilviljun. Þegar hann kemur að bekknum, sezt hann á bláendann, og hálf snýr baki i stúlkuna. Það sézt, að hann hugsar sitthvað, en það er eins og feimni aftri honum frá að aðhafast nokkuð. Annar miðaldra rnaður kemur nú úr hinni áttinni. Þegar hann sér stúlkuna sitja þarna, nemur hann staðar, og virðir hana fyrir sér. 3vo mannar hann sig úpp i að ganga að bekknum, hik- andi þó, og fœr sér sæti, en hálf snýr baki i stúlkuna. Stúlk- an hefur nú lokið við að lesa blaðið, og brýtur þaö þvi saman. Að þvi loknu stendur 'iún upp og gengur burtu, án þess þé aö mennirnir verði þess varir. Þeir halda að stúlkan sitji þarna ennþá. Siðan taka þeir að fikra sig hægt nær hvor öðr- um, með leitandi hendurnar á undan. Þar kemur að hendur þeirra snertast. Hvor um sig heldur það vera hönd stúlkunnar, sem þeir halda nú i. Ekki þarf að taka fram, að á meðan á þessu stendur hálf snúa þeir bökum sam- an. Handabandið verður innilegt, þvi hvor um sig heldur að hann hafi hlotið évænt hnoss. Siðan fallast þeir i faðma, en þegar hinn bitri sannleikur rennur upp fyrir þeim, kemur á þá fyrirlitn- ingarsvipur, og þeir hlaupa sinn i hvora áttina. Með góðum látbragðsleik getur þetta vakið gifurlega hrifningu. KLÚTURIMN Á KLAUFINNI. Látbragðsleikur, sem gerist í strætisvagni. Þar situr virðu- legur eldri maöur, og virðir fyrir sér útsýnið. A næstu "stoppistöð" kemur miðaldra kona upp i vagninn, og sezt við hlið mannsins. Maðurinn heldur áfram að horfa út um gluggann, og veitir konunni enga athygli. Hún fer aö leita að einhverju i veskinu sinu, en gengur illa að finna það. Loks tekur hún upp vasaklút, hvitan, og þurrkar sér um nefið, en verður það á, að láta vasa- klútinn i skaut mannsins, án þess að hann taki eftir þvi. Konan tekur þvi næst upp púður- dós, og fer aö púöra á sér nefbroddinn. Maðurinn hefur nú fengið nóg af þvi að skoða útsýnið og litur fram. Eins og af tilviljun keraur hann auga á hvitan vr.saklútinn, sem liggur i skauti hans. Ogurleg skelfing gripur hann, þvi hann heldur að þetta sé skyrtan, sem komi þarna út um buxnaklaufina. Hann litur varlega á konuna, en sér til léttis sér hann, að hún er upp- tekin við að púðra sig. Hann byrjar þvi, svo litið beri á, að troða vasaklútnum inn um klaufina. Þegar hann er hálfnað- ur, likur konan við að púöra sig, setur púðurdósina i veskið og svipast um eftir vasaklútnum. Undrun hennar verður ekki meö orðum lýst, þegar hún sér frh. á bls. 19. 11

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.