Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 19

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 19
HADELAND ¦enhavn ITTC-namskeið Alþjóðlegt námskeið fyrir leið- beinendu.- (International Training the Team Course) er haldið á veg- um alþjóðaskrifstofu drengja- skáta, og opiö skátum frá öllum löndum sem sótt hafa N.T.C., þaö er svipaðs eðlis, nema þau eru alþjóöleg. Þar hittast skát- ar margra landa, skiptast á skoðunum og miðla reynslu sinni. A árinu 1975 verða haldin eftir- farandi leiðbeinendanámskeið (I.T.T.C). 27.marz - 2.april (Páskar) Gilwell Park (enska) 22.- 21.- 2S.júní Dublin (enska) 25-aulí Danmörk (skandinaviska). Búast má viö einhverjum styrkjum a.m.k. þátttökugjöld verða greidd á öllum námskeiðunum og væntan- lega einnig ferðir á námskeiðið í Danmörku. Þeir sem hafa áhuga ættu að hafa samband við foringja- þjálfunarráö sem fyrst. Nytt skátafélag Siglufirdi ÍIYTT skátafélag, Skarðsbúar, var stofnað 27- febrúar. Er félagið sameiginlegt fyrir stfilk ir og ílrengi, en áður fyrr voru hér tvö félög, Valkyrjur og Fylkir. 62 skátar eru stofnendur að félaginu. Hafa verið hér tveir flokkar starfandi allt síðastliðið ár og voru þeir krakkar þjálfaðir til flokks- foringjastarfa af Ingu Sjöfn Kristinsdóttur og Karólinu Sigurjónsdóttur. Verða þær sveitarforingjar hins nýja félags. Stjórn félagsins skipa: Hanna Stella Sigurðardóttir, félagsforingi, Birgir Vilheíms- son, Arnar Olafsson, Omar Hauksson og Erling Jónsson. Á fundifium mættu fjórir fyrrverandi félagsforingjar eldri félaganna . Bárust hinu nýja félagi kveðjur og gjafir í tilefni stofnunar- innar. Aðstoð við allt undir- búningsstarf og stofnunina veitti erindreki Bandalags ísl. skáta, en félagið verður að sjálfsögðu aðili að þvi. Hiö nýja félag hefur aðstöðu i Æskulýðsheimili bæjarins. LeÍklÍSt frh. af bls. 11. athafnir mannsins. Hann tekur ekki eftir, að konan hefur veitt þvi athygli, sem hann er að gera, en lýkur við að troða vasaklútnum inn um buxnaklaufina, en konan horfir á, í sívaxandi undrun. Þegar klúturinn er kom- inn inn, er vagninn kominn að næstu "stoppistöð". Maðurinn stendur upp, tekur ofan hattinn og hneigir sig fyrir konunni, um leið og hann gengur út, en konan starir á eftir honum með galopinn munn. Það er eins með þennan látbragðs- leik eins og aðra látbragðsleiki, að hann krefst mjög góðra leikara. 19

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.