Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 21

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 21
HEKLUBUDIR Undirbúningur islensku undirbúöar- innar hefur nú staöiö á annað ár og viljum viö gefa skátum kost á að kynnast þeim örlítiö nánar. Eins og sjá má á kortinu hér til vinstri, þá er búðunum skipt i 6 aðaltjaídsvæði, sem öll bera giga nöfn. I hverjum gíg er rými fyrir 6-8 sveitir og verða engar tvær þeirra frá sama landi. Sjöunda tjaldbúðin er VITI og hefur undirbúðastjórn þaö aðset- ur. Neysluvatn er að fá á tveim stöðum, salerni eru i tveim grúpp- um og sturtuklefar á einum stað. Vatn 1 sturtur er fengið úr ánni. I stjórnstöð Heklubúða verða all- ar nauðsynlegustu þjónustustofn- anir, sælgætis- og minjagripa- verslanir, banki, pósthús, sima- sjálfsalar auk skrifstofu búðanna. Einnig verður matarúthlutun þar til húsa, en hún verður að nokkru leyti með sjálfsafgreiðslu fyrir- komulagi. I byrjun mðts er úthlut- að hráefnum sem geymast, svo sem hveiti, sykri, salti o.s.frv. Hráefni í aðaímál dagsins verður afhent daglega. Matarúthlutun fer fram einu sinni á dag, kl. 03-10. Sem i öðrum undirbööum er dag- skráin að mestu leyti undirbúin af hálfu mótsins. Starfsfólk Heklu mun standa fyrir vissum dagskrár- liðum sem ýmist verða viðbót viö aðaldagskrá eða hluti hennar. A kvölddagskrá verða tveir Heklu- eldar (sameiginlegir fyrir alla undirbúðina), einu sinni. Gíga- eldar og einu sinni sveitareldar þar sem ætlast er til að önnur hver sveit bjóði til sín sveit úr Heklubúðum. Dagurinn fyrir hikeferðina fer að miklu leyti i undirbúning ferðarinnar og skipulagningu hvers hikehóps, en hver hópur verður blandaður, i aldri, þjóð- erni og æfingu i hikeferðum. I hverjum hópi verður. a.m.k. einn skáti frá Norðurlöndum og verður hann flokksforingi. Islenski hópurinn á að útvega 150 flokksforingja, þannig að meira en annarhver þátttakandi héðan verður i slíku starfi. Af sameiginlegri kvölddagskrá má nefna Laugardags Tivoli kvöld, þar sem allir leggja sitt af mörkum. A opnu svæðunum og i miðjum gigunum má iðka iþróttir af ýmsu tagi, þar veröa þrauta- brautir o.fl. Boltar og önnur tól verða til staðar. Hittumst Heil á Jamboree Heklunefnd. MOTSSONGUR Slng, ev' - ry- ooe, ' Sam. Jacques 'n John, ' E -Ttk and LM,; t-LIe's migh-ty hlgh next to the sky, fee- lln' so Iree, -^— A m *— t J r "T ^=4= all youri *n mtne,, :ome 'n you'll »ee,' go, Jain-bo-ree! Five Ilngert.one hand, oh, Jam-bo-ree, Hord - Jamb, Nordjamb Jam- bo - rcel_ NORDJAMB75

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.