Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 15

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 15
komst inn i heirasmynd margra skáta og fjölskyldna þeirra. Þannig verður einnig um Koröur- lönd. Skátar úr öllum heimi kynnast Iíorðurlöndum á allt annan hátt en skólanára leyfir. Þannig verður lika um fjölskyldur þeirra. Sumar fara með i feröa- lagið til Norðurlanda, aðrar að- eins i huganum eftir íýsingu skátanna i orðum og myndum. Þannig komast liorðurlöndin, og þá Island lika, inn i heimsmynd þúsunda eða tugþúsunda um allan heim. Skilningur ráðamanna á mikilvægi Jamboree er mikill. Þjóðhöfðingj- ar og forráðaraenn þjóða koma i heimsókn. Norðurlandaráð styður mótið, ekki aðeins í oröum, heldur lika fjárhagslega. Það skilur mikilvægi norrænnar sam- vinnu eins og þeirrar, sem er um undirbúning þessa móts. Það er að sjálfsögðu erfitt að starfa saraan með fólki frá 4 öðrum þjóðlöndum að undirbúningi móts sem þessa, vegna fjarlægðarinnar milli fólksins, sem þarf að hittast, ráögast og ákveða ura framkvæmd möts i öðru landi. Verkefnið er jafnframt þvi skemmtilegra að glima við þeim mun flóknara sem það er. Kannske komu upp efasemdir um að takast mundi að halda mót undir svona kringurastæðura. Efinn er horfinn núna. Hú vita allir, að mótið .verður haldið eins og ráðgert var. Þátttakan heföi orðið mun meiri, ef ekki hefðu verið sett efri mörk um þátttöku einstakra þjóða. Dagskrárundirbuningi mið- ar vel áfram, tæknileg vandamál verða sifellt fssrri og ýmis jaðarmálefni eru leyst eða leysast á þann hátt sem á aö vera. Mesta vandamálið er senni- lega að útvega nægilega marga gestgjafa til að veita viðtöku erlendum skátum, sem gjarnan vilja njóta gestrisni skáta- fjölskyldna á einhverju Norður- landanna um nokkurra daga skeið fyrir eða eftir mót. Til þessa hefur Jamboree aðeins verið mót fyrir drengi og pilta, en hér, eins og viða annars staðar, er fyrirsjáanleg breyting i framtiö- inni. I starfsliði mðtsins eru fjölmargar stúlkur, i fyrsta sinn i sögunni. Þess veröur þvi væntanlega ekki langt að biða, að Jaraboree veröur opnað stúlkum lika til almennrar þátttöku. FIMM FINGUR - EIN HÖND ALLTAF FJÖLGAR Islenski hópurinn i vinnubúðum (seniorbúðuin) Nordjamb'75 stækk- ar alltaf, og er nú orðinn 35 skátar. Biðlistinn er þvi orðinn stuttur og vonandi komast nær allir n.eð, sem sóttu um vinnu- búðirnar. Nýlega er byrjað stutt norsku- námskeið fyrir þá úr hópnum, sem vildu liðka málbeinið og er kennari Sigriður Júliusdóttir. 15

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.