Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 14
Fimnt fingun - oin hönd Meö sameiginlegu stórátaki norrænna skáta verður Jamboree ársins 1975» svonefnt Nordjamb '75 aö veruleika. Fimmtán þúsund skátar frá fjölmörgum löndum um viða veröld streyma til Noregs til að taka þátt i 8 daga skáta- átilegu og njóta samveru og sam- starfs skáta frá ólikum löndum. Skammt frá Lillehammer á land- tungu viö mót ánna Gausa og Lágen viö þjóðveg nr. 253 ris upp mikil tjaldborg dagana 29. júli til 7- ágúst. ibúarnir eru ólikir hiö ytra og innra. Litar- far, andlitsfall, likamsbygging, hugsunarháttur, aðferöin til aö tjá sig, málið, allt er svo gjör- ólikt. Þessar andstæður mannsins, sem hafa komið af stað hatri og styrjöldum um aldir, eru aðeins forvitnislegt rannsóknarefni þeirra ungmenna, sem koma saman á Nordjamb'75- Þau hafa kynnzt skátahugsjón, hrifizt af henni og kjósa ekkert fremur en sátt og samlyndi þeirra, sem njóta lifs- ins með þeim á skátamóti. Á hundrað manna tilraunamóti á mótsstaðnum viö Lillehammer sumar- iö 1973 völdu þátttaliendur kjörorð eða ramma Nordjamb'75: FIMM FING- UR - EIN HÖIÍD. Fimm fingur geta hvort tveggji táknað 5 norræn lönd, sem vinna saman að undir- búningi mótsins, eða 5 álfur heimsins. Hver fingur um sig er veikburöa, en saman á hönd eru j)eir tákn styrks og samheldni. Nordjamb'75 er eklci eini skáta- viðburður ársins 1975, sem nýtur þátttöku úr öllum heimi. Fyrir og eftir Nordjamb 75 er öllum þátttakendum mótsins, þeim, sem þess óska, gefinn kostur á að dveljast allt að vikutima á 14 heimilum skáta eða fjölskyldna þeirra, hvar sem þeir kjósa i hinum 5 Noröurlöndum, sem mótið undirbúa. Hefur þú rætt við foreldra þina, hvort fjölskylda þin vill taka að sér gest frá fjarlægu landi til vikudvalar? Um er aö ræða vikuna fyrir eða vikuna eftir mót. Þriðji viðburður ársins er 25. heimsráðstefna skáta dagana 8. til 15. ágúst, vikuna næstu eftir mót. Ráðstefnan verður haldin i Tækniháskólanum við Kaupmannahöfn, Danmarks Telcniske Hefjskole i Lundtofte. I ráðstefn- unni taka þátt fulltrúar 107 þjóða, allt að 6 aðalfulltrúar frá hverri þjóð auk áheyrnar- fulltrúa. Tmist á sameiginlegum fundum eða i smáhópum ræða full- trúarnir stefnu skatahreyfingar- innar í heiminum, nýjar hugmynd- ir, vinnuaöferðir o.fl. Aðaltak- mark ráðstefnunnar er þó að tryggja að skátastarfiö verði áhugavert tómstundastarf barna og ungmenna, sem þroskar þau i heilbrigðu starfi og leik, en veitir hæfilegan sveigjanleika, rýmd og fjölbreytni. Enn fremur aö sjá svo um, aö skátar um viöa veröld finni, að þeir eru hluti af alþjóðlegri nútima- hreyfingu, sem litur á jþað sem mikilvægt hlutverk að minnka bilið milli þjóða og stuðla að bættum samskiptum þeirra. Hvað hefur svo mikla þýðingu við Jamboree? Það má telja margt upp og ekkert þeirra atriða er rétt- ara en eitthvað annað. Kannske er aukinn skilningur eitt þessara atriða. Drengir, sem tekið hafa þátt i Jamboree áður, koma heira fullir áhuga og gleði. Þeir, sem fóru til Japan fyrir fjórum árum siðan , mynda sér sjálfsagt aðrar og réttari skoðanir um land og þjóð en þeir gerðu áður. Japan

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.